fbpx
en
Menu
en

Kynningar- og markaðsmál

Við tökum glöð á móti gestum og við höldum reglulega kynningar fyrir ýmsa hópa.

Væntanlegir nemendur, erlendi gestir og margir aðrir hafa komið og heimsótt okkur og fengið að kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram í skólanum.

Komdu í heimsókn

Í markaðs og kynningardeild starfar fólk sem vill leyfa þér að kynnast skólanum og öllu því sem hann hefur að bjóða. Deildinni er ætlað að sinna stefnumótun, skipulagi og framkvæmd á markaðs- og kynningarmálum, þvert á skóla og deildir Tækniskólans.

Markaðs- og kynn­ing­ar­deild skólans kemur að vinnslu og gerð alls kynn­ingar- og aug­lýs­inga­efnis.

Félagsmálum og viðburðum í skólanum er stýrt af NST – Nemendasambandi Tækniskólans, undir leiðsögn félagsmálafulltrúa sem starfar í deildinni.

Markaðs- og kynningarefni er búið til og sett saman undir stjórn deildarstjóra og markaðsfulltrúinn okkar sér um að hanna efnið.

Vefur skólans er undir umsjón markaðsdeildar og vefstjóra.

Samstarf við skólann

Ef þú vilt koma í samstarf við okkur þá viljum við vinna með fyrirtækjum og atvinnulífinu.

Skólinn er í nánum tengslum við atvinnulífið bæði í gegnum eignarhaldsfélag hans og fagráð sem tengjast öllum námsbrautum skólans.

Margar námsbrautir Tækniskólans veita markvissan undirbúning til ákveðinna starfa og mennta eftirsótt fólk í handverks,- iðnaðar,- tækni-, og tölvugreinum til starfa í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi.

Hafðu samband við deildarstjóra markaðsdeildar Ólaf Svein Jóhannesson ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!