fbpx
en
Menu
en

Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta

Deild­ar­stjóri tölvu- og tækni­deildar er Ómar Aage Tryggvason.

Tæknimenn tölvuþjón­ustu geta aðstoðað nem­endur og starfs­fólk með það sem viðkemur tölvum og for­ritum.

 

Símanúmer

Skólavörðuholt – 514 9050

Háteigsvegur – 514 9051

Hafnarfjörður – 514 9052

 

Opnunartími

Alla virka daga frá kl. 08:00­ til 16:00.

 

Beiðni um aðstoð

Nemendur senda póst á [email protected] fyrir aðstoð.

Starfsmenn senda ábendingar í gegnum beiðnakerfið fyrir aðstoð.

Hægt er að hringja í síma 514 9050 ef um neyðartilvik er að ræða.

 

Tölvuaðgangur

Þegar þú skráir þig í fyrsta skipti á tölvu skólans mun hún biðja þig um að velja þér nýtt lykilorð.

Það lykilorð þarf að vera að lágmarki 8 stafa langt, einn hástaf, einn lágstaf og einn tölustafur. Það lykilorð gengur í allar tölvur skólans og því mikilvægt að muna það.

 

Endursetja gleymt lykilorð

Ef þú gleymir lykilorðinu þá er hægt að fara inn á lykilord.tskoli.is og skrá þar inn þitt persónulega netfang og þá færðu tímabundinn hlekk sem þú þarft að nota innan 15 mínútna.

 

Teams fjarkennsla

Fjarkennsla í Tækniskólanum mun fara fram á Microsoft Teams. Þú skráir þig inn í Teams með notendanafninu og lykilorðinu sem þú náðir í hér fyrir ofan og því er mikilvægt að muna það.

Á eftirfarandi síðu eru leiðbeiningar um hvernig á að nota Teams fyrir fjarkennslu.

Á síðunni eru stutt og hnitmiðuð kennslumyndbönd sem er auðvelt að renna yfir til að vera vel undirbúin fyrir fjarkennsluna.