Menu

Miðspannar-/miðannarmat

Miðspannarmat / miðannarmat er aðgengilegt nemendum og forráðaaðilum í Innu um miðbik hverrar spannar/annar samkvæmt skóladagatali.

  • Um miðja fyrri spönn birtist miðspannarmat fyrir áfanga kenndir á fyrri spönn
  • Um miðja önn birtist miðannarmat fyrir áfanga sem kenndir eru á önn
  • Um miðja seinni spönn birtist miðspannarmat fyrir áfanga kenndir á seinni spönn

Matið byggir fyrst og fremst á því náms­mati sem þegar hefur farið fram í viðkom­andi áfanga og er ætlað að veita leiðbeinandi upplýsingar um stöðu nemenda í námi sínu.


Matskvarðinn fjórskiptur:

   A = Ágætt. Nemanda gengur mjög vel.
   B = Í lagi. Nemandi hefur tök á efninu en má ekki slá slöku við.
   C = Ábótavant. Nemandi þarf að taka sig á til að ná áfanganum.
   X = Ekki forsendur til að gefa vitnisburð.

Hér má sjá hvar miðannar-/spannarmatið er að finna í Innu.


Einkunnin C (ábótavant) í grein gefur þau skilaboð að nemandinn verði að taka sig verulega á í náminu og leita alls mögulegs stuðnings við námið sem kostur er á. Við hvetjum nemendur og forsjáraðila að fara saman yfir miðspannarmatið/miðannarmatið saman og skipuleggja framhald námsins í ljósi þess.

Námsráðgjafar skólans eru til viðtals og geta bent á leiðir fyrir nemendur sem þurfa að bæta stöðu sína. Einnig er mikilvægt er fyrir nemendur með einkunnina X (ekki forsendur til að gefa vitnisburð) að leita aðstoðar hjá námsráðgjöfum vegna framgangs náms síns.

Hægt er að bóka viðtalstíma hjá námsráðgjöfum skólans í gegnum Innu – sjá leiðbeiningar hér.


Kennslumat

Kennslumat fer fram á síðari hluta annar og birtist undir flipanum „Kannanir“ í kennsluvef Innu. Nemendur svara spurningum um kennsluna í einstökum áföngum.

Sjá leiðbeiningar

 

 

Uppfært 29. janúar 2025
Áfangastjórn