fbpx
Menu

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans er í dag­legu tali kallað NST. NST eru regn­hlíf­ar­samtök sem halda utan um félags­starf og hags­munamál nem­enda.

Hér eru fréttamolar frá félagsstarfi NST. Þú getur líka skoðað viðburði framundan eða boðið þig fram í ákveðin verkefni – við erum alltaf að leita að nem­endum í alls konar störf.

NST heldur úti eigin heimasíðu og má finna á InstagramDiscord og facebook! Öll velkomin að taka þátt

Á þessari síðu eru nánari upplýsingar um NST t.d. miðstjórn NST, klúbbana okkar, nefndir og nemendafélög.

Background text

Um Nemendasambandið

Miðstjórn Nemendasambandsins

Miðstjórn NST hefur yfirumsjón með öllu félagsstarfi t.d. viðburðum eins og árshátíðarviku og söng­keppninni Átótjúne. NST passar líka upp á réttindi og hagsmuni nemenda. Innan NST starfa skólafélög, nefndir og klúbbar.

 

Miðstjórn NST

Merki NST á nemendapeysu.Anton Orri Gränz, formaður
Björgvin M. Ársælsson, vara­formaður og hagsmunafulltrúi nemenda
Katla Rún Eðvarðsdóttir, ritari
Theodór Karl Hrafnsson, full­trúi nem­enda á Skólavörðuholti
Ívar Máni Hrannarsson, full­trúi nemenda á Háteigsvegi
Róbert Steinn Gylfason, fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
Dagur Hafsteinsson, fulltrúi nýnema

 

Innan Nemendasambandsins NST starfa fleiri nemendafélög s.s. skólafélög, nemendafélög og klúbbar. Þessi félög starfa sjálfstætt en í samvinnu við miðstjórn NST að bættu félagslífi nemenda Tækniskólans.

  • Skólafélög sinna félagslífi undirskólanna.
  • Nemendafélög vinna að ákveðnum málaflokkum, hagsmunum ákveðinna hópa eða afmörkuðum viðburðum.
  • Klúbbar hittast reglu­lega og eru öll velkomin að taka þátt.

Klúbbar NST

Allir nemendur í Tækniskólanum geta stofnað klúbb. Stjórn NST aðstoðar t.d. að finna aðstöðu í skólanum, fá spil og þess háttar. NST styrkir klúbba jafnvel ef fjármagn leyfir. Langar þig að stofna klúbb? Sendu Lilju félagsmálafulltrúa póst.

 

Klúbbakvöld Eniac  ♥️  Öll velkomin ♥️

ENIAC, skólafélagið á Háteigsvegi, heldur klúbba­kvöld þar sem klúbbar skólans hittast á sama tíma. Flest miðvikudaga kl 18:00 á Háteigsvegi. Best að nálgast upplýsingar um klúbba og aðra viðburði Discord server ENIAC.

 

Klúbbar skólaárið 2022-2023
Anime klúbbur
Spilaklúbbur
Safnkortaklúbbur / TCG klúbbur
Super Smash Bros klúbbur
VR klúbbur
Minecraft klúbbur 
Og fleiri… fylgstu með á Discord!

Mars – Leikfélag Tækniskólans

Leikfélagið Mars stendur fyrir leik­list­ar­nám­skeiði og leik­sýn­ingu á ári hverju. Leikfélagið setur Lísu í Undalandi í svið skólaárið 2022-2023. Guðmundur Jónas Haraldsson leikstýrir og sér um námskeið.

 

Stjórn leikfélagsins skipa:

Bjartur Sigurjónsson
Elma Eik Tulinius
Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir
Hrefna Hjörvarsdóttir
Katla Rún
Ragnar Ágúst Ómarsson

Heiður – Hinsegin félag Tækniskólans

Progress Pride Flag 2021Heiður er félag hinsegin nemenda í Tækniskólanum. Félagið er hagsmuna- og skemmtifélag og sér meðal annars um hittinga og viðburði í öruggu umhverfi. Fylgdu félaginu á Instagram eða haft samband með tölvupósti ef spurningar vakna. Félagið hittist á mánudögum kl. 18:00 á Skólavörðuholti í stofu 400.

 

Stjórn félagsins skipa:

Helgi Gröndal Victorsson – Hann/hán/þau
Ívar Máni Hrannarsson –  Hann/hún/hán
Theodór Karl Hrafnsson – Hann/hán/þau

Málfundarfélag Tækniskólans

Málfundafélag Tækniskólans er leið nemenda inn í spurningakeppnina Gettu Betur og mælsku- og rökræðukeppnina MORFÍS. Félagið stendur fyrir prufum fyrir keppnirnar og skipulagi þeirra innan veggja skólans. Öll eru velkomin í félagið.

Nefndir

Skemmtinefnd

Nýnemaferð Tækniskólanns haustið 2021Skemmt­i­nefnd vinnur að skipu­lagn­ingu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verk­efna sem skemmt­i­nefnd vinnur að má nefna böll, nýnem­aferð og tón­leika.

 

LNT – LANnefnd Tækniskólans

LNT skipu­leggur LAN Tækni­skólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþrótta­húsinu við Digranes.

FRÍS - Rafíþróttalið Tækniskólans

Tækni­skólinn er tvöfaldur sig­ur­vegari í FRÍS sem er rafíþrótta­keppni íslenskra fram­halds­skóla. Lið skólans tekur þátt í Framhaldsskólaleikunum 2023 en keppnin er haldin á vorönn.

Æfingar eru í umsjón Vig­fúsar Karls Steins­sonar en öll lið skólans æfa reglu­lega og síðans hittast liðin saman á viku­legum fundum.

Skólafélög NST

Í þremur byggingum skólans eru skólafélög sem sinna félagslífi undirskólanna í samstarfi við stjórn NST.
 
Skólafélag nemenda í Hafnarfirði
Róbert Steinn Gylfason er fulltrúi nemenda í Hafnarfirði

 
Skólafélag nemenda á Háteigsvegi – Eniac
Ívar Máni Hrannarsson er full­trúi nemenda á Háteigsvegi

 
Skólafélag nemenda á Skólavörðuholti
Theodór Karl Hrafnsson er full­trúi nem­enda á Skólavörðuholti