fbpx
Menu

Vinnustaðanám – innritun

Vinnustaðanám – innritun

Hvernig á að sækja um vinnustaðarnám?

Þegar nemandi hefur staðfest samningspláss/fundið fyrirtæki, þá er hægt að sækja um á innritunarvef skólans að námssamningur sé gerður og ferilbók stofnuð.

 

Umsókn

Til að geta sótt um samningsleið þarf:

  1. Fyrirtækið/meistarinn að vera samþykkt á birtingaskrá, sem er listi fyrirtækja sem mega taka nema.
  2. Að eiga námsferil í Tækniskólanum á þeirri námsbraut sem sótt eru um.
  3. Að skoða reglur námsbrautarinnar, þ.e. hvenær er gert ráð fyrir að nemendur fari á námssamning.

Sjá yfirlit yfir inn­rit­un­ar­brautir hér á síðunni.