Grunnnám rafiðna býr nemendur undir fagnám í rafiðngreinum. Þetta er fornám fyrir rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun og rafveituvirkjun. Námið tekur að jafnaði fjórar annir og er skilgreint sem lokapróf á öðru þrepi.
Námið er að þriðjungi bóklegar greinar og er restin faggreinar.
Einnig er í boði hraðferð fyrir þá sem hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun en þá tekur þrjár annir að ljúka grunnnámi.
Brautin er undanfari frekara náms í rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunninni B í ensku, íslensku og stærðfræði. Til viðbótar við áskilda áfanga geta nemendur valið að taka almennt bóknám eða grunnáfanga í málmsmíði.
Þeir sem sækja um að hefja nám í Raftækniskólanum þurfa að hafa lokið grunnskólanámi. Góð einkunn í stærðfræði er höfð til viðmiðunar. Grunnskólapróf með lágmarkseinkunn B í stærðfræði af 1. þrepi.
Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að takast á við kröfur í framhaldsgreinum og hafa góða undirstöðuþekkingu á hugtökum og verklagi sem þarf.
Að grunnnáminu loknu geta nemendur valið milli þess að halda áfram í rafvirkjun eða rafeindavirkjun.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennslan í grunnnámi rafiðna fer fram á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.