fbpx
en
Menu
en

Byggingatækniskólinn

Býður upp á fjölbreytt nám sem byggir á traustum grunni. Frá hugmynd að hönnun til teikningar og smíði. Val um margar námsleiðir. Undirbúningur fyrir framhaldsnám á háskólastigi eða sérnám sem líkur með starfsréttindum.

Byggingatækniskólinn

Innsýn í námið

Þar sem hlutirnir verða til

Nám í byggingagreinum er sérnám sem leiðir til starfsréttinda og einnig er hægt að velja leiðir að háskólastigi. Sérnám í einstökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfstíma hjá meistara:

  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Málun
  • Múraraiðn
  • Pípulagnir
  • Veggfóðrun og dúkalögn

Tækniteiknun er hagnýtt nám þar sem nemendur læra á helstu forrit sem notuð eru til mannvirkjahönnunar. Hægt er að bæta við meistaranámi eða stúdentsprófi sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólastigi.

Námsskipulag Byggingatækniskólans

Námsbrautir

Umsagnir

Húsgagnasmíði er kennd við Byggingatækniskólann

Verkefni Gunnars vöktu athygli á húsgagnasýningunni sem var opin almenningi í Tækniskólanum.

Námssamningur

Finna má eyðublöð tengd starfsþjálfun á vefsíðu IÐUNNAR:

Eyðublöðin eru á pdf sniði. Athugaðu  að vefskoðarar höndla PDF skjöl á vefnum á ólíkan hátt. Ekki er víst að hægt sé að fylla þau út í vefskoðara og senda beint.

Sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum eru haldin a.m.k. einu sinni á ári ef næg þátttaka næst.

Umsókn um töku sveinsprófs – pdf

Velkomin

Velkomin í Byggingatækniskólann

Gunnar Kjartansson

Iðnnám sem gott er að byggja á.

- Kveðja frá skólastjóra

Nám í byggingariðnaði er án vafa einn af bestu námskostunum. Sérnámið leiðir til starfsréttinda og hægt er að velja margar leiðir inn á háskólastigið.
Hægt er að ljúka námi af öllum brautum Byggingatækniskólans, nema tækniteiknun, með sveinsprófi sem eru starfsréttindi í greininni og réttur til að taka iðnmeistarapróf.

Vertu velkomin/nn í námið og til starfa í byggingariðnaði.

Gunnar Kjartansson

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig fæ ég sveinspróf?

Þegar þú hefur lokið bóklega náminu á þeirri braut sem þú ert á og starfssamningi hjá meistara sækir þú um sveinspróf hjá Iðunni.

Iðan – sveinspróf í byggingagreinum.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur veitir upplýsingar um starfssamninga. Þar geta nemendur og fyrirtæki miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama. Um tengsl við atvinnulífið.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er hægt að ljúka stúdentsprófi með náminu?

Hægt er að bæta við sig áföngum af náttúrufræðibraut til að klára stúdentspróf frá Byggingatækniskólanum. Nemandi þarf að skrá sig í viðbótarnám hjá skólastjóra sínum eða námsráðgjafa.

Ég er með stúdentspróf, fæ ég það metið og hvað er námið þá langt?

Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um u.þ.b. eina önn.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!