Meginhlutverk bókasafnsins er að veita nemendum og starfsmönnum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.
Allar kennslubækur sem eru á leslistum nemenda eru til á bókasafninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslustund eða lesa á staðnum.
Lesstofur og tölvuver eru á bókasöfnunum auk aðstöðu til að prenta út og skanna inn. Þar er einnig hægt að nálgast prentkort.
Þessa síðu má nota til að leita að gögnum á bókasafni Tækniskólans.
Bókasafnið í Hafnarfirði 2. hæð er opið:
mánudaga kl. 10:00–15:00
þriðjudaga til fimmtudaga kl. 08:10–15:00
föstudaga kl. 08:10–13:00
sími 514 9028
Bókasafnið á Háteigsvegi 4. hæð er opið:
mánudaga kl. 10:00–15:00
þriðjudaga til fimmtudaga kl. 08:10–15:00
föstudaga kl. 08:10–13:00
sími 514 9026
Bókasafnið á Skólavörðuholti 5. hæð er opið:
mánudaga kl. 10:00–16:00
þriðjudaga til fimmtudaga kl. 08:10–16:00
föstudaga kl. 08:10–15:00
sími 514 9021
Meginhlutverk bókasafnsins er að veita nemendum og starfsmönnum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.
Á safninu er veitt fjölþætt og persónuleg þjónusta og því er ætlað að styðja nám og kennslu við skólann:
Allar kennslubækur sem eru á leslistum nemenda eru til á bókasafninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslustund eða lesa á staðnum. Kennslubækur eru ekki til heimaláns.
Lesstofur og tölvuver eru á bókasöfnunum. Einnig er aðstaða til að prenta út og skanna inn.
Nemendur geta sótt um rafrænan aðgang að lesrými á Háteigsvegi ef þeir vilja notfæra sér aðstöðuna eftir lokun bókasafnsins.
Til að prenta og ljósrita í skólanum nota nemendur prentkort sem eru afhent á bókasafninu.
Prentkortin virka einnig sem aðgangskort sem nemendur þurfa að hafa á sér til að hafa aðang að skólahúsnæðinu og til að komast í læstar stofur til verkefnavinnu og á lesaðstöðu bókasafns utan opnunartíma.
Kortin eru innifalin í skólagjöldum en það kostar 2.000 kr. að endurnýja glatað kort.
Það er misjafnt eftir brautum hversu háa prentinneign nemendur fá en hún er a.m.k. 2.500 kr. Við prentun eða ljósritun er dregið frá inneigninni:
Á síðu tölvuþjónustunnar má sjá leiðbeiningar um hvernig á að prenta út og tengja prentkortið við skólaaðgang.
Boðið er upp á ritver á bókasafninu á Skólavörðuholti og er það opið alla miðvikudaga frá kl. 10:00–14:00.
Í ritverinu er boðið upp á aðstoð við ritgerðarskrif, heimildaleit og heimildaskráningar. Auk þess er boðið upp á aðstoð við gerð kynningarbréfs og ferilskrár.
Umsjónarmaður ritversins er Sif og má senda fyrirspurnir um ritverið á netfangið [email protected].
Starfsfólk bókasafns getur aðstoðað nemendur með heimildavinnu og viljum við einnig benda á upplýsingasíðu á vef skólans þar sem finna má tengla á ýmislegt sem getur komið að gagni við heimildaleit, ritgerðarskrif og verkefnavinnu.