Menu

Námsbraut

Hljóðtækni

Hefurðu áhuga á tækni og hljóðvinnslu?
Hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upptökur, hljóðvinnslu og hljóðsetningu.

Innsýn í námið

Tækni við fjölmiðla

Nám í hljóðupptöku og vinnslu eins og best gerist á heimsvísu. Þú öðlast haldgóða þekkingu á upptökutækni, hljóðfræði og rafmagnsfræði sem tengist hljóði. Auk þess lærirðu að þekkja vel forsendur stafrænnar tækni og haldgóða tónfræði og að þekkja vel hegðun hljóðs og eðlisfræðilögmál þess.
Námið er hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upptökur, hljóðvinnslu og hljóðsetningu ásamt ýmsu sem kemur sér vel í þessari faggrein.

Nemendur ljúka náminu á einu ári – þremur önnum.  Námið er 90 einingar.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Nemendur sem klára þetta nám veljast í tæknistörf við hljóðvinnslu ljósvakamiðla. Það er t.d. hljóðupptökur og útsendingar útvarpsstöðva, sjónvarpsstöðva og blaðamiðla sem nýta sér vefvarp.
Einnig vinna í hljóðverum, við upptökur og eftirvinnslu, talsetningu, upptöku á hljómsveitum og ýmiskonar viðburðum til útgáfu eða beinna útsendinga.

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Einungis er innritað í þetta nám á vorönn (umsóknatímabil í nóvember).

Þú þarf að hafa lokið grunnskóla og tveggja anna framhaldsskólanámi, að lágmarki 60 einingum, þar af að lágmarki 10 einingum í ensku, 10 einingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.
Einnig er æskilegt að hafa stundað tónlistarnám eða hafa reynslu af tónlistarflutningi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Skólagjöld á önn í Hljóðtækni eru 200.000 kr.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

(tengill á skóaldagatal)

Hvar fer kennslan fram?

Öll kennsla fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.

Þarf ég að vera með fartölvu?

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skólasókn má finna hér (tengill á skólasókn og skólareglur)

Er nemendafélag?

Í Raftækniskólanum er starfandi nemendaráð sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er nemendaráð tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi nemendaráðs situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Nemendaráð skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda nemendafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST. (tengill á nst)
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Hvernig sæki ég um?

Umsókn fer fram á innritunarvef Innu.

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

ATH. Aðeins er opið fyrir umsóknir á vorönn( í nóvember ár hvert). Nemandi byrjar í náminu í janúar.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!