fbpx
Menu

Innsýn í námið

Forritun, tölvuleikjagerð, kerfisstjórnun, vélmenni, vef- og viðmótsþróun.

Námið er verk­efnamiðað og nem­endur vinna að raun­veru­legum úrlausnum. Jafnframt undirbýr námið þá fyrir próftöku í alþjóðlegum vottunum í upplýsingatækni frá; Cisco, Linux Professional Institute, CompTIA og Microsoft.

Tölvubrautin er í samstarfi við alþjóðlega tæknifyrirtækið Cisco. Nem­endur eiga greiða leið í nám á háskóla­stigi og eru eft­ir­sóttir starfs­menn í atvinnu­lífinu.

Kennarar tölvubrautar hafa sett upp vefsíðu um námið og áfanga brautarinnar.

Skoða kynningarsíðu tölvubrautar

Brautarlýsing

TBR19 Tölvubraut

Tölvubrautin er skipulögð sem þriggja ára stúdentsbraut, 200 einingar. Nemendur sem ljúka tölvubrautinni hafa öðlast hagnýta menntun í tölvufræðum. Aðalmarkmið kennslu á tölvubraut er að búa nemendur undir nám í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, hátækniverkfræði (e. mechatronics), þjarkakerfi (e. robot systems), tölvuverkfræði, tæknifræði, vefþróun og/eða kerfisfræði á háskólastigi.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í ensku, stærðfræði og íslensku.

Æskilegt er að nemendur eigi fartölvu (yngri en tveggja ára og ekki spjaldtölvu eða Chromebook). Diskstærð þarf að vera að lágmarki 100GB og vinnsluminni að lágmarki 4GB.

Hægt er að fara í raunfærnimat og ef viðkomandi er orðinn 23 ára og hefur starfað í tölvugeiranum lengur en í þrjú ár, þá er mögulegt að athuga hvort þekking og færni fæst metin til eininga á brautinni.

Hægt er að skrá sig í raunfærnimat á vefsíðu Framvegis.

Að loknu námi

Nemendur sem útskrifast af tölvubraut eiga greiða leið í nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.

Brautin býr nemendur sérstaklega undir nám í háskóla á sviði tölvunarfræði, vefþróun, tækni- og verkfræði.

Námsskipulag – TBR19 (pdf)
Námsskipulag – TBR16 (pdf) eldri braut 

Verkefni nemenda

Tölvubraut
– vélmennaforritun

2. sætið í HM í vélmennaforritun

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Í Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!