fbpx
Menu

Innsýn í námið

Rafeindabúnaður og fjarskipti

Rafeindavirkjar starfa víða og tengist starfið aðallega rafeindabúnaði hvers konar m.a. sjálfvirkni og örtölvum en einnig viðgerðum á tækjum eins og tölvum, hljómtækjum, flatskjám, öryggiskerfum, lækningatækjum, símkerfum og radarbúnað. Algengt er að rafeindavirkjar komið að hönnun og nýsköpun á rafeindabúnaði.

Í náminu lærir þú um rafeindatækni, rafeindavélfræði, forritun og fjarskiptatækni svo eitthvað sé nefnt.

Meðalnáms­tími er fjögur ár að meðtöldu námi í grunn­námi rafiðna, sam­tals sjö annir í skóla og 30 vikna starfsþjálfun.

Brautarlýsing

RE23 Rafeindavirkjun

Markmið rafeindavirkjabrautar er að búa nemendur undir að geta starfað sjálfstætt við almenn störf rafeindavirkja. Að loknu námi eiga nemendur að þekkja og kunna að vinna með helsta tækjabúnað sem notaður er af rafeindavirkjum við viðgerðir á rafeindabúnaði, fjarskiptalögnum og uppsetningu búnaðar hvort heldur sem er fyrir fjarskipti eða vélbúnað.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Klára þarf grunnnám rafiðna áður en byrjað er í rafeindavirkjun.

 

Námsframvinda

Rafeindavirkjun er þriggja anna nám ofan á grunnnámið og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 30 vikur. Almennt er miðað við að nemendur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í lokaáföngum fagbrautar eða samhliða.

Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.

 

Að loknu námi

Rafeindavirkjun er löggilt iðngrein. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Nemendur útskrifast að loknu sveinsprófi og við taka 30 vikur á vinnumarkaði svo hægt sé að afhenda nemanda sveinsbréfið.

 

Verkefni nemenda

Leikjafjarstýring

Leikjafjarstýring

Rafræn gervihönd

Davíð Mark kynnir gervihönd

Læsingatækni á verðmætaskáp

Læsingatækni á verðmætaskáp

Tölvustýrður spennugjafi

Tölvustýrður spennugjafi

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í Rafeindavirkjun fer fram Hafnarfirði.

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um rafrænt. Umsóknarhnappur er hér á síðunni og upplýsingar um innritun á vefsíðu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!