fbpx
Menu

Vinnustaðanám – almennar upplýsingar

Vinnustaðanám – almennar upplýsingar

Samningsleið

Grunn­reglan er áfram sú að nem­endur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram er reiknað með að nemendur sæki um vinnustaðanám hjá meisturum/fyrirtækjum/stofnunum sem mega taka nema. Þannig getur neminn sjálfur haft áhrif á það hvar hann tekur vinnustaðanámið

Í samn­ingsleið er gerður samn­ingur milli skóla, nem­anda, og iðnmeistara/​fyr­ir­tækis/​stofn­unar um vinnu­staða­nám nem­andans sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar.

Ekki er skilyrði að einn vinnustaður taki að sér alla þætti fer­il­bóka því geta tvö eða fleiri fyr­ir­tæki skipt með sér verkþáttum fer­il­bókar og er náms­samn­ingur und­ir­ritaður í sam­ræmi við það.

Samn­ing­urinn sem er raf­rænn er gerður og und­ir­ritaður í fer­ilbók.


Skólaleið – varaleið

Skólaleið er leið til vara ef ekki fæst vinnustaður sem tekur nem­anda að sér sam­kvæmt samn­ingsleið en skilyrði fyrir skólaleið er að fullreynt hafi verið koma nem­anda á iðnmeist­ara­samning sam­kvæmt samn­ingsleið.

Í skólaleið er gerður samn­ingur milli skóla, og iðnmeistara/​fyr­ir­tækis/​stofn­unar um vinnustaðanám nem­and­ans. Í skóla­samn­ingnum er kveðið á um inntak og fyr­ir­komulag þess vinnustaðanáms sem skal fara fram.

  • Skóla­samn­ingar milli fyr­ir­tækis og skóla geta verið mis­mun­andi.
  • Skólinn skipu­leggur nám nem­enda á ein­stökum vinnustöðum þar sem nem­andinn vinnur að þeim verk­þáttum sem samið er um.
  • Skólaleið byggir á sömu hæfni­kröfum fer­il­bókar og samn­ingsleið.

Unnið er að frekari útfærslu skólaleiðar allra brauta og framþróun þeirrar vinnu mun ráðast af framboði nemaplássa í hverju fagi og fjölda nemenda skólaleiðar.


Vinnustaðanám erlendis

Nemendur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækniskólinn sækir um náms- og þjálfunarstyrki og er í samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Erasmus+.

Styrkirnir eru fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú sótt um styrk og verkefnastjóri fyrir erlent samstarf veitir allar nánari upplýsingar.


Spurt og svarað

Spurt og svarað – efni er væntanlegt.

 


 

 

Uppfært 18. september 2022