fbpx
Menu

Innsýn í námið

Í húsgagnasmíði eru viðfangsefni af ýmsum toga stór eða lítil húsgögn og heilu innréttingarnar. Í náminu nærðu þér leikni í aðferðum og verklagi á sérsviði brautarinnar. Kynnist fjölbreyttri sérsmíði, viðgerðum og nýsmíði á húsgögnum.

Farið er í greiningu á mismunandi gerð og byggingu og hvernig ber að standa að smíði eða viðgerðum með hliðsjón af efnisnotkun og vinnuaðferðum. Námið veitir þér sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Brautarlýsing

HS23 Húsgagnasmíði

Húsgagnasmiður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Húsgagnasmiður þekkir helstu eiginleika og verkan efna og getur valið efni eftir verkefnum. Húsgagnasmiður getur hannað og smíðað öll helstu húsgögn, lagt mat á viðhald og viðgerðir húsgagna og þekkir og getur nýtt sér gamlar vinnuaðferðir, getur smíðað og sett upp og viðhaldið húshlutum. Hann getur notað yfirborðsefni s.s. lökk og litarefni og þekkir grunnatriði lita- og formfræði og helstu stíltímabil. Húsgagnasmíði er löggild iðngrein.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er grunnnám bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þegar nemandinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í húsgagnasmíði. Umsækjendur eldri en 20 ára eða með stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

 

Námsframvinda

Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnáms­tími er fjögur ár með grunnnáminu, samtals fimm annir í skóla og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 72 vikur.

Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.

Að loknu námi

Próf­skír­teini af fag­braut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

 

 

Verkefni nemenda

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Tækniteiknarar í Danmörku

Tækniteiknarar í Danmörku

Hönnun, smíði og teikning

Hönnun, smíði og teikning

Hönnun og nýsköpun á vorsýningu

Fjölbreytt verkefni á vorsýningu

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í húsgagnasmíði fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnarhlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.
Nemendur sem lokið hafa grunnáföngum eiga að verða sér út um neðangreind verkfæri og mæta með þau í verklega áfanga. Þessi verkfæri er hægt að kaupa í flestum byggingavöruverslunum og er áætlað verð frá 25.000–40.000 kr.

• Hefill no. 4
• Sporjárnasett 6stk.
• Rissmát tré/brons mm
• Sniðmát
• Vinkill 150mm
• Klaufhamar 16oz
• Borasett 10stk.
• Úrsnari
• Bitasett torx
• Tommustokkur 1m í millimetrum.
• Verkfærakassi
• Heyrnarhlífar

Nánari upplýsingar um verkfæri fá nemendur hjá kennurum í verklegum greinum.

Einnig er ætlast til að nemendur mæti í vinnufatnaði í verklegar greinar. Tækniskólinn tekur ekki ábyrgð á skemmdum á fatnaði.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!