fbpx
Menu

Námsbraut

Véltækni – dreifnám

Viltu taka nokkra áfanga með vinnunni til byrja í námi eða til að klára starfsréttindi? Þá er dreifnám (nám með vinnu) eitthvað fyrir þig.

Námsbrautir Véltækniskólans í vélstjórn, vélvirkjun, rennismíði og stálsmíði eru í boði að hluta í dreifnámi.

Kennsluform: Nám með vinnu

Innsýn í námið

Dreifnám – nám með vinnu eða dagskóla

Nám með vinnu, dreifnám, er nám utan dagskóla sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Áfangi getur verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundnum lotum – ath. skyldumæting getur verið í staðlotur.

Í dreifnámi eru í boði bæði fagáfangar og almennir áfangar af námsbrautum Véltækniskólans. Einungis námsbraut til A-réttinda vélstjórnar er að öllu leyti í boði í dreifnámi, á öðrum brautum eru ýmsir byrjunaráfangar í fag- og almennu námi í boði. Almenna námið á skipstjórnarbrautum (raungreinar, íslensku og mest af tungumálum) má annað hvort taka í Tækniskólanum eða í öðrum skólum og fá metið.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Um skilyrði til innritunar á námsbrautir vélstjórnar-, málm- og véltæknináms gilda almenn ákvæði gildandi reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Þó gilda þau ákvæði ekki fyrir umsækjendur um vélstjórnarnám A (<750 kW aðalvél), einungis að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri við innritun.

Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði í nám til vélstjórnarréttinda á skip sem eru undir 750 kW aðalvél og styttri en 12 metrar að skráningarlengd (sjá um vélavörð).

Ekki er gerð krafa um að nemandi hafi lokið lægra námsstigi vélstjórnar til þess að öðlast rétt til að hefja nám á næsta námsstigi að teknu tilliti til reglna um undanfara og hliðfara í námi.

Að loknu námi

Vélstjórar og vélfræðingar starfa m.a. á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Vélstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum. Hægt er að ná sér í stighækkandi réttindi eftir því sem líður á námið.

Námi í rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun lýkur með sveins­prófi sem veitir rétt til starfa í iðngrein­inni og til inn­göngu í nám til iðnmeist­ara­prófs.

Skipulag náms

DREIFNÁM

Í staðlotum er verklegur hluti námsins kenndur og um leið fer gjarnan fram námsmat þannig að þá er skyldumæting. Upplýsingar um tímasetningar á staðlotum eru aðgengilegar á meðan opið er fyrir umsóknir í dreifnám.

Stundatöflur:

Tímatafla/skipulag staðlota og námskeiða vor 2019 (með fyrirvara um breytingar)

Tímatafla / skipulag á staðlotum haustið 2019 (með fyrirvara um breytingar).

Bóklegur hluti námsins fer fram á kennsluvef skólans (INNU) en verklegur hluti þess í staðbundnum námslotum (staðlotum).

Á kennsluvef koma fram námsáætlanir og er lesefnið í mörgum tilvikum aðgengilegt eða tilvísun til þess (bóka og rafbóka), fyrirlestrar eru gjarnan birtir og kennslumyndskeið eru í mörgum tilvikum notuð.

Lögð eru fyrir verkefni og próf sem jafnframt er skilað á sama stað og allar einkunnir og upplýsingar til nemenda koma fram á kennsluvefnum.

Í staðlotum er verklegur hluti námsins kenndur og um leið fer gjarnan fram námsmat þannig að skyldumæting er í þær. Upplýsingar um tímasetningar á staðlotum eru aðgengilegar á meðan opið er fyrir umsóknir í dreifnám.

Mikilvægt er fyrir nemendur, sem vinna þannig vinnu með námi að þeir komast ekki í staðlotur hvenær sem er, að kynna sér vel dagsetningar þeirra og velja áfangahópa sem hafa staðlotur á þeim dögum sem þeir komast frá.

Kennsla í staðlotum fer fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi.

Námsmat er fjölbreytt og er stöðugt verið að leggja mat á þekkingu nemandans á meðan á námi stendur með verkefnum og prófum. Prófin má í mörgum tilvikum taka utan skóla en einnig getur verið nauðsynlegt að mæta á viðurkenndan prófstað. Nánari leiðbeiningar um framkvæmd námsmats má finna hér.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með skiladagsetningum verkefna og prófa og gera ráðstafanir tímanlega varðandi próftöku.

Opið er fyrir umsóknir í dreifnám seinnpart sérhverrar annar og er þá sótt um nám fyrir næstu önn á eftir. Auglýst er hér á vef skólans hvenær opnað er fyrir umsóknir.

Ef umsóknir um áfanga eru margar þá eru leyfðar yfirbókanir. Unnið er úr umsóknum eftir þeirri reglu að fyrstur kemur – fyrstur fær, að teknu tilliti til reglna um forkröfur.

Athugið að þó að áfangi sé í umsóknarkerfinu þýðir það ekki endilega að áfangi verði kenndur, fjöldi innritana í einstaka áfanga ræður því hvort þeir fari af stað og verða umsækjendur upplýstir um það í lok innritunartímabilsins.

Sjá nánari leiðbeiningar fyrir umsóknarvefinn.

Umsagnir

Skoða skólalífið

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi árið 2018

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið.
Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það sé fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni.
Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!