Upplýsingatækniskólinn býður upp á vinsælar stúdentsleiðir:
Auk þess býður skólinn upp á skapandi nám í eftirtöldum iðngreinum:
Við lok náms hefur nemandi lokið undirbúningi fyrir námssamning í iðngreininni. Námstíminn er 2-3 ár eftir því hvaða iðngrein er valin. Mögulegt er að taka almenna áfanga til stúdentsprófs samhliða náminu.
Áður en nemendur hefja nám í bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndum eða prentun þurfa þeir að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina sem veitir nemendum almenna þekkingu og innsýn í grundvallaratriði sérsviðanna fjögurra.
„Ég lærði ótrúlega margt gagnlegt í grafískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tækifæri til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjáhönnuður hjá sprotafyrirtækinu Taktikal. Við sérhæfum okkur í að hjálpa fyrirtækjum að komast inn í stafræna framtíð.“
„Eftir þetta nám við Upplýsingatækniskólann, margfaldaðist reynslan mín og vitneskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmtilegt. Yndislegir kennarar, skemmtilegur nemendahópur og fjölbreytt verkefni gerðu mig mjög tilbúinn að takast á við áskoranir og verkefni í faginu. Eins græddi ég fullt af tengingum og sambönd sem ég held upp á enn í dag.“
„Ég finn það vel í háskólanáminu hversu gott það er að hafa lært grafíska miðlun. Margir í mínu námi höfðu engan grunn né þekkingu áður en þau komu í háskólanám en þetta hefur hjálpað helling. Mér finnst líka mjög mikilvægt að við höfum fengið að læra um prentiðnaðinn vegna þess að hann skiptir alveg jafn miklu máli og hönnunarferlið.“
Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Nemendur Tækniskólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Upplýsingatækniskólans.
Upplýsingatækniskólinn hugsar fram á veginn og námið í skólanum tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni hverju sinni og allar námsgreinar okkar eiga það sameiginlegt að nemendur vinna að raunverulegum úrlausnarefnum í náminu.
Skólinn vill að nemendur séu tilbúnir til þess að takast á við nýjar áskoranir í námi og séu vel undirbúnir fyrir framtíðina.
Vertu velkomin(n) í nám við Upplýsingatækniskólann því það er mikil þörf fyrir tæknimenntaða einstaklinga í þjóðfélaginu.
Samhliða námi á brautum Upplýsingatækniskólans eða eftir að þeim er lokið, geta nemendur bætt við sig einingum til stúdentsprófs. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.
Innritun í Upplýsingatækniskólann fer fram í gegnum innritunarvef Innu (hnappur hér á síðunni).
Athuga þarf að mismundandi inntökuskilyrði eru á brautir Upplýsingatækniskólans. Sjá nánar um það á hverri braut.
Taka þarf 11 fagáfanga í grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina áður en sérsvið er valið.
Yfirleitt eru fagáfangar teknir á tveimur önnum og sérsviðið er líka tvær annir, samtals tveggja ára nám.
Hér má sjá upplýsingar um vinnustaðanám og ferilbók.