fbpx
Menu

Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Þetta er skemmtilegur viðburður sem hentar ungum sem öldnum og það er sérstaklega skemmtilegt fyrir fyrrum nem­endur við skólann að taka þátt og rifja upp gamla tíma.

 

Útskriftarmyndir

Hér má skoða gamlar ljósmyndir af nemendum sem hafa útskrifast úr skólanum.

 

Skrúfudagurinn 2024

Skrúfudagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn laugardaginn 16. mars kl. 13:00–16:00 í húsnæði Tækni­skólans við Háteigsveg.

Gestum og gang­andi gefst meðal annars kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nem­endur og starfs­fólk og prófa ýmis­legt spenn­andi.

Boðið verður upp á fyr­ir­tækja­kynn­ingar þar sem mörg af glæsi­leg­ustu fyr­ir­tækjum og stofn­unum landsins verða á staðnum. Einnig verða full­trúar frá nokkrum skólum með kynn­ingar og námsráðgjafi frá Tækni­skól­anum getur svarað fyr­ir­spurnum.

Þá geta gestir kíkt í turninn, nælt sér í Skrúfu­dagspeysu, gætt sér á veit­ingum og margt fleira.

Verið hjart­an­lega vel­komin!