Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Sjá nánar almennar upplýsingar um vinnustaðanám og fyrirtæki/meistarar/stofnanir
Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Nemendur Tækniskólans sem hafa staðfest samningspláss og óska eftir að hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef skólans. Nemendur sem eru ekki virkir í skólanum í augnablikinu og eiga námsferil á viðkomandi námsbraut í Tækniskólanum, geta einnig sótt um á innritunarvef ef þeir hafa staðfest samningspláss.
Sjá yfirlit yfir innritunarbrautir hér á síðunni.