fbpx
Menu

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sér Tækni­skólinn um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hefur umsjón með sínum nem­endum meðan á vinnustaðnáminu stendur.

Hæfni­kröfur sem nem­andi upp­fyllir ræður tíma­lengd vinnustaðanáms. Til­sjón­armaður á vinnustað metur hæfni nem­anda sam­kvæmt hæfni­kröfum starfsins og hæfniþáttum í raf­rænni fer­ilbók. Umsjónaraðili skóla staðfestir hæfnina í lokin. Vinnu­staða­nám getur þó aldrei orðið lengra en upp­gefin tíma­mörk í náms­brauta­lýs­ingum viðkom­andi greinar. Vinnustaðanámi telst lokið þegar hæfni nem­anda er náð sam­kvæmt fer­ilbók.

Hér má sjá kennslumyndband fyrir til­sjónaraðila og leiðbeiningar frá Mennta­mála­stofnun.


Grunn­reglan er áfram sú að nem­endur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram er reiknað með að nem­endur sæki um vinnustaðanám hjá meist­urum/​fyr­ir­tækjum/​stofn­unum sem mega taka nema. Þannig getur neminn sjálfur haft áhrif á það hvar hann tekur vinnustaðanámið. Slíkt er kallað samningsleið.

Skólinn veitir nem­endum aðstoð, ef á þarf að halda, við að sækja um vinnustaðanám þegar það er tíma­bært. Birt­inga­skrá er listi yfir fyr­ir­tæki sem mega taka nema á samning https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir


Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar, frá hausti 2021 vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.


Verk­efna­stjóri vinnustaðanáms er Sigurjóna Jónsdóttir