fbpx
Menu

Innsýn í námið

Skapandi hönnun og tækni

Nemendur læra að hanna og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla. Kennt er á öll helstu myndvinnslu-, umbrots-, vef- og tækniforrit.

Graf­ískur miðlari setur upp efni fyrir birt­ingu hvort sem það er á vef eða á prenti. Hann sér um umbrot, útlit, hug­mynda­vinnu, textagerð, mynd­vinnslu, tæknilegan frágang og stafræna prentun.

Grafísk miðlun er fjölbreytt og hagnýtt nám og einnig skemmtileg leið til stúdentsprófs.

Brautarlýsing

GFM23 Grafísk miðlun

Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem prentsmiður/grafískur miðlari er nauðsynleg í störfum sínum, m.a. við móttöku á fjölmiðlaefni, texta og myndefni og frágang á því til prentunar eða birtingar. Stór hluti námsins felst í hönnun og umbroti þar sem unnið er með myndir og texta. Prentsmiður/grafískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar. Hann á að geta tekið á móti gögnum og gengið frá efni til prentunar í samræmi við gæðakröfur í prentsmiðjum. Prentsmiður/grafískur miðlari þarf einnig að kunna skil á vefsmíðum og viðmótshönnun sem og útlitshönnun fyrir sjónvarp og netmiðla. Í náminu er fjallað um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Nemendur vinna með öll helstu texta-, teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforrit, auk vefforrita. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Prentsmíð er löggilt iðngrein.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.

Þegar því námi er lokið þá geta nemendur sótt um nám í grafískri miðlun, sem er sérsvið.

Að loknu námi

Námið tekur 2–3 ár eða fimm annir. Þar að auki er 32 vikna starfsþjálfun.

Grafísk miðlun er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu Meistaraskólann. Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

Starfsvettvangur prentsmiða/grafískra miðlara er til dæmis hjá prentfyrirtækjum, auglýsingastofum, blaðaútgáfum, innan markaðsdeilda fyrirtækja og sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Verkefni nemenda

Útskriftarsýning og Askur

Útskriftarsýning og Askur

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Tímarit nemenda
í grafískri miðlun

Askur

Rafræn útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun

Útskriftarsýning í grafískri miðlun

Nánari upplýsingar

Í grunnnáminu þurfa nemendur að nota Adobe forritunarpakkann og er hægt að kaupa nemendaleyfi á bókasafni skólans.

Það er hægt að klára stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

Umsagnir

Alexandra Sharon Róbertsdóttir útskrifaðist með sveinspróf og stúdent

„Ég finn það vel í háskólanáminu hversu gott það er að hafa lært grafíska miðlun. Margir í mínu námi höfðu engan grunn né þekkingu áður en þau komu í háskólanám en þetta hefur hjálpað helling. Mér finnst líka mjög mikilvægt að við höfum fengið að læra um prentiðnaðinn vegna þess að hann skiptir alveg jafn miklu máli og hönnunarferlið.“

Embla Rún Gunnarsdóttir kláraði námið árið 2017

„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“

Axel Fannar Friðriksson útskrifaðist haustið 2014 og vinnur á auglýsingastofu í London

„Eftir þetta nám við Upplýsingatækniskólann, margfaldaðist reynslan mín og vitneskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmtilegt. Yndislegir kennarar, skemmtilegur nemendahópur og fjölbreytt verkefni gerðu mig mjög tilbúinn að takast á við áskoranir og verkefni í faginu. Eins græddi ég fullt af tengingum og sambönd sem ég held upp á enn í dag.“

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í grafískri miðlun fer fram í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!