Tölvubúnaður og Microsoft notendaaðgangar starfsfólks Tækniskólans eru varðir með tölvuöryggiskerfi. Kerfið sér um að tryggja rétta virkni búnaðarins og koma í veg fyrir óréttmæta, óviðeigandi eða utanaðkomandi notkun. Einnig tryggir kerfið að notkun og virkni sé samkvæmt reglum Tækniskólans.
Kerfið virkar með þeim hætti að ef tölvubúnaði eða aðgangi er ógnað bregst kerfið við og sendir tilkynningu til viðbragðsaðila skólans. Á þetta bæði við um notkun á borð- og fartölvum í eigu Tækniskólans hvort sem notkunin fer fram innan eða utan veggja skólans. Notkun kerfisins felur í sér að sé öryggi ógnað er m.a. hægt að skoða atvikaskráningu á þeirri netumferð sem fram hefur farið á fyrrgreindum tölvubúnaði skólans.
Fyrir frekari upplýsingar er bent á tölvu- og tæknideild skólans, [email protected]
Nánar má lesa reglur Tækniskólans um tölvupóst og netnotkun hér.