fbpx
Menu

Rafræn vöktun

Í húsnæði Tækniskólans fer fram rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum í öryggis- og eignavörslu­skyni. Um er að ræða myndbandsupptökur án hljóðs.

Tækniskólinn er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi persónuupplýsinga þeirra sem vöktun sæta. Tækniskólanum er annt um að allir sem sæti vöktun séu þess varir og því gerir Tækniskólinn grein fyrir vöktun með skýrum hætti.

Við vöktunina er sérstaklega hugað að því að gæta meðalhófs og að ganga ekki lengra en þörf krefur til að virða einkalífsrétt þeirra er vöktunin beinist að. Vöktunin fer eingöngu fram í skýrum, málefnalegum og lögmætum tilgangi.

Ákveðnir verkferlar gilda um skoðun myndefnis úr öryggismyndavélum og er slíkt einungis skoðað af þeim sem hafa til þess skýra heimild.

 

Umfang vöktunar

Myndavélar eru uppsettar víða á ytri skel skólahúsnæðis Tækniskólans og á almennum svæðum innanhúss þar sem vöktun er talin nauðsynleg. Staðsetningar eru auðkenndar með skilti sem komið er fyrir á áberandi stað á hverju vöktunarsvæði. Leynilegar upptökur eru með öllu bannaðar.

Almennt eru kennslurými ekki vöktuð. Undantekningar á því eru í kennslurými þar sem er aukin slysahætta svo sem véla og tækjasalir.

Rauntímavöktun fer aðeins fram á almennum rýmum svo sem mötuneyti og ferðarýmum s.s. gangar og inngangar að skólahúsnæði. Engin rauntímavöktun fer fram í kennslurýmum og aðeins heimilt að skoða upptökur úr kennslurýmum þegar brýn ástæða er til, svo sem slys eða brotamál.

 

Réttur þeirra sem vöktun sæta

Sá sem sætt hefur rafrænni vöktun á rétt á að skoða gögn sem til verða um viðkomandi við vöktunina. Skal heimila skoðun jafn fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku slíkrar beiðni. Þetta á þó ekki við ef réttur þess sem sætt hefur vöktuninni til að fá að skoða gögnin þykir eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir hagsmunum annarra en hans eigin. Ef óljóst er hvort verða á við beiðni um skoðun eða hlustun er efni sent til lögreglu eða Persónuverndar til skoðunar.

 

Afhending persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun

Upplýsingar um afhendingu persónuupplýsinga sem verða við rafræna vöktun:

  • Tækniskólinn miðlar ekki persónuupplýsingum sem verða til við rafræna vöktun nema með skýru samþykki viðkomandi eða ef mælt er fyrir um miðlun upplýsinganna í lögum.
  • Tækniskólanum er skylt að afhenda lögreglu efni sem verður til við rafræna vöktun ef upplýsingar varða slys eða meintan refsiverðan verknað.
  • Tækniskólinn kann að miðla upplýsingum ef þær eru nauðsynlegar einum eða fleiri hinna skráðu til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja, t.d. þegar tryggingafélag tekur afstöðu til bótaskyldu.
  • Tækniskólinn kann einnig að miðla upplýsingum ef ákvörðun Persónuverndar um miðlun upplýsinganna liggur fyrir.

 

Varðveisla persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun

Upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun verða varðveittar í 30 daga skv. 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Tækniskólinn eyðir upptökum að þeim tíma liðnum. Þetta á ekki við um upptökur sem hafa verið sendar lögreglu vegna slysa eða refsiverðra mála, upptökur vegna sönnunar krafna í dómsmálum eða annarra slíkra laganauðsynja eða að Persónuvernd heimili sérstaklega eða mæli fyrir um lengri varðveislutíma.

 

Andmæli við framkvæmd vöktunar

Kom fram athugasemdir eða andmæli við framkvæmd vöktunar og/eða ábendingar um að hún uppfylli ekki þær kröfur sem settar eru í reglum þessum eða lögum skal hafa samband við persónuverndar­fulltrúa Tækniskólans með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 514 9000.

 

Lög og reglur

Reglur Tækniskólans um öryggisvöktun byggja á:

  • lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (90/2018)
  • reglum um rafræna vöktun (50/2023)

 

Uppfært 20.09.2023
Gæðastjóri