Vinnustaðanám er hluti af námi nemenda í iðngreinum sem lýkur með sveinsprófi.
Nemendur sækja vinnustaðanám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Nemendur geta haft áhrif á hvar þeir fara í vinnustaðanám en verða að sækja um hjá meisturum, fyrirtækjum eða stofnunum sem hafa leyfi til þess að taka við nema. Meistarar, fyrirtæki og stofnanir sem hafa leyfi til þess eru skráð í birtingaskrá ferilbókar.
Nemendur skipuleggja námið í í samráði við vinnustað og í samræmi við reglur námsbrautar, t.d. hvenær þeir fara í vinnustaðanám.
Þegar fyrirtæki hefur samþykkt að taka við nemanda í vinnustaðanám, sækir hann um námssamning og stofnar ferilbók hér. Hér er hægt að sjá innihald ferilbóka sem hafa verið gefnar út.
Meðan á vinnustaðanámi/námssamningi stendur eru nemendur skráðir í skólann, að því gefnu að þeir sýni virkni í ferilbók. Vinnustaðanám er hluti af námsferli nemenda sem gefur einingar í samræmi við viðkomandi námsbraut. Að vinnustaðanámi loknu hafa nemendur því forgang í einstaka áfanga á sinni námsbraut.
Skólinn veitir nemendum aðstoð, ef á þarf að halda, við að sækja um vinnustaðanám.
Verkefnastjóri vinnustaðanáms er Sigurjóna Jónsdóttir.