Hefurðu áhuga á tækni og hljóðvinnslu?
Hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upptökur, hljóðvinnslu og hljóðsetningu.
Kennt í náinni samvinnu við Stúdíó Sýrland og inni í starfandi stúdíói hjá þeim.
Innritað er og tekið inn í námið á vorönn ár hvert – innritun opnar 3. nóvember.
Nám í hljóðupptöku og vinnslu eins og best gerist á heimsvísu. Þú öðlast haldgóða þekkingu á upptökutækni, hljóðfræði og rafmagnsfræði sem tengist hljóði. Auk þess lærirðu að þekkja vel forsendur stafrænnar tækni og haldgóða tónfræði og að þekkja vel hegðun hljóðs og eðlisfræðilögmál þess.
Námið er hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upptökur, hljóðvinnslu og hljóðsetningu ásamt ýmsu sem kemur sér vel í þessari faggrein.
Kennsla fer m.a. fram í starfandi stúdíói hjá Stúdíó Sýrlandi.
Nemendur ljúka náminu á einu ári – þremur önnum. Námið er 90 einingar.
Þú þarf að hafa lokið grunnskóla og tveggja anna framhaldsskólanámi, að lágmarki 60 einingum, þar af að lágmarki 10 einingum í ensku, 10 einingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.
Einnig er æskilegt að hafa stundað tónlistarnám eða hafa reynslu af tónlistarflutningi.
Innritað er og tekið inn í námið á vorönn ár hvert. Innritunartímabil er í nóvember til desember.
Nemendur sem klára þetta nám veljast í tæknistörf við hljóðvinnslu ljósvakamiðla. Það er t.d. hljóðupptökur og útsendingar útvarpsstöðva, sjónvarpsstöðva og blaðamiðla sem nýta sér vefvarp.
Einnig vinna í hljóðverum, við upptökur og eftirvinnslu, talsetningu, upptöku á hljómsveitum og ýmiskonar viðburðum til útgáfu eða beinna útsendinga.
Sækja um hnappur er hér á síðunni – þegar opnar fyri innritun og umsókn fer í gegnum Innu innritunarvef.
ATH. Aðeins er opið fyrir umsóknir á vorönn( í nóvember ár hvert). Nemandi byrjar í náminu í janúar.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Kostnaður við bókakaup er u.þ.b. 55 þúsund krónur fyrir árið
Mikið er lagt upp úr notkun Pro Tools hljóðvinnsluforritsins. Nemendur eiga kost á að leigja eða kaupa ProTools hljóðvinnsluforritið. Leyfi fyrir 12 mánuði kostar tæpar 8€ á mánuði (vor 2018) en einnig er hægt að kaupa það á nálægt 45 þúsund krónur og er það þá með 50% afslætti til nemenda.
Gott er að hafa góð heyrnartól við tölvuna en verð á þeim er mjög breytilegt.
Nám í hljóðtækni hefst um miðjan janúar ár hvert. Upphaf hverrar annar er örlítið breytilegt en sumarönn byrjar að jafnaði rétt upp úr júníbyrjun og haustönnin um eða uppúr 10 september. Upplýsingar um nánari dagsetningar koma frá fagstjóra.
Kennsla fer fram að mestu í Stúdío Sýrlandi að Vatnagörðum 4 en einnig hjá Tóney í Síðumúla 8 í Reykjavík.
Nemendur í hljóðtækni þurfa að hafa fartölvu.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.