Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Sjá nánari upplýsingar um samnings- eða skólaleið.
Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Hér má sjá kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila og leiðbeiningar frá Menntamálastofnun.
Nemendur Tækniskólans sem óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef. Sjá yfirlit yfir innritunarbrautir hér á síðunni.
Nemendur sem voru innritaðir í skóla og byrjaðir í vinnustaðanámi áður en núgildandi reglugerð nr. 180/2021 tók gildi þann 1. ágúst sl. án þess að fyrir lægi námssamningur geta óskað eftir að ljúka námi skv. eldra fyrirkomulagi.