fbpx
Menu

Innsýn í námið

Í námi í veggfóðrun og dúkalögn öðlast þú skilning, þekkingu og færni til að undirbúa gólf, veggi, loft, töflur, hurðir og fleira fyrir lagningu t.d. dúka, platna eða teppa. Þú aflar þér sértækrar þekkingar í náminu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.

Verkefnin eru fjölbreytt og kalla á sköpunar- og hugmyndavinnu. Nemendur læra að leggja fjölbreytt efni, ganga frá listum og prófílum og gera við. Handverk og sköpunarlist fá að njóta sín í mörgum verkefnum námsins.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Brautarlýsing

VDÚ17 Veggfóðrun og dúkalögn

Veggfóðrunar- og dúklagningaraðili býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Dúkari þekkir helstu eiginleika og verkan efna sem notuð eru við veggfóðrun og dúklagnir. Dúkari getur veggfóðrað, lagt vegg- og gólfdúk, vegg- og loftefni og gólfplötur, lagt teppi á gólf og stiga innanhúss, búið til skrautborða eða mynd og fellt í gólfdúk, lagt sérhæfða dúka, striga, plötur og spón inni og úti. Dúkari getur lagt mat á viðhald, gert við skemmdir og endurnýjað gólf-, vegg- og loftaefni. Dúkari getur lagt mat á og unnið gólf og veggi undir yfirborðsefni. Hann getur leiðbeint húseigendum um val á efnum í nýbyggingum og við viðhald. Veggfóðrun er löggilt iðngrein.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum. Ef þú ert búin með það þá getur þú sótt um nám í veggfóðrun og dúkalögn.

Ef þú ert orðin 20 ára eða hefur stúdentspróf getur þú innritað þig beint á brautina.

 

Að loknu námi

Meðalnámstími er fjögur ár með grunnnámi bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þrjár annir í skóla og 120 vikna starfsþjálfun í fyrirtæki/iðnmeistara. Veggfóðrun er löggilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í veggfóðrun og dúklögn fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!