Menu

Innsýn í námið

Skapandi hönnun og tækni

Nemendur læra að hanna og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla. Kennt er á öll helstu myndvinnslu-, umbrots-, vef- og tækniforrit.

Graf­ískur miðlari setur upp efni fyrir birt­ingu hvort sem það er á vef eða á prenti. Hann sér um umbrot, útlit, hug­mynda­vinnu, textagerð, mynd­vinnslu, tæknilegan frágang og stafræna prentun.

Grafísk miðlun er fjölbreytt og hagnýtt nám og einnig skemmtileg leið til stúdentsprófs.

Brautarlýsing

GFM25 Grafísk miðlun

Nám í grafískri miðlun er 150 einingar í skóla auk 30 eininga í starfsþjálfun á vinnustað sem lýkur með sveinsprófi. Námið skiptist milli almennra greina, faggreina og starfsþjálfunar og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Nemendur ljúka fyrst 96 einingum, sem skiptast í 40 einingar í almennum bóknámsgreinum og 56 einingar í faggreinum, þar af lágmark 20 einingar í valgreinum. Að þeim loknum fara nemendur í sérnám í grafískri miðlun sem skiptist á tvær annir samtals 64 einingar. Að loknu sérsviði fara nemendur í starfsþjálfun á vinnustað sem samsvarar 30 einingum og gefur réttindi til að þreyta sveinspróf.

Markmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem grafískum miðlurum er nauðsynleg í því fjölbreytta tækni og sköpunar umhverfi sem er í greininni í dag. Í náminu læra nemendur að vinna grafíska vinnslu fyrir hina ýmsu miðla og fá þjálfun í hugmyndavinnu og nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna verk. Náminu lýkur með sveinsprófi að undangengnu vinnustaðanámi.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

 

Starfsþjálfun – ferilbók í grafískri miðlun

Starfsþjálfun hjá fyrirtæki/iðnmeistara er samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar að hámarki 32 vikur. Gera þarf ráð fyrir þeim tíma í skipulaginu. Starfsþjálfun er hluti af námsbrautinni og er metin til eininga. Nemendur sem skrá sig í starfsþjálfun (á námssamning) eru einnig skráðir í skólann á meðan þeir vinna að hæfnikröfum ferilbókar á starfsþjálfunartímabilinu. Starfsþjálfun þarf einnig að ljúka eins og öðrum áföngum brautarinnar til að útskrifast. Útskrift af námsbrautinni veitir rétt til að þreyta sveinspróf í framhaldinu.

 

Námsframvinda vinnustaðarnáms

Nemendur skipuleggja starfsþjálfun í samráði við meistarann/fyrirtækið og með hliðsjón af námsskipulagi brautarinnar.

Að loknu námi

Grafísk miðlun er löggilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Starfsvettvangur prentsmiða/grafískra miðlara er til dæmis hjá prentfyrirtækjum, auglýsingastofum, blaðaútgáfum, innan markaðsdeilda fyrirtækja og sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Verkefni nemenda

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Grafísk miðlun

Útskriftarsýning og Askur

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Tímarit nemenda
í grafískri miðlun

Askur

Nánari upplýsingar

Hægt er að kaupa nemendaleyfi fyrir Adobe forritunarpakkann á bókasafni skólans.

Hægt er að klára stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

Umsagnir

Björgvin Pétur Sigurjónsson stundaði margmiðlunarhönnun í Kolding og 3D hreyfimyndahönnun í Los Angeles.

„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“

Hugrún Rúnarsdóttir fór í Vefskólann og stofnaði fyrirtæki með vinkonu sinni sem sérhæfir sig í vefhönnun og forritun

„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“

Embla Rún Gunnarsdóttir kláraði námið árið 2017

„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í grafískri miðlun fer fram í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!