Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg. Allt frá því að leggja háspennulínur til þess að setja saman örmerki fyrir dýr. Í rafvirkjun læra nemendur um raflagnir, rafmótora, stýringar, reglugerðir og flest það sem lýtur að störfum rafvirkja.
Nemendur sem koma inn eftir haustönn 2020 taka rafvirkja námið með ferilbók. Það hefst með grunnnámi rafiðna sem er 4 annir en síðan tekur við rafvirkjabraut sem er 2 annir.
Að loknu grunnnámi rafiðna getur nemandi farið samningsleið sem felur í sér að hann getur hafið störf hjá meistara. Meistari og nemi votta hæfniþrep sem áskilin eru í ferilbókinni. Að lokinni útskrift og ferilbók öðlast neminn rétt á að þreyta sveinspróf.
Einnig er hægt að fara skólaleið en hún felur í sér að skólinn skaffar pláss hjá meistara. Sá er þó munurinn að sjái skólinn um plássið er nemandinn launalaus.
Ferilbókin gildir í hámark 48 vikur.
Meira um námiðMarkmið rafvirkjabrautar er að búa nemendur undir að geta starfað sjálfstætt við almenn störf rafvirkja. Að loknu námi eiga nemendur að þekkja og kunna að vinna með helsta tækjabúnaði sem notaður er af rafvirkjum, geta lagt rafmagn í byggingar, unnið við stýringar og rafvélar. Nemendur verða færir um að starfa við framleiðslu og dreifingu raforku. Rafvirki á hæfniþrepi 3 býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt, veita ráðgjöf, gera ítarlegar tíma- og kostnaðaráætlanir sem og skila sinni vinnu í samræmi við væntingar. Hann hefur djúpan skilning á þeim búnaði, verkferlum og fræðum sem snúa að hans vinnu. Hann getur viðað að sér aukinni þekkingu í samræmi við þau verkefni sem fyrir liggja með því að nýta sér miðla og upplýsingar sem snúa að faginu og notað hina auknu þekkingu við störf sín.
Inntökuskilyrði er grunnnám rafiðna. Þegar nemandinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í rafvirkjun.
Rafvirkjun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár með grunnnáminu, samtals sex annir í skóla og vinnustaðanám samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar að hámarki 48 vikur. Almennt er miðað við að nemendur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í lokaáföngum fagbrautar eða samhliða.
Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.
Prófskírteini af fagbraut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.
Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Hæ Jose heiti ég og ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara á íslenskubraut. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í samfélagið. Síðan ákvað ég að læra rafvirkjun, sem er frekar fjölbreytt og skemmtilegt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!
Algjörlega frábært nám sem ég mæli svo sannarlega með. Ég hef fullt af atvinnutækifærum og finnst frábært að geta unnið sjálfstætt.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.
Kennslan í Rafvirkjun fer fram á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.
Sótt er um rafrænt og sækja um hnappur er hér á síðunni.