Aðalbygging Tækniskólans er staðsett á Skólavörðuholti við hlið Hallgrímskirkju.
Í húsnæði skólans á Skólavörðuholti eru m.a. námsbrautirnar: húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, rafeindavirkjun, gull- og silfursmíði, málaraiðn, veggfóðrun- og dúklögn, tækniteiknun, hársnyrtiiðn, kjólasaumur, klæðskurður, íslenskubraut fyrir útlendinga, starfsbraut, náttúrufræðibrautir, K2 og hönnunar- og nýsköpunarbraut.
Heimilisfangið er Frakkarstígur 27, 101 Reykjavík.
Hér má sjá stofunúmer og kort af húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti. Þar má finna stofur S 101 til S 527.