fbpx
Menu

Vinnustaðanám – innritun

Vinnustaðanám – innritun

 

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Sjá nánar almennar upplýsingar um vinnustaðanám og fyrirtæki/meistarar/stofnanir

Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.


Hvernig á að sækja um til að hefja vinnustaðarnám?

Nem­endur Tækni­skólans sem hafa staðfest samn­ingspláss og óska eftir að hefja vinnustaðanám sækja um á inn­rit­un­arvef skólans. Nemendur sem eru ekki virkir í skólanum í augnablikinu og eiga námsferil á viðkomandi námsbraut í Tækniskólanum, geta einnig sótt um á innritunarvef ef þeir hafa  staðfest samningspláss.

Sjá yfirlit yfir inn­rit­un­ar­brautir hér á síðunni.