fbpx
Menu

Reglur um skólasókn

Reglulega er gerð úttekt á skólasókn nemenda. Nemendur sem ekki fylgja reglum um skólasókn fá senda áminningu í gegnum Innu. Við endurtekin brot á reglum um skólasókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemandanum úr skólanum.

  1. Nemendur sæki allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stundvíslega.
  2.  Litið er svo á að ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu kennsluvikuna og hefur ekki gert grein fyrir fjarveru sinni ætli hann ekki að stunda nám í skólanum.
  3.  Ef kennsla hefst ekki stundvíslega og forföll kennara hafa ekki verið tilkynnt skulu nemendur spyrjast fyrir um orsökina á skrifstofu skólans
  4.  Viðvera nemenda er metin með eftirfarandi hætti:
  • Fjarvist úr kennslustund í meira en 20 mínútur – 2 fjarvistarstig
  •  Fjarvist úr kennslustund í minna en 20 mínútur – 1 fjarvistarstig
  •  Fyrir 95-100% raunmætingu er gefin ein námseining sem nýtist sem hluti af frjálsu vali.
  •  Fari nemandi niður fyrir 80% heildarmætingu hefur skólinn rétt til að vísa honum úr skóla.
  •  Hafi nemandi fengið áminningu og verið vísað úr skólanum, á nemandinn ekki rétt á skólavist á næstu önn. Skólasóknareining er gefin fyrir heildarmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.

Hægt er að veita undanþágu á skólasóknarreglum fyrir afreksfólk í samræmi við kafla 16.2 í aðalnámskrá. Nemandi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeigandi gögnum til viðkomandi skólastjóra.

 

Einkunnir fyrir skólasókn:

•   97–100% eink. 10 – 1 ein.*
•   94–96,9% eink. 9 – 1 ein.*
•   91–93,9% eink. 8 – 0 ein.
•   88–90,9% eink. 7 – 0 ein.
•   84–87,9% eink. 6 – 0 ein.
•   80–83,9% eink. 5 – 0 ein.
•   75–79,9% eink. 4 – 0 ein.
•   70–74,9% eink. 3 – 0 ein.
•   65–69,9% eink. 2 – 0 ein.
•   Minna en 65% eink. 1 – 0 ein.

 

* Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.

 

Veikindi, forföll – læknisvottorð

Nemendur sem eru orðnir 18 ára þurfa að skila læknisvottorði á skrifstofu skólans innan viku frá þeim degi sem þeir koma aftur í skólann eftir veikindi. Nemendur yngri en 18 ára geta skilað skriflegu vottorði um veikindi frá forráðamanni. Forráðamenn/aðstandendur geta einnig skráð veikindi nemenda undir 18 ára beint inn í Innu. Skólinn staðfestir móttöku slíkra vottorða með tölvupósti til forráðamanns. Ef nemendur yngri en 20 ára veita forráðamanni/aðstandanda aðgang að Innu getur hann tilkynnt veikindi í gegnum Innu. Fjarvistastig vegna veikinda eru felld niður upp að 93%.

•  Sjá nánar um veikindi og forföll

•  Sjá nánar um hvernig nemendur/aðstandendur skrá veikindi eða forföll

 

Langvinn veikindi

Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.

 

Íþróttir

Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði til íþróttakennara innan viku frá afhendingu stundaskrár, sjá nánar um íþróttir

 

Viðveruskráning nemenda

Kennari skráir viðveru nemenda í Innu samkvæmt VNL-301a.

 

Kafli 12 – Skólanámskrá

 

Uppfært 2. maí 2023
Áfangastjórn