fbpx
Menu

Tækniskólinn

Byrjaðu hjá okkur og breyttum heiminum – er slagorð Tækniskólans. Slagorðið vísar í þá fjölbreyttu þekkingu sem nemendur skólans eiga tækifæri á að rækta hjá okkur og hvernig nota má þá þekkingu til góðs.

Hlut­verk Tækni­skólans, skóla atvinnu­lífsins, er að stuðla að alhliða þroska nem­enda, búa þau undir störf í atvinnu­lífinu og frekara nám. Hvort sem nemendur læra að smíða hús eða vefsíður, hvort sem nemendur ljúka stúdentsprófi, iðnnámi eða bæði. Þá er markmiðið að veita nem­endum menntun sem er sam­tímis sniðin að þörfum nem­enda og atvinnu­lífs. Við viljum auðga líf ein­stak­ling­a og efla sam­fé­lagið. Öll eru velkomin í skólann og Tækni­skólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans.

 

Alúð
Við sýnum hvert öðru góða fram­komu, vin­semd og virðingu. Starfs­fólk og nem­endur sinna verk­efnum af natni og fag­mennsku. Nem­endur læra vinnu­brögð sem stuðla að öryggi, gæðum og skil­virkni.

Framsækni
Tækni­skólinn er fram­sækinn í kennslu­háttum og þróun náms­greina. Við fylgj­umst með nýj­ungum og temjum okkur lausnamiðuð vinnu­brögð. Nýsköpun og útsjón­ar­semi skal vera í fyr­ir­rúmi. Nem­endur til­einka sér skap­andi hugsun og fagleg vinnu­brögð.

Fjölbreytileiki
Tækni­skólinn er skóli marg­breyti­leika með fjöl­breyttum námsleiðum og grósku­sömu félags­lífi. Við berum virðingu fyrir mis­mun­andi menn­ingu og upp­runa, þvert á kyn og stöðu ein­stak­linga. Við sýnum skilning og leggjum okkur fram við að efla og þroska nem­endur sem best við getum.

 

Við bjóðum þér að byrja í Tækniskólanum og breyta heiminum!

Background text

Tækniskólinn

Staðsetning

Kennsla í Tækni­skól­anum fer fram á nokkrum stöðum á höfuðborg­arsvæðinu.

Fjöldi nemenda

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins með um 2500 nemendur í dagskóla og dreifnámi.

Er bekkjakerfi eða áfangakerfi?

Áfangakerfi er algengasta kennslufyrirkomulagið í Tækniskólanum en sumar námsbrautir bjóða þó upp á bekkjakerfi.

Námsbrautir

Hér má sjá allar námsbrautir í boði.

Innritun

Hér má sjá nánari upplýsingar um innritun í Tækniskólann.

Innritunargjald

Hægt er að sjá upplýsingar um innritunargjald í gjaldskrá skólans.

Námsmat

Skólinn beitir fjöl­breyttu náms­mati til að gefa sem skýr­asta mynd af þekk­ingu nem­andans.

Má sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir?

Ef nem­endi stundar skipulagða hreyf­ingu utan skóla getur hann sótt um íþrótta­samning og sleppt verklegum íþróttum ef hann uppfyllir ákveðin skilyrði.

Hvað er 42 framtíðarstofa?

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Background text

Þjónusta

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar skólans styðja nemendur og liðsinna í málum sem snerta nám, skóla­vist, fram­haldsnám og starfsval.

Sálfræðingur

Skólinn býður nem­endum upp á gjald­frjálsa sálfræðiþjón­ustu.

Hjúkrunarfræðingur

Nem­endum Tækni­skólans býðst gjaldfrjáls þjón­usta hjúkr­un­arfræðings.

Aukatímar

Á hverri önn eru í boði auka­tímar og aðstoð innan margra brauta.

Background text

Félagslíf

NST

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans er í dag­legu tali kallað NST. NST heldur utan um félags­starf og hags­munamál nem­enda.

Klúbbar

Hér má sjá nánari upplýsinga um klúbba og félög NST.

Afslættir NST

Nemendum Tækniskólans býðst afsláttur á ýmsum stöðum gegn framvísun nemendaskírteinis.

Félagsmálafulltrúi

Félagsmálafulltrúi er nem­endum skólans innan handar og aðstoðar NTS, öll félög og nefndir við skipu­lagn­ingu viðburða fyrir nem­endur skólans.

NST á samfélagsmiðlum

NST heldur úti eigin vefsíðu og má finna á InstagramDiscord og Facebook.

Background text

Kynningarefni

Samfélagsmiðlar Tækniskólans

Tækniskólinn er virkur á sam­fé­lagsmiðlum og hvetjum við ykkur til þess að kíkja Facebook, Instagram og TikTok skólans.

Youtube

Tækniskólinn er á youtube og þar má m.a. finna fjölbreytt kynningarmyndbönd um skólann.

Heimsóknir

Tækni­skólinn tekur vel á móti nem­endum úr grunn­skóla ef þeir hafa áhuga á að kíkja í heimsókn, skoða skólann, fá innsýn í skóla­starfið og kynna sér námið sem þar er í boði.