fbpx
Menu

Bókasafn

Bókasafn

Meg­in­hlut­verk bóka­safnsins er að veita nem­endum og starfs­mönnum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

Allar kennslu­bækur sem eru á leslistum nem­enda eru til á bóka­safninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslu­stund eða lesa á staðnum.

Les­stofur og tölvuver eru á bóka­söfn­unum. Þar er einnig hægt að nálgast prentkort og aðstaða til að prenta út og skanna inn.

Opnunartími

Bókasafnið í Hafnarfirði 2. hæð er opið:
mánu­daga kl. 10:00–15:00
þriðjudaga til fimmtu­daga kl. 08:10–15:00
föstu­daga kl. 08:10–14:00
sími 514 9027

Bókasafnið á Háteigsvegi 4. hæð er opið:
mánu­daga 10:00–16:00
þriðjudaga-fimmtu­daga 08:10–16:00
föstu­daga 08:10–15:00
sími 514 9026

Bókasafnið á Skólavörðuholti 5. hæð er opið:
mánu­daga 10:00–16:00
þriðjudaga-fimmtu­daga 08:10–16:00
föstu­daga 08:10–15:00
sími 514 9021

 

Hlutverk og þjónusta

Meg­in­hlut­verk bóka­safnsins er að veita nem­endum og starfs­mönnum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

Á safninu er veitt fjölþætt og per­sónuleg þjón­usta og því er ætlað að styðja nám og kennslu við skólann:

  • fagleg upplýsingaþjónusta og leiðbeiningar við heimildaleit og upplýsingalæsi
  • úrvinnsla heimilda
  • útlán og námsaðstoð

Allar kennslu­bækur sem eru á leslistum nem­enda eru til á bóka­safninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslu­stund eða lesa á staðnum. Kennslu­bækur eru ekki til heimaláns.

 

Lesstofur og tölvuver

Les­stofur og tölvuver eru á bóka­söfn­unum. Einnig er aðstaða til að prenta út og skanna inn.

Nem­endur geta sótt um raf­rænan aðgang að les­rými á Háteigs­vegi ef þeir vilja not­færa sér aðstöðuna eftir lokun bóka­safnsins.

 

Prent- og aðgangskort

Ef þú vilt prenta eða ljós­rita í skól­anum þarftu að eiga prent­kort en hægt er að sækja um það á bókasafni skólans.

Prentkortin virka einnig sem aðgangskort en nemendur geta komist í læstar stofur til verk­efna­vinnu og á lesaðstöðu bóka­safns með aðgangi sem tengdur er við prent­kortið.

Kortin kosta 500 kr. en það kostar 2.000 kr. að end­ur­nýja glatað kort.