Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sér Tækniskólinn um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hefur umsjón með sínum nemendum meðan á vinnustaðnáminu stendur.
Hæfnikröfur sem nemandi uppfyllir ræður tímalengd vinnustaðanáms. Tilsjónarmaður á vinnustað metur hæfni nemanda samkvæmt hæfnikröfum starfsins og hæfniþáttum í rafrænni ferilbók. Umsjónaraðili skóla staðfestir hæfnina í lokin. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en uppgefin tímamörk í námsbrautalýsingum viðkomandi greinar. Vinnustaðanámi telst lokið þegar hæfni nemanda er náð samkvæmt ferilbók.
Hér má sjá kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila og leiðbeiningar frá Menntamálastofnun.
Grunnreglan er áfram sú að nemendur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram er reiknað með að nemendur sæki um vinnustaðanám hjá meisturum/fyrirtækjum/stofnunum sem mega taka nema. Þannig getur neminn sjálfur haft áhrif á það hvar hann tekur vinnustaðanámið. Slíkt er kallað samningsleið.
Skólinn veitir nemendum aðstoð, ef á þarf að halda, við að sækja um vinnustaðanám þegar það er tímabært. Birtingaskrá er listi yfir fyrirtæki sem mega taka nema á samning https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir
Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar, frá hausti 2021 vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Verkefnastjóri vinnustaðanáms er Sigurjóna Jónsdóttir