fbpx
Menu

Samningsleið

Grunn­reglan er áfram sú að nem­endur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram er reiknað með að nem­endur sæki um námssamning hjá iðnmeistara/​fyr­ir­tæki/​stofnun sem hafa leyfi til að taka nema á samning. Þannig getur neminn sjálfur haft áhrif á það hvar hann tekur vinnustaðanámið.

Í samn­ingsleið er gerður samn­ingur milli skóla, nem­anda, og iðnmeistara/​​fyr­ir­tækis/​​stofn­unar um vinnu­staða­nám nem­andans sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar.

Samn­ing­urinn sem er raf­rænn er gerður og und­ir­ritaður í fer­ilbók.

 

Vinnustaðanám erlendis

Nem­endur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/​vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækni­skólinn sækir um náms- og þjálf­un­ar­styrki og er í sam­starfi við skóla, stofn­anir og fyr­ir­tæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Era­smus+.

Styrk­irnir eru fyrir ferðakostnaði, gist­ingu og uppi­haldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Frekari upp­lýs­ingar um alþjóðlegt sam­starf má finna hér.

 

Varaleið/skólaleið

Skólaleið er leið til vara ef ekki fæst vinnustaður sem tekur nem­anda að sér sam­kvæmt samn­ingsleið. Skilyrði fyrir skólaleið er að fullreynt hafi verið koma nem­anda á iðnmeist­ara­samning sam­kvæmt samn­ingsleið.

Í skólaleið er gerður samn­ingur milli skóla, og iðnmeistara/​​fyr­ir­tækis/​​stofn­unar um vinnustaðanám nem­and­ans. Í skóla­samn­ingnum er kveðið á um inntak og fyr­ir­komulag þess vinnustaðanáms sem skal fara fram.

Unnið er að frekari útfærslu skólaleiðar allra brauta og framþróun þeirrar vinnu mun ráðast af framboði nem­aplássa í hverju fagi og fjölda nem­enda skólaleiðar.

 

Spurt og svarað

Hér má sjá ýmis gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið.

 


 

Uppfært 17. janúar 2023