fbpx
en
Menu
en

Aðstoð í námi

Áhersla er lögð á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best.

Nám- og starfsráðgjafar, námsver og umsjónarkennari veita þjónustu sem getur verið gott að nýta sér.
Sérkennari og námsráðgjafar taka við gögnum vegna sérþarfa.

Náms- og starfsráðgjöf

NÁMSRÁÐGJAFAR – Hér sérðu námsráðgjafa Tækniskólans.

UM ÞJÓNUSTU NÁMS- OG STARFSÁÐGJAFA Á TÍMUM COVID

Náms- og starfsráðgjafar eru mál­svarar nem­enda innan skólans og gæta hags­muna þeirra. Þeir veita nem­endum upp­lýs­ingar, aðstoða þá við að skipu­leggja náms­feril sinn, leggja fyrir áhugasviðskann­anir og styðja þá vegna per­sónu­legra mála. Náms- og starfsráðgjafar eru bundnir trúnaði við nem­endur.

Námsráðgjaf­arnir eru til viðtals við þig um allt sem lýtur að náminu og einnig geturðu rætt per­sónuleg mál.

 

Meira um námsráðgjöf

Aukatímar

Á hverri önn eru í boði aukatímar og aðstoð innan margra brauta.

Stærðfræði

Aukatímar eru í boði  fyrir alla stærðfræðiáfanga.

Mentor í rafiðngreinum

Nemendur sem lengra eru komnir í náminu aðstoða þá sem komnir eru styttra.

Tölvubraut og upplýsingatæknigreinar – jafningjafræðsla

Eldri nemendur aðstoða nema í grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina og í grunnnámi á tölvubraut.

Upplýsingar um aukatímar og jafningjafræðslu eru á skjám í skólahúsum og í viðburðadagatali.

Sjá aukatíma og jafningjaaðstoð í dagatali

Námsver

Námsverið er fyrir alla

Hlutverk námsversins er að þjónusta nemendur sem eiga við námserfiðleika af einhverju tagi. Nemendur  fá aðstoð við prófatöku og stuðning við heimanám. Einnig er hægt að leita til námsversins við verkefna- og ritgerðasmíð.

Staðsetning námsvers

Námsverið er staðsett í á fimmtu hæð á Skólavörðuholti, á bókasafninu og í nemendavinnuherbergi á fjórðu hæð á Háteigsvegi.
Í Hafnarfirði er námsverið staðsett á bókasafni á annarri hæð.

Nánar um námsver

Sálfræðiþjónusta

Stuðningur við nemendur Tækniskólans

Sérstök áhersla er lögð á andlega líðan nemenda.

Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur starfar hjá skólanum og býður nemendum upp á einstaklingsviðtöl.  Nemendur gætu viljað leita til sálfræðiþjónustunnar vegna tilfinningalegra erfiðleika (þunglyndi, kvíði o.fl.), samskiptavanda, gruns um ADHD eða vegna annarra mála.

Um sálfræðiþjónustuna

Slökun

Leið til að láta sér líða betur

Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði.
Eins og með flest annað þá skapar æfingin meistarann og til að eiga auðvelt með að ná góðri slökun þarf að æfa sig reglulega.

Hér eru þrjár upptökur á slökun með Röggu hjúkrunarfræðingi:

5 mínútna slökun
10 mínútna slökun
20 mínútna slökun 

Gefðu þér tíma til að láta þér líða betur.

Umsjónarkennari

UMSJÓN

UMSJÓN er tími í stundatöflu nemanda sem lítur út eins og hver önnur kennslustund. Þetta er viðtalstími umsjónarkennara og til hans getur nemandinn leitað með allt er snýr að náminu. Hægt er að hitta á kennarann á þessum tilgreinda tíma eða senda honum tölvupóst.

Nánar um umsjónarkennara

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!