fbpx
Menu

Námsbraut

Húsgagnasmíði

Í húsgagnasmíði öðlast þú skilning, þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni iðngreinarinnar. Þú lærir að smíða, endurnýja og gera við m.a. húsgögn, innréttingar, hurðir og glugga.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 5 annir og 72 vikur starfsþjálfun
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Í húsgagnasmíði eru viðfangsefni af ýmsum toga stór eða lítil húsgögn og heilu innréttingarnar. Í náminu nærðu þér leikni í aðferðum og verklagi á sérsviði brautarinnar. Kynnist fjölbreyttri sérsmíði, viðgerðum og nýsmíði á húsgögnum.

Farið er í greiningu á mismunandi gerð og byggingu og hvernig ber að standa að smíði eða viðgerðum með hliðsjón af efnisnotkun og vinnuaðferðum. Námið veitir þér sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar.

Hægt er að taka áfanga í námi með vinnu (fjarnámi eða í kvöldnámi)

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára Grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum til að sækja nám í húsgagnasmíði.

Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Að loknu námi

Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár með grunnnáminu, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.

Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir starfsréttindi og rétt á að hefja nám í meistaraskóla. Einnig er hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs og þannig búa sig undir nám á háskólastigi.

 

 

Verkefni nemenda

Hönnun, smíði og teikning

Hönnun, smíði og teikning

Samsýning þriggja brauta sem vakti athygli og var opin gestum og gangandi í húsi Tækniskólans, Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

Hönnun og nýsköpun á vorsýningu

Hönnun og nýsköpun á vorsýningu

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

Húsgagnasýningar í lok hverrar annar

Hönnun og vandað handverk

Hverri skólaönn lýkur með glæsilegri húsgagnasýningu í húsakynnum Byggingatækniskólans á Skólavörðuholti.

Umsagnir

Umsagnir

Húsgagnasmíði er kennd við Byggingatækniskólann

Verkefni Gunnars vöktu athygli á húsgagnasýningunni sem var opin almenningi í Tækniskólanum í vor.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í húsgagnasmíði fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnarhlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.
Nemendur sem lokið hafa grunnáföngum eiga að verða sér út um neðangreind verkfæri og mæta með þau í verklega áfanga. Þessi verkfæri er hægt að kaupa í flestum byggingavöruverslunum og er áætlað verð frá 25.000–40.000 kr.

• Hefill no. 4
• Sporjárnasett 6stk.
• Rissmát tré/brons mm
• Sniðmát
• Vinkill 150mm
• Klaufhamar 16oz
• Borasett 10stk.
• Úrsnari
• Bitasett torx
• Tommustokkur 1m í millimetrum.
• Verkfærakassi
• Heyrnarhlífar

Nánari upplýsingar um verkfæri fá nemendur hjá kennurum í verklegum greinum.

Einnig er ætlast til að nemendur mæti í vinnufatnaði í verklegar greinar. Tækniskólinn tekur ekki ábyrgð á skemmdum á fatnaði.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!