fbpx
Menu

Miðspannar-/miðannarmat

Á hverri önn fer fram miðspannar-/miðann­armat í Tækni­skól­anum. Kenn­arar gefa nem­endum vitn­isburð um stöðu þeirra í hverjum áfanga fyrir sig. Vitn­isburðurinn byggir fyrst og fremst á því náms­mati sem þegar hefur farið fram í viðkom­andi áfanga.

 

Vitnisburður í miðpsannar-/miðannarmati er gefinn í bókstöfum:
A = Ágætt. Nemanda gengur mjög vel.
B = Í lagi. Nemandi hefur tök á efninu en má ekki slá slöku við.
C= Ábótavant. Nemandi þarf að taka sig á til að ná áfanganum.
X= Ekki forsendur til að gefa vitnisburð.

 

Mik­il­vægt er að minna á að miðspannarmatið og matið á miðri önn er hvatning til þeirra nem­enda sem fá C að ganga af kappi í það að læra og leita aðstoðar hjá kennara eða námsráðgjafa til þess að skipu­leggja námið í áfang­anum. Þeir sem fá B eru hvattir til að slá ekki slöku við og helst að bæta árang­urinn enn frekar. Þeir sem fá A eru hvattir til að halda áfram á sömu braut og gefa hvergi eftir.

Nemendur og forráðamenn þeirra geta skoðað niðurstöður miðspannar-/miðannarmats í Innu. Ef spurn­ingar vakna eru forráðamenn hvattir til að hafa sam­band við viðkom­andi kennara eða umsjón­ar­kennara nem­anda.

 

Kennslumat

Kennslumat fer fram á síðari hluta annar og birtist undir flipanum „Kannanir“ í kennsluvef Innu. Nemendur svara spurningum um kennsluna í einstökum áföngum.

Efst í spurningalistanum sést nafn áfangans og kennara, sjá leiðbeiningar hér.

 

 

Uppfært 18. september 2024
Áfangastjórn