fbpx
Menu

Annarlok – upplýsingar um síðasta kennsludag hjá kennara og í Innu

Síðasti starfs­dagur sam­kvæmt námsáætlun og stunda­skrám er birtur í skóladagatali en kennslulok geta verið mis­mun­andi eftir áfanga. Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga eru á Innu.

Á náms­mats­dögum fer það eftir skipu­lagi áfanga hvort nem­endur þurfa að mæta í próf/endurtökupróf/vinna í verk­efnum eða skila síðustu verk­efn­unum en hver nem­andi fær upp­lýs­ingar um það hjá sínum kennara.

 

Próf og verkefni – upplýsingar í Innu

Kenn­arar setja próf og verk­efni í Innu þannig að nem­endur sjá nákvæm­lega hvenær á að skila öllum verk­efnum og taka öll próf (dag­setn­ingar og tíma­setn­ingar). Nem­endur eru hvattir til að yfir­fara þetta vand­lega í öllum áföngum og vera í sam­bandi við kennara ef þeir hafa spurn­ingar eða athuga­semdir.

 

Lokaeinkunnir, námsmat og endurgjöf

Loka­ein­kunnir verða birtar í Innu þann 16. desember. Nem­endur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir ein­kunnir. Kennara verða til viðtals í sínum deildum kl. 10:00-12:00.

 

Upptökupróf fyrir útskriftarefni

Nemandi á útskriftarönn sem getur ekki útskrifast vegna falls í einum eða tveimur áföngum getur fengið heimild til að taka upptökupróf í áfanganum eða áföngunum ef hægt er að koma því við í samráði við viðkomandi skólastjóra og ef upptökupróf er framkvæmanlegt vegna umfangs áfangans. Ef áfanginn er verklegur er ekki framkvæmanlegt að taka upptökupróf. Nemandi skráir sig í upptökupróf á skrifstofu og greiðir þar skráningargjald í síðasta lagi á lokanámsmatsdegi. Einkunn fyrir úrlausn í upptökuprófi gildir sem lokaeinkunn í áfanganum. Upptökupróf verða haldin 17. desember kl. 10:00.

Sjá gjaldskrá fyrir upptökupróf fyrir útskriftarefni.

 

Brautskráning Tækniskólans

Braut­skráning skólans verður þann  18. desember í Eldborgarsal Hörpu.

 

Skóladagatal

Mik­il­vægar dag­setn­ingar eru í skóladagatali, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.

 

 

 

 

Uppfært 25. október 2024
Áfangastjórn