Nám í byggingagreinum er sérnám sem leiðir til starfsréttinda og einnig er hægt að velja leiðir að háskólastigi. Sérnám í einstökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfstíma hjá meistara:
Hægt er að bæta við meistaranámi eða stúdentsprófi sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólastigi.
Tækniteiknun er hagnýtt nám þar sem nemendur læra á helstu forrit sem notuð eru til mannvirkjahönnunar.
Húsgagnabólstrun er fjölbreytt handverksnám sem snertir marga fleti byggingariðnaðarins.
Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Nemendur Tækniskólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Byggingatækniskólans.
Sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum eru haldin a.m.k. einu sinni á ári ef næg þátttaka næst.
Nám í byggingariðnaði er án vafa einn af bestu námskostunum. Sérnámið leiðir til starfsréttinda og hægt er að velja margar leiðir inn á háskólastigið.
Hægt er að ljúka námi af öllum brautum Byggingatækniskólans, nema tækniteiknun, með sveinsprófi sem eru starfsréttindi í greininni og réttur til að taka iðnmeistarapróf.
Vertu velkomin/nn í námið og til starfa í byggingariðnaði.
Þegar þú hefur lokið bóklega náminu á þeirri braut sem þú ert á og starfssamningi hjá meistara sækir þú um sveinspróf hjá Iðunni.
Hér má sjá upplýsingar um vinnustaðanám og ferilbók.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Hægt er að bæta við sig áföngum af náttúrufræðibraut til að klára stúdentspróf frá Byggingatækniskólanum. Nemandi þarf að skrá sig í viðbótarnám hjá skólastjóra sínum eða námsráðgjafa.
Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um u.þ.b. eina önn.