Menu

Aðstoð í námi

Áhersla er lögð á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best.

Nám- og starfsráðgjafar, námsver og umsjónakennari veita þjónustu sem getur verið gott að nýta sér.
Sérkennari og námsráðgjafar taka við gögnum vegna sérþarfa.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafarnir eru til viðtals við þig um allt sem lýtur að náminu, t. d. val, skipulag náms og framvindu þess. Auk þess geturðu rætt persónuleg vandamál við námsráðgjafa í þeirri fullvissu að þeir eru bundnir þagnarskyldu um það sem ykkur fer á milli.

Markmið ráðgjafarinnar er að veita þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum, námi og náms- og starfsvali. Mikið af tíma ráðgjafanna fer í að fræða nemendur og foreldra um námsleiðir, veita aðstoð við áfangaval og ýmis hagnýt atriði er lúta að náminu.

Meira um námsráðgjöf

Námsver

Námsverið er fyrir alla

Hlutverk námsversins er að þjónusta nemendur sem eiga við námserfiðleika af einhverju tagi. Nemendur  fá aðstoð við prófatöku og stuðning við heimanám. Einnig er hægt að leita til námsversins við verkefna- og ritgerðasmíð.

Staðsetning námsvers

Námsverið er staðsett í á fimmtu hæð á Skólavörðuholti, á bókasafninu og í nemendavinnuherbergi á fjórðu hæð á Háteigsvegi.
Í Hafnarfirði er námsverið staðsett á bókasafni á annarri hæð.

Nánar um námsver

Umsjónarkennari

UMSJÓN er tími í stundatöflu nemanda sem lítur út eins og hver önnur kennslustund. Þetta er viðtalstími umsjónarkennara og til hans getur nemandinn leitað með allt er snýr að náminu. Hægt er að hitta á kennarann á þessum tilgreinda tíma eða senda honum tölvupóst.

Nánar um umsjónarkennara

Aukatímar-Mentor

Í boði á hverri önn eru aukatímar og aðstoð innan margra brauta.

Stærðfræðiaukatímar eru í boði á laugardögum fyrir alla stærðfræðiáfanga.

Mentor í rafiðngreinum – Nemendur sem lengra eru komnir í náminu aðstoða þá sem komnir eru styttra.

Tölvubraut og upplýsingatæknigreinar: Eldri nemendur aðstoða nema í grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina og nemendur í grunnnámi á tölvubraut fá aðstoð eldri nema

Aukatímar í dagatali

Sérkennsla

Sérkennsla

Sérkennari tekur við lestrargreiningum og öðrum greiningum á námsvanda. Sérkennari annast einnig lestrargreiningar sé þess óskað og hann veitir ráðgjöf vegna námsvandamála.

Fjölnir Ásbjörnsson, brautarstjóri sérkennslu, er í stofu 527 á Skólavörðuholti. Netfang fa@tskoli.is, símar 514 9151 og 821 5647.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!