Byrjaðu hjá okkur og breyttum heiminum – er slagorð Tækniskólans. Slagorðið vísar í þá fjölbreyttu þekkingu sem nemendur skólans eiga tækifæri á að rækta hjá okkur og hvernig nota má þá þekkingu til góðs.
Hlutverk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, er að stuðla að alhliða þroska nemenda, búa þau undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Hvort sem nemendur læra að smíða hús eða vefsíður, hvort sem nemendur ljúka stúdentsprófi, iðnnámi eða bæði. Þá er markmiðið að veita nemendum menntun sem er samtímis sniðin að þörfum nemenda og atvinnulífs. Við viljum auðga líf einstaklinga og efla samfélagið. Öll eru velkomin í skólann og Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans.
Alúð
Við sýnum hvert öðru góða framkomu, vinsemd og virðingu. Starfsfólk og nemendur sinna verkefnum af natni og fagmennsku. Nemendur læra vinnubrögð sem stuðla að öryggi, gæðum og skilvirkni.
Framsækni
Tækniskólinn er framsækinn í kennsluháttum og þróun námsgreina. Við fylgjumst með nýjungum og temjum okkur lausnamiðuð vinnubrögð. Nýsköpun og útsjónarsemi skal vera í fyrirrúmi. Nemendur tileinka sér skapandi hugsun og fagleg vinnubrögð.
Fjölbreytileiki
Tækniskólinn er skóli margbreytileika með fjölbreyttum námsleiðum og gróskusömu félagslífi. Við berum virðingu fyrir mismunandi menningu og uppruna, þvert á kyn og stöðu einstaklinga. Við sýnum skilning og leggjum okkur fram við að efla og þroska nemendur sem best við getum.
Við bjóðum þér að byrja í Tækniskólanum og breyta heiminum!
Kennsla í Tækniskólanum fer fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins með um 2500 nemendur í dagskóla og dreifnámi.
Áfangakerfi er algengasta kennslufyrirkomulagið í Tækniskólanum en sumar námsbrautir bjóða þó upp á bekkjakerfi.
Hér má sjá allar námsbrautir í boði.
Hér má sjá nánari upplýsingar um innritun í Tækniskólann.
Hægt er að sjá upplýsingar um innritunargjald í gjaldskrá skólans.
Skólinn beitir fjölbreyttu námsmati til að gefa sem skýrasta mynd af þekkingu nemandans.
Ef nemendi stundar skipulagða hreyfingu utan skóla getur hann sótt um íþróttasamning og sleppt verklegum íþróttum ef hann uppfyllir ákveðin skilyrði.
Framtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Náms- og starfsráðgjafar skólans styðja nemendur og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.
Skólinn býður nemendum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu.
Nemendum Tækniskólans býðst gjaldfrjáls þjónusta hjúkrunarfræðings.
Á hverri önn eru í boði aukatímar og aðstoð innan margra brauta.
Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST heldur utan um félagsstarf og hagsmunamál nemenda.
Hér má sjá nánari upplýsinga um klúbba og félög NST.
Nemendum Tækniskólans býðst afsláttur á ýmsum stöðum gegn framvísun nemendaskírteinis.
Félagsmálafulltrúi er nemendum skólans innan handar og aðstoðar NTS, öll félög og nefndir við skipulagningu viðburða fyrir nemendur skólans.
Tækniskólinn er á youtube og þar má m.a. finna fjölbreytt kynningarmyndbönd um skólann.
Tækniskólinn tekur vel á móti nemendum úr grunnskóla ef þeir hafa áhuga á að kíkja í heimsókn, skoða skólann, fá innsýn í skólastarfið og kynna sér námið sem þar er í boði.