Menu

Námsbraut

Flugvirkjanám

Flugvirkjanám samkvæmt EASA Part 66, B 1-1 Fullt réttindanám.

Langar þig í nám sem býður mikla möguleika?
Starfsmöguleikar hérlendis og erlendis.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 4 annir

Innsýn í námið

Flugskóli Íslands hefur útskrifað nemendur í flugvirkjun sem starfa m.a. hjá Wow Air, Icelandair, Landhelgisgæslunni og Air Atlanta.
Atvinnumöguleikar í stéttinni hafa aldrei verið betri og mikil endurmenntun er í stéttinni og alltaf eitthvað nýtt að tileinka sér.

Bóklegt nám í flugvirkjun er 18 mánaða staðnám og hefst kennsla á haustin. Aðeins eru teknir inn 25 nemendur á ári.

Námið er allt kennt hér á landi í bekkjakerfi og skipt upp í 3 hluta.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Námið er kennt í samstarfi við Lufthansa og er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveinsprófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum.

Flugskóli Íslands er í samvinnu við Resource Group, Aviation Technical Training division (LRTT Ltd.) um réttindanám til flugvirkjaréttinda með túrbínuréttindi B1.1 réttindi, sem haldið í samræmi við kröfur EASA Part 66.

Inntökuskilyrði

Þú þarft að vera orðin/n 18 ára og hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti. Þú þarft að vera með góða kunnáttu í ensku, bæði rit- og talmáli og eins í stærðfræði og eðlisfræði.

Þá þarftu að hafa hreint sakavottorð, vegna bakgrunnskoðunarákvæðis reglugerðar um aðgengi að flugvöllum.

 

Sækja skal IFA eyðublað og fylla það út og senda umsóknina á petur@flugskoli.is eða prenta eyðublaðið út og koma með/senda Flugskólanum Flatahrauni 12 í Hafnarfirði

Skipulag námsins

Námið hefst 3. september 2018.

Úrvinnsla umsókna fer fram eftir að umsóknarfresti er lokið sem er í lok maí.

Sækja skal IFA eyðublað og fylla það út og senda umsóknina á petur@flugskoli.is eða prenta eyðublaðið út og koma með/senda Flugskólanum Flatahrauni 12 í Hafnarfirði

Kennt er alla virka daga frá 08:00 – 17:00 í staðbundnu námi.  Kennt verður í 3 fösum.
     Fasi 1 – Bóklegt nám – sept. 2018 –  lok maí 2019.
     Fasi 2 – Verklegt nám – sept. 2019 – jan. 2020.
     Fasi 3 – Verkstæðisnám – mars – desember 2020.

Námið er fullt 2400 klst. nám sem veitir nemanda að því loknu heimild til að komast í starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi ( NB. Ekki innifalið í námskeiði ).

Öll kennsla fer fram á Íslandi en á ensku. Fullbúin aðstaða er til verk- og bóklegrar kennslu  í Reykjavík. Þá fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.

Nám þetta er alfarið fjármagnað af námsgjöldum, en námið er lánshæft hjá LÍN – Lánasjóð íslenskra námsmanna, samkvæmt þeirra úthlutunarreglum.

Alltaf skal greiða námskeiðsgjald fyrir upphaf námsannar.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Margrét Snorradóttir lilja@flugskoli.is.

Innifalið í námsgjöldum eru öll kennsla, efni og kennslugögn.

Sjá verðskrá Flugskólans

FAQ

Spurt og svarað

Hvenær hefst námið?

Námið hefst næst 3. september 2018

Hvenær lokar fyrir umsóknir?

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2018 – framlengdur til lok maí.

Hvernig sæki ég um námið?

Sækja skal IFA, fylla  út og senda svo umsókn á petur@flugskoli.is eða prenta út og koma með/​senda Flug­skól­anum Flata­hrauni 12 í Hafnarfirði.

Hvernig get ég fjármagnað námið?

Nám þetta er alfarið fjármagnað af námsgjöldum, en námið er lánshæft hjá LÍN – Lánasjóð íslenskra námsmanna, samkvæmt þeirra úthlutunarreglum.

Alltaf skal greiða námskeiðsgjald fyrir upphaf námsannar.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Margrét Snorradóttir lilja@flugskoli.is.

Hvar fer námið fram?

Allt námið er kennt hérlendis og fer kennsla fram á ensku.

Fullbúin aðstaða er til verklegrar og bóklegrar kennslu  í Reykjavík.

Einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir námið?

Til þess að auðvelda byrjunina í náminu verður í boði flugenskunámskeið fyrir þá sem þurfa upprifjun og þjálfun í ensku. eðlisfræði og stærðfræði.

Námskeiðið  verður kennt  í staðnámi  (auglýst síðar).

Vitið þið um áhugaverða tengla á efni fyrir flugvirkja

Flugvirkjafélag Íslands, stofnað 1947 -Union of Icelandic Aircraft Maintenance Technicians

Tilgangur félagsins er að vernda hagsmuni íslenskra flugvirkja, að efla góða samvinnu þeirra og vinna að bættum kjörum þeirra, réttindum og vinnuskilyrðum, að stuðla að ráðningu atvinnulausra félaga, að stuðla að framförum í flugvirkjun og tryggja að flugvirkjar kunni sem best sitt starf og hafi sem víðtækasta þekkingu á öllu sem að flugvirkjun lýtur. Heimasíðu má skoða hér

Regluverk og framfylgjendur:

http://www.caa.is/Forsida/

http://www.caa.is/Einstaklingar/Namiflugveltaekni/

http://www.caa.is/Einstaklingar/Namiflugveltaekni/Part66/

http://www.easa.eu.int/regulations/regulation-EC-2042-2003.php

http://www.icao.int/Pages/default.aspx

http://www.aaib.gov.uk/home/index.cfm

http://www.rnf.is/

http://www.easa.eu.int/approvals-and-standardisation/safety-assessment-of-foreign-aircraft-SAFA.php

USA:

http://www.faa.gov/

http://www.ntsb.gov/default.htm

http://www.faasafety.gov/

Flugvirkja fræðsluefni:

http://www.luizmonteiro.com/Index.aspx

http://www.biggles-software.com/index.htm

http://aircrafticing.grc.nasa.gov/courses_ground.html#

http://www.aopa.org/asf/publications/advisors.html

http://www.mymxlog.com/

http://www.smartcockpit.com/

http://helitavia.com/index.html

http://www.falstad.com/circuit/e-index.html

http://club66pro.com/index.php

Íslenskar viðhaldsstöðvar:

https://www.tskoli.is/flugskoli-islands/

http://www.atlanta.is/

http://www.icelandair.is/

http://arcticm.is/

http://www.flugfelag.is/

http://www.lhg.is/

http://sotech.is/

http://www.bluebirdcargo.com/

http://www.ernir.is/

http://www.atf.is/

http://aerologic.lu/

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!