fbpx
Menu

Tækniskólinn

Tækniskólinn er einkarekinn skóli, rekstrarfélag, með þjónustusamning við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur framhaldsskóla. Í þjónustusamningnum eru ákvæði um að rekstrarfélag skólans geti ekki tekið arð úr rekstrinum og allur ábati skili sér í skólastarfið. Markmið eigenda rekstrarfélagsins er að skólinn skili færum starfsmönnum út í atvinnulífið. Skipurit skólans sýnir undirskólana og stjórnsýslu.

Tækniskólinn hefur sameiginlega yfirstjórn en kennslan skiptist milli átta undirskóla sem hafa faglegt sjálfstæði. Það eru Byggingatækniskólinn, Hönnunar- og handverksskólinn, Raftækniskólinn, Skipstjórnarskólinn, Tækniakademía, Tæknimenntaskólinn, Upplýsingatækniskólinn og Véltækniskólinn. Skólameistari stýrir Tækniskólanum en skólastjóri er yfir hverjum undirskólanna. Tækniskólinn starfar eftir áfangakerfi. Námslok við skólann miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingum skólanámskrár.

 

Stjórnskipan skólans

Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka iðnaðarins (SI), Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR)

 

Stjórn skólans er skipuð fulltrúum eigenda af eftirtöldum aðilum:

Stjórn:

•   SI – Arna Arnardóttir
•   SI – Ágúst Þór Pétursson
•   SI – Egill Jónsson
•   SFS – Einar Sigurðsson
•   SFS – Hrefna Karlsdóttir
•   IMFR – Katrín Þorkelsdóttir
•   Samorka – Páll Erland

 

Stjórnendur

Stjórnendur Tækniskólans:

Sjá skipurit Tækniskólans

 

Starfslýsingar

Starfsmenn skólans eru um 270. Þeir hafa skilgreindar starfslýsingar sem er að finna í gæðahandbók skólans.

 

 

 

Uppfært
17.01.2024