Tækniskólinn starfar samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2015 vottuðu gæðastjórnunarkerfi sem stuðlar að sífelldum umbótum á allri starfsemi skólans og að unnið sé eftir ferlum gæðakerfisins.
Gæða-og skjaladeild hefur umsjón með gæða- og skjalamálum skólans og hægt er að hafa samband við deildina í síma 514 9033 á skrifstofutíma.
Stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar og önnur gæðaskjöl eru birt í gæðahandbók skólans á innra vef skólans. Eins eru skjöl gæðahandbókar aðgengileg fyrir alla á ytri vef hér.
Stefna Tækniskólans í öryggismálum er að tryggja öllum nemendum og starfsmönnum skólans öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Markmið Tækniskólans er að vera slysalaus vinnustaður og að stuðla að aukinni öryggisvitund.