fbpx
Menu

Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk til að fara í námsferðir og námskeið og hægt er að taka lögbundið starfsnám erlendis. Einnig hafa nemendahópar farið í heimsóknir í skóla, fyrirtæki og á námskeið.

Nemendur og kennarar fara til útlanda til að taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða starfsþjálfun tengdri námi þeirra og störfum. Tækniskólinn sækir um náms- og þjálfunarstyrki og er í samstarfi við skóla í mörgum löndum Evrópu. Nemendur geta t.d. farið í skiptinám og starfsþjálfun til Danmerkur, Belgíu, Svíþjóðar og Spánar svo eitthvað sé nefnt. Hér er að finna lista yfir erlenda samstarfsaðila skólans.

 

Erasmus+ styrkur

Styrkirnir eru fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú tekið fyrsta skrefið og verkefnisstjóri fyrir erlent samstaf veitir upplýsingar.

 

Undirbúningur fyrir brottför

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga áður en farið er erlendis:

  • Nemandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Nemendur gera samning við Tækniskólann
  • Nemendum  (í skipti- eða starfsnámi) er boðið að taka próf til að kanna stöðuna á tungumálakunnáttu sinni áður en farið er út og svo aftur eftir heimkomu.
  • Nemendur fá Europass sem fylgir þeim út og segir til um verkefnið og markmiðin.
  • Nemendur þurfa að hafa evrópskt sjúkratryggingakort.
  • Nemendur í verknámi og starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þurfa að kaupa aukatryggingu, ábyrgðartryggingu vegna þriðja aðila fyrir brottför.

 

Eftir ferðina

Nemendur skila skýrslu um árangurinn af ferðinni og dvölinni í formi skoðunarkönnunar frá Evrópusambandinu eftir að þeir koma heim.

 

Frásögn af ferðinni og ávinningi

Þess er óskað að nemendur skrifi smá frétt eða grein til að birta hér á vefsíðu skólans eftir að dvölinni erlendis lýkur. Hér má sjá umsagnir um ferðir og verkefni nemenda sem hafa farið út á Erasmus+ styrk.