fbpx
Menu

Námsbraut

Tölvubraut – stúdentspróf

Tölvubrautin er námsleið til stúdentsprófs á þremur árum.
Hún er fjölmennasta braut Tækniskólans og leiðandi í kennslu á sviði tölvunar- og kerfisfræði á framhaldsskólastigi.
Frá byrjun er lögð áhersla á að nemendur nái góðum tökum á tölvutækni á sem flestum sviðum.
Tölvubrautin undirbýr nemendur fyrir frekara nám á háskólastigi, svo sem á sviði tölvunar-, tækni- og verkfræði.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir

Innsýn í námið

Forritun, tölvuleikjagerð, kerfisstjórnun, vélmenni, vef- og viðmótsþróun.

Námið er verk­efnamiðað og nem­endur vinna að raun­veru­legum úrlausnum. Jafnframt undirbýr námið þá fyrir próftöku í alþjóðlegum vottunum í upplýsingatækni frá; Cisco, Linux Professional Institute, CompTIA og Microsoft.

Tölvubrautin er í samstarfi við alþjóðlega tæknifyrirtækið Cisco. Nem­endur eiga greiða leið í nám á háskóla­stigi og eru eft­ir­sóttir starfs­menn í atvinnu­lífinu.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á tölvubraut þá þarf að hafa lokið námi í gunnskóla með lágmarkseinkunn B í stærðfræði, íslensku og ensku.

Að loknu námi

Nemendur sem útskrifast af tölvubraut eiga greiða leið í nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.

Brautin býr nemendur sérstaklega undir nám í háskóla á sviði tölvunarfræði, vefþróun, tækni- og verkfræði.

Námsskipulag tölvubrautar 

Brautarlýsing

Verkefni nemenda

Tölvubraut
– vélmennaforritun

2. sætið í HM í vélmennaforritun

Nemendur á tölvubraut skólans voru í 2. sæti í HM í vélmennaforritun sem fram fór í Mexíkó. Flottir nemendur sem bera náminu á tölvubraut skólans gott vitni.

Tölvutækni
– tölvubraut

Fyrsta lið Tölvubrautar í FIRST Global

Nemendur á Tölvubraut skólans kepptu í First Global - HM í vélmennaforritun í fyrsta sinn árið 2017.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – Sjá má lista neðst á síðunni – þar eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Í Hafnarfirði Flatahrauni og í Vörðuskóla Skólavörðuholti.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!