Innan NST starfa bæði mörg skólafélög sem sinna félagslífi undirskólanna og nemendafélög sem vinna ákveðnum málaflokki, hagsmunum ákveðinna nemendahópa eða afmörkuðum viðburðum. Þessi félög starfa sjálfstætt en í samvinnu við NST að bættu félagslífi nemenda Tækniskólans.
Klúbbar eru hópar sem stofnaðir eru í kringum ákveðin áhugamál eða viðfangsefni. Klúbbar hittast reglulega og eru opnir öllum sem hafa áhuga á að taka þátt.
Skólafélög gæta hagsmuna og sjá um að halda utan um viðburði og skemmtanir fyrir nemendur í sínum undirskóla.
Eftirfarandi skólafélög eru virk:
Skólafélag Tæknimenntaskólans – NTM
Skólafélag Upplýsingatækniskólans – Eniac
Skólafélag Véltækniskólans – SVÍR
Skólafélag Skipstjórnarskólans
Skólafélag Raftækniskólans – SFR
Skólafélag Hönnunar- og handverksskólans
Skólafélag Byggingartækniskólans
Skólafélag stafræn hönnun
Skólafélag Tæknimenntaskólans – NTM
Skólafélag Tæknimenntaskólans – NTM stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir nemendur Tæknimenntaskólans. Fastir liðir eru þó Bíókvöldin og Spilakvöldin sem eru haldin aðra hverja viku, sitt á hvað, svo það er alltaf vikulegur viðburður á vegum NTM.
Á spilakvöldum koma nemendur saman og spila borðspil, hlutverkaspil, kortaspil og önnur spil. NTM á gott safn af spilum en öllum er frjálst að koma með sín eigin spil ef áhugi er fyrir því. Það kostar ekkert að taka þátt í spilakvöldunum og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að taka þátt.
Spilakvöldin fara fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti.
Bíókvöld NTM eru orðinn rótgróinn hluti af félagslífi Tækniskólans. Á Bíókvöldum kjósa nemendur sér mynd til að horfa á og njóta saman. NTM rekur sjoppu á staðnum sem selur nammi, gos, snakk og pizzur á góðu verði.
Bíókvöldin fara fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti.
Nemendafélög sjá um að gæta hagsmuna ákveðinna hópa og halda utan um viðburði þeirra.
NTH samanstendur af nemendum Tækniskólans sem stunda nám í Hafnarfirði, sinnir hagsmunagæslu og skipuleggur viðburði sem fram fara í Hafnarfirði. Formaður NTH situr í miðstjórn NST sem fulltrúi nemenda í Hafnarfirði. Allir nemendur eru velkomnir á viðburði NTH.
Málfundafélag Tækniskólans er leið nemenda inn í Gettu Betur og MORFÍS (mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi). MFT stendur fyrir inntökuprófum fyrir ofangreindar keppnir og áframhaldandi skipulag þeirra innan veggja skólans. Allir nemendur eru velkomnir í félagið og geta allir meðlimir boðið sig fram í stjórn þess.
Heiður er félag hinsegin nemenda í Tækniskólanum.
Félagið er hagsmuna- og skemmtifélag og sér m.a. um hittinga og viðburði í öruggu umhverfi.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið eða kynna sér það nánar geta haft samband við formann félagsins, Örnu Hauksdóttur.