Grunnnám rafiðna fyrir lengra komna. Nemendur sem lokið hafa öllu almennu námi sem áskilið er í grunnnámi rafiðna geta tekið hraðferð.
Þá tekur þrjár annir að ljúka grunnnámi sem þarf að klára fyrir iðnnám í rafiðngreinum í stað fjögurra.
Þú færð í náminu undirbúning fyrir fagnám í rafiðngreinum. Þetta er fornám fyrir rafvirkjun og rafeindavirkjun.
Á hraðferð er grunnnámið tekið á þremur önnum í stað fjögurra og því mögulegt fyrir nemendur að klára skólahluta rafvirkjanámsins á fimm önnum sé samningsleiðin farin.
Samningsleið rafvirkjunar styttist úr 6 önnum í 5.
Umsækjandi þarf að lágmarki að hafa lokið öllum áföngum sem tilheyra almennu bóknámi grunnnáms rafiðna en það er 1 áfangi á 2. þrepi í íslensku, ensku og stærðfræði plús menningarlæsi, lífsleikni, skyndihjálp og íþróttir en einnig 10 einingar þess utan í vali.
Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að takast á við kröfur í framhaldsgreinum og hafa góða undirstöðuþekkingu á hugtökum og verklagi sem þarf.
Að grunnnáminu loknu geta nemendur valið milli þess að halda áfram í rafvirkjun eða rafeindavirkjun.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.
Sjá upplýsingar í skóladagatali og í viðburðum Tækniskólans.
Kennslan í grunnnámi rafiðna fer fram á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.