Menu

Inna – Upplýsinga- og kennslukerfi

Inna er upplýsinga- og kennslukerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu og námsferil. Inna er einnig kennslukerfi skólans, og er þar m.a. hægt að nálgast námsáætlanir áfanga og námsgagnalista. Mikilvægt er að nemendur gæti þess að netföng þeirra og símanúmer séu rétt skráð í Innu. Tengill inn á Innu er neðst á vefsíðu Tækniskólans.

Athugið: Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.

1

Innskráning

Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Rafrænu skilríkin þarf að virkja áður en nemandinn getur skráð sig inn. Hér má sjá upplýsingar um hvernig nemendur geta sótt rafræn skilríki í símann sinn og afgreiðslustaði þeirra.

Stu­dents and par­ents are only to use ID number for Inna Digital Certificates.

 

Rafræn innskráning á Innu

 

1

Office 365 og Google – Tengja aðgang við Innu

Notendur geta tengt Office 365 og Google aðganginn við Innu aðgang sinn. Þegar notendur hafa tengt aðganginn sinn geta þeir notað innskráningu með Google og Office 365 inn á Innu, sjá leiðbeiningar. Auk þess er hægt að hlaða skrám úr One drive sem viðhengi í kerfinu.

 

Nemandi sem er eldri en 18 ára getur veitt aðgang fyrir aðstandanda

Þegar nemandi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstandenda að Innu en nemandinn getur hins vegar opnað hann aftur og veitt aðstandendum áframhaldandi aðgang að Innu. Hafi nemandi opnað fyrir aðgang aðstandenda í Innu, geta þeir áfram skráð veikindi nemandans í Innu, sjá leiðbeiningar.

 

Tölvur skólans

Upplýsingar um aðgangs-og lyk­ilorð fyrir tölvur skólans.

 

 

Uppfært 15. janúar 2025
Áfangastjórn