Kafli 12 – Skólanámskrá
Reglulega er gerð úttekt á skólasókn nemenda. Nemendur sem ekki fylgja reglum um skólasókn fá senda áminningu í gegnum Innu. Við endurtekin brot á reglum um skólasókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemandanum úr skólanum.
Hægt er að veita undanþágu á skólasóknarreglum fyrir afreksfólk í samræmi við kafla 16.2 í aðalnámskrá. Nemandi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeigandi gögnum til viðkomandi skólastjóra.
• 97–100% eink. 10 – 1 ein.*
• 94–96,9% eink. 9 – 1 ein.*
• 91–93,9% eink. 8 – 0 ein.
• 88–90,9% eink. 7 – 0 ein.
• 84–87,9% eink. 6 – 0 ein.
• 80–83,9% eink. 5 – 0 ein.
• 75–79,9% eink. 4 – 0 ein.
• 70–74,9% eink. 3 – 0 ein.
• 65–69,9% eink. 2 – 0 ein.
• Minna en 65% eink. 1 – 0 ein.
* Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.
Nemendur yngri en 18 ára – Forráðamenn/aðstandendur skrá veikindi nemenda beint inn í Innu. Skólinn staðfestir móttöku slíkra vottorða með tölvupósti til forráðamanns. Nemendur, 18 ára og eldri, geta tilkynnt hefðbundin veikindi í Innu án þess að leggja fram læknisvottorð. Kennurum og öðru starfsfólki Tækniskólans er ekki heimilt að gefa nemendum leyfi í tímum Athugið, ef veikindaforföll nemanda fara yfir 10 daga á önn þá þarf nemandi að fara til námsráðgjafa eða skólastjóra.
• Sjá nánar um veikindi og forföll
• Sjá nánar um hvernig nemendur/aðstandendur skrá veikindi eða forföll
Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.
Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði til íþróttakennara innan viku frá afhendingu stundaskrár, sjá nánar um íþróttir
Kennari skráir viðveru nemenda í Innu samkvæmt VNL-301a.
Uppfært 6. desember 2023
Áfangastjórn