Nemendur læra að hanna og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla. Kennt er á öll helstu myndvinnslu-, umbrots-, vef- og tækniforrit.
Grafískur miðlari setur upp efni fyrir birtingu hvort sem það er á vef eða á prenti. Hann sér um umbrot, útlit, hugmyndavinnu, textagerð, myndvinnslu, tæknilegan frágang og stafræna prentun.
Grafísk miðlun er fjölbreytt og hagnýtt nám og einnig skemmtileg leið til stúdentsprófs.
Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem prentsmiður/grafískur miðlari er nauðsynleg í störfum sínum, m.a. við móttöku á fjölmiðlaefni, texta og myndefni og frágang á því til prentunar eða birtingar. Stór hluti námsins felst í hönnun og umbroti þar sem unnið er með myndir og texta. Prentsmiður/grafískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar. Hann á að geta tekið á móti gögnum og gengið frá efni til prentunar í samræmi við gæðakröfur í prentsmiðjum. Prentsmiður/grafískur miðlari þarf einnig að kunna skil á vefsmíðum og viðmótshönnun sem og útlitshönnun fyrir sjónvarp og netmiðla. Í náminu er fjallað um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Nemendur vinna með öll helstu texta-, teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforrit, auk vefforrita. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Prentsmíð er löggilt iðngrein.
Fyrst þarf að klára Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
Þegar því námi er lokið þá geta nemendur sótt um nám í grafískri miðlun, sem er sérsvið.
Námið tekur 2–3 ár eða fimm annir. Þar að auki er 32 vikna starfsþjálfun.
Grafísk miðlun er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu Meistaraskólann. Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.
Starfsvettvangur prentsmiða/grafískra miðlara er til dæmis hjá prentfyrirtækjum, auglýsingastofum, blaðaútgáfum, innan markaðsdeilda fyrirtækja og sem sjálfstæður atvinnurekandi.
„Námið í grafískri miðlun hefur veitt mér mikla þekkingu og færni í helstu vinnsluforritum tengd prentverki. Má þar nefna Photoshop, Illustrator og InDesign. Einnig hefur námið gagnast mér mjög vel í vinnunni við ýmsar hliðar prentverks, sem ég hef mikinn áhuga á.“
„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“
„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“
Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennsla í grafískri miðlun fer fram í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.