fbpx
Menu

Stundatöflur og spannir

Stundatöflur og spannir

 

 

Spannir

Spannarkerfi þýðir að hefðbundinni önn er skipt upp í tvær spannir, spönn1 og spönn2.

Þetta þýðir að nemendur eru í færri áföngum á hverri spönn eða 2–3 áföngum. Áfangar eru kenndur oftar í viku heldur en áður. Þetta þýðir einnig að töflubreytingar verða aðeins flóknari en áður, sjá leiðbeiningar og fyrirkomulag

 1.   Áfangi getur verið í boði bæði á spönn 1 og á spönn 2

 2.  Áfangi bara kenndur á spönn 1

 3.  Áfangi bara kenndur á spönn 2

 4.  Áfangi er kenndur yfir báðar spannirnar eins og áður

 

Töflubreytingar

Töflu­breyt­ingar verða dagana 18.-19. ágúst 2022, kennsla hefst sam­kvæmt stunda­skrá miðvikudaginn 22. ágúst.

Töflu­breyt­ingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga sem þeir höfðu valið í töflu, eða ef veru­legir ann­markar eru á töflum sam­kvæmt vali. Töflu­breyt­ingar eru gerðar raf­rænt í Innu. Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga varðandi töflubreytingar og getur valdið því að óskum um töflubreytingar er hafnað:

  •   Ekki er hægt að óska eftir að komast í hóp sem er yfirbókaður.

  •   Ekki er hægt að óska eftir að komast í áfanga sem er í 50 – 100% árekstri við annan áfanga sem er fyrir í töflu.

 •   Það að fækka áföngum getur tafið námsframvindu á seinni önnum og seinkað útskrift.

 •   Því er alltaf best að ræða við skólastjóra eða námsráðgjafa áður en óskað er eftir að fækka áföngum.

 

Árekstrar í stundatöflum

Vegna mikils álags getur verið um árekstra að ræða í stundatöflu nemenda. Þegar árekstrar eru velur nemandinn að mæta í þann tíma sem hann telur meira áríðandi, í samráði við kennara.

Kennarar skrá M þar sem nemandinn mætir en F þar sem hann mætir ekki. Sjálfvirk næturvinnsla í Innu skráir síðan A (árekstur) þegar báðir kennarar hafa skráð og þá reiknast ekki fjarvist á þann tíma

 

Stundatöflur og áfangaheiti

•  Útskýringar á áfangaheitum – pdf

•  Námsval og stundatöflur

 

Útskýring á stundatöflum:

 

 

 

Uppfært 25.08.2021
Áfangastjórn