fbpx
Menu

Innsýn í námið

Viltu miðla upplýsingum?

Í náminu lærir þú um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, ljósvaka-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu.

Brautin tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við framsetningu upplýsinga og miðlun þeirra.

Að grunnnámi loknu, sem er þrjár annir, getur þú valið á milli fjögurra sérsviða, þau eru: grafísk miðlun, bókband, prentun og ljósmyndun, allt löggiltar iðngreinar.

Brautarlýsing

GUF20 Grunnbraut í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum

Grunnbraut í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum (GUF20) er fjölbreytt og starfssviðið margþætt. Sameiginlegt grunnnám á að veita öllum nemendum almenna þekkingu og innsýn í grundvallaratriði sérsviðanna fjögurra, bókbands, grafískrar miðlunar, ljósmyndunar og prentunar. Sérnámið leiðir til sérhæfingar í hverri grein. Skipulag grunnbrautar er ætlað til að auka fjölhæfni nemenda þegar út í atvinnulífið er komið og auðvelda þeim að aðlagast breytingum á vinnumarkaði jafnframt því að efla samvinnu milli ólíkra faghópa og starfsstétta.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

 

Að loknu námi

Að grunnnámi loknu er hægt að velja milli fjögurra sérsviða, sem allt eru löggiltar iðngreinar:

  • grafísk miðlun
  • bókband
  • prentun
  • ljósmyndun

Að námi loknu í þessum sérgreinum getur þú tekið sveinspróf.

 

Umsagnir

Fór í grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina og síðan ljósmyndun.

María lærði ljósmyndun að loknu grunnnámi og er mjög ánægð með grunnnám upplýsinga- og fjölmiðagreina. „Það er góður grunnur fyrir allt nám og þá sérstaklega ljósmyndun þar sem ég er að fá sérhæfingu á mínu áhugasviði.“

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í viðburðum og  skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan fer fram í Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Spurningar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!