Í Tækniskólanum er virk gæðastjórnun sem tekur til allrar starfsemi skólans, tryggir þekkingu starfsmanna á innri ferlum skólans, stuðlar að sífelldum umbótum á allri starfsemi skólans og að unnið sé eftir ferlum gæðakerfisins.
Gæða-og skjaladeild hefur umsjón með gæða- og skjalamálum skólans og hægt er að hafa samband við deildina í síma 514 9033 á skrifstofutíma.
Gæðaráð, sem skipað er fulltrúum stjórnenda, starfsmanna, kennara og nemenda, fundar reglulega um gæðakerfi skólans, stöðu þess, þörf fyrir og framgang forvarna- og úrbótaverkefna.
Gæðakerfi Tækniskólans er vottað samkvæmt ISO 9001:2008 staðlinum. Gæðakerfið á að tryggja að skólinn uppfylli þarfir og væntingar nemenda og annarra viðskiptavina. Kerfið er m.a. leiðarvísir um kennsluferli og er vaktað með rýni ferla, innri úttektum og úrbótum og fara því fram stöðugar endurbætur á því.
Stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar og önnur gæðaskjöl eru birt í gæðahandbók skólans sem er aðgengileg öllum.
Gæðahandbók skólansStefna Tækniskólans er að tryggja öllum nemendum og starfsmönnum skólans öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Markmið Tækniskólans er að vera slysalaus vinnustaður og að stuðla að aukinni öryggisvitund.
Upplýsingar um öryggismál og stefnuÁ hverri önn er framkvæmt kennslumat meðal nemenda í skólanum þar sem nemendur svara spurningum í Innu um áfanga og kennslu. Nemendum gefst kostur á að svara tíu spurningum um áfanga sem þeir sátu.
Samantekt á helstu niðurstöðum úr kennslumati síðustu anna, flokkað eftir skólum: (hæsta einkunn er 5). Tafla sem sýnir niðurstöður kennslumats birtist hér.