fbpx
Menu

Námsbraut

Veggfóðrun og dúklögn

Námið í veggfóðrun og dúklögn kennir þér að undirbúa ólíka fleti fyrir fjölbreytt efni.
Lærir að leggja ólík efni, ganga frá listum og gera við.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 3 annir og 120 vikur í starfsþjálfun
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Í námi í veggfóðrun og dúklögn öðlast þú  skilning, þekkingu og færni til að undirbúa gólf, veggi, loft, töflur, hurðir og fleira  fyrir lagningu t.d. dúka, platna eða teppa. Þú aflar þér sértækrar þekkingar í náminu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.

Verkefni eru fjölbreytt og kalla á sköpunar- og hugmyndavinnu. Nemendur læra að leggja fjölbreytt efni, ganga frá listum og prófílum og gera við. Handverk og sköpunarlist fá að njóta sín í mörgum verkefnum námsins.

Námið er þrjár annir að loknu grunnnámi í bygginga‐ og mannvirkjagreinum.

Hægt er að taka áfanga í námi með vinnu (fjarnámi eða í kvöldnámi)

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum. Ef þú ert búin með það þá getur þú sótt um nám í veggfóðrun og dúklögn.

Ef þú ert orðin 20 ára eða hefur stúdentspróf getur þú innritað þig beint á brautina.

 

Að loknu námi

Meðalnámstími er fjögur ár með grunnnámi bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þrjár annir í skóla og 120 vikna starfsþjálfun í fyrirtæki.

Veggfóðrun er löggilt iðngrein. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir starfsréttindi og rétt á að hefja nám í meistaraskóla, Einnig er hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs og þannig búa sig undir nám á háskólastigi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í veggfóðrun og dúklögn fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!