Grunnreglan er áfram sú að nemendur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram er reiknað með að nemendur sæki um námssamning hjá iðnmeistara/fyrirtæki/stofnun sem hafa leyfi til að taka nema á samning. Þannig getur neminn sjálfur haft áhrif á það hvar hann tekur vinnustaðanámið.
Í samningsleið er gerður samningur milli skóla, nemanda, og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um vinnustaðanám nemandans samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar.
Samningurinn sem er rafrænn er gerður og undirritaður í ferilbók.
Nemendur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækniskólinn sækir um náms- og þjálfunarstyrki og er í samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Erasmus+.
Styrkirnir eru fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Frekari upplýsingar um alþjóðlegt samstarf má finna hér.
Skólaleið er leið til vara ef ekki fæst vinnustaður sem tekur nemanda að sér samkvæmt samningsleið. Skilyrði fyrir skólaleið er að fullreynt hafi verið koma nemanda á iðnmeistarasamning samkvæmt samningsleið.
Í skólaleið er gerður samningur milli skóla, og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um vinnustaðanám nemandans. Í skólasamningnum er kveðið á um inntak og fyrirkomulag þess vinnustaðanáms sem skal fara fram.
Unnið er að frekari útfærslu skólaleiðar allra brauta og framþróun þeirrar vinnu mun ráðast af framboði nemaplássa í hverju fagi og fjölda nemenda skólaleiðar.
Hér má sjá ýmis gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið.
Uppfært 17. janúar 2023