Menu

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

 

Ferlið í vinnustaðanámiVinnustaðanám er hluti af námi nemenda í iðngreinum sem lýkur með sveinsprófi.

Nemendur sækja vinnustaðanám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Nemendur geta haft áhrif á hvar þeir fara í vinnustaðanám en verða að sækja um hjá meist­urum​​​, fyr­ir­tækjum eða ​​​​stofn­unum sem hafa leyfi til þess að taka við nema. Meistarar, fyrirtæki og stofnanir sem hafa leyfi til þess eru skráð í birtingaskrá ferilbókar.

Nem­endur skipu­leggja námið í í samráði við vinnustað og í sam­ræmi við reglur náms­brautar, t.d. hvenær þeir fara í vinnustaðanám.

Þegar fyrirtæki hefur samþykkt að taka við nemanda í vinnustaðanám, sækir hann um námssamning og stofnar ferilbók hér. Hér er hægt að sjá inni­hald ferilbóka sem hafa verið gefnar út.

Meðan á vinnustaðanámi/námssamningi stendur eru nemendur skráðir í skólann, að því gefnu að þeir sýni virkni í ferilbók. Vinnustaðanám er hluti af náms­ferli nem­enda sem gefur ein­ingar í sam­ræmi við viðkom­andi náms­braut. Að vinnustaðanámi loknu hafa nemendur því for­gang í ein­staka áfanga á sinni náms­braut.

Skólinn veitir nem­endum aðstoð, ef á þarf að halda, við að sækja um vinnustaðanám.

Verk­efna­stjóri vinnustaðanáms er Sigurjóna Jónsdóttir.