fbpx
Menu

Innsýn í námið

Fornámið á hönnunar- og nýsköpunarbraut byggir á skapandi vinnu og aðferðum í hönnun.

Ef að þú vilt undirbúa þig fyrir skapandi nám á háskólastigi og ert með stúdentspróf eða sambærilegt nám þá er þetta nám fyrir þig.

Ef að þú ert að koma beint úr grunnskóla þá er gott að skoða hönnunar- og nýsköpunarbraut – stúdentspróf.

Þú lærir að vinna með sjónræna þætti eins og teikningu, liti, form, rannsókn á umhverfi og samfélagi, hugmyndavinnu og lausnaleit.

Áhersla er á vinnu með sjálfbærni, nýsköpun og persónulega sýn í verkefnavinnu.

Nemendur vinna ferilmöppu á síðustu önn námsins.

Brautarlýsing

HNÝH21 - Hönnunar- og nýsköpunarbraut, fornám

Brautin er eins árs fornám fyrir nem­endur með námslok á 3. þrepi, stúd­ents­próf eða sam­bæri­legt. Námið byggir á vinnu með sjónræna þætti og aðferðir sem byggja á hönn­un­ar­ferli í lausna­leit.

Fornámið er fullt dagnám í tvær annir og ekki er gert ráð fyrir að námið taki lengri tíma.

Inn­töku­skilyrði: Til að hefja nám á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut for­námi þarf að hafa lokið stúd­ents­prófi, námi á 3. þrepi eða sam­bæri­legu námi. Námið fer ekki af stað nema lág­marks­fjöldi nýrra umsókna náist.

Sjá námsskipulag og nánar um sameiginlega áfanga hönnunar- og nýsköpunarbraut – stúdentsleið.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í fornámi hönnunar- og nýsköpunarbrautar þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.

Að loknu námi

Að námi loknu ættir þú að vera með góðan undirbúning fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu.
Nemendur útbúa ferilmöppu og hafa möguleika á að sækja um listaháskóla hér heima og erlendis í arkitektúr, hönnun og ýmsum öðrum skapandi greinum.

Námsskipulag brautar

Verkefni nemenda

Erasmus+ styrkur veitir góð tækifæri

Námsdvöl í hönnunarskóla í Danmörku

Hönnun, smíði og teikning

Hönnun, smíði og teikning

Hönnun og nýsköpun á vorsýningu

Fjölbreytt verkefni á vorsýningu

Umsagnir

Mjög ánægð með námið

„Ég ákvað að fara í þetta nám eftir stúdentspróf úr Versló, því ég setti stefnuna á arkitektúr og þess vegna var fornámið á hönnunar- og nýsköpunarbraut góður grunnur fyrir háskólanám hér á Íslandi og erlendis“, segir Sól Elíasdóttir.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Er hægt að hefja nám bæði á haustin og vorin?

Nei, eingöngu er hægt að byrja á haustin.

Er fornámið kennt í dagskóla?

Já, námið er fullt dagskólanám í eitt ár eða tvær annir, haust- og vorönn.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á hönnunar- og nýsköpunarbraut fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Er hægt að vera í hluta af náminu?

Nei, eingöngu er hægt að vera í fullu námi.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!