fbpx
Menu

Innsýn í námið

Brautin sam­an­stendur af þeim áföngum sem nem­endur þurfa að lág­marki að taka til að ljúka stúd­ents­prófi að loknu iðn- og starfs­námi.

Heild­ar­fjöldi ein­inga ræðst af ein­inga­fjölda starfs­náms­brautar og þeim ein­ingum sem koma fram hér fyrir neðan, að því til­skyldu að þessir áfangar hafi ekki verið hluti af iðn- og starfs­náms­braut nemandans.

Stúd­entsleið er að lág­marki 40 ein­ingar í viðbót við ein­inga­fjölda brautar og nem­endur útskrifast að lág­marki með 200 ein­ingar.

Athugið að viðbótarnám til stúdents tilheyrir ekki öðrum stúdentsleiðum s.s. af náttúrufræði-, hönnunar-, tölvu-, skip- og vélstjórnarbrautum.

Almennar upplýsingar

Námsframvinda

Sér­hæfing nem­andans er fólgin í iðn- og starfs­námi hans, og getur hann tekið þessa áfanga jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar iðn- og starfs­námi lýkur. Brautin er með námslok á 3. hæfniþrepi.

Nemendur eru hvattir til þess að kynna sér inntökuskilyrði háskólanna við útfærslu á samsetningu stúdentsprófa og leita eftir aðstoð skólastjóra, fagstjóra eða starfs- og námsráðgjafa skólans.

Áfangar

Áfangar til stúdents að lágmarki 40 einingar

•   Íslenska; val um einn áfanga á 2. þrepi og tvo á 3. þrepi = 15 ein.
•   Enska / Stærðfræði, val = 15 ein.
•   Danska; einn áfangi á 2. þrepi = 5 ein. 
•   Valáfangar = 5 ein.

Sjá nánar námsskipulag stúdentsleiðar af fagbraut

Nemendur með annað móðurmál en íslensku þurfa að ljúka minnst fjórum áföngum í ÍSAN, þremur á 2. þrepi og einum á 3ja þrepi.

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!