Nám í prentun er margvíslegt og læra nemendur að taka við verki á prentplötum, myndamóti eða í tölvutæku formi, stilla verkið og pappírinn inn í prentvél, stilla litaáferð og prenta verkið, tryggja prentgæði og sjá um rekstur prentvélbúnaðar.
Í náminu eru kenndar mismunandi prentaðferðir, t.d. offsetprentun, stafræn prentun, hæðarprentun og flexóprentun. Prentari ákveður hvaða prentaðferðir eru notaðar og er í miklum samskiptum við annað fagfólk í faginu.
Meginmarkmið námsins er að útskrifa nemendur með sértæka þekkingu á öllum þáttum prentunar og þekkingu, leikni og hæfni til að vinna við prentun, daglega umsjón og rekstur prentvéla í stórum og smáum prentfyrirtækjum. Nemendur hafi tileinkað sér sértækar aðferðir og verklag við prentun og geti beitt þekkingu sinni og verkkunnáttu á sjálfstæðan hátt án tilsagnar, við stýringu prentvéla og annars búnaðar sem notaður er við prentvinnslu. Nemendur útskrifast með prófskírteini sem vottar að þeir hafi lokið burtfararprófi frá framhaldsskóla af Upplýsinga- og fjölmiðlabraut, sérnámi í prentun.
Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
Að því loknu er hægt að sækja um nám í prentun, sem er sérsvið.
Námið tekur tvö ár eða fjórar annir. Þar að auki er 48 vikna starfsþjálfun.
Prentun er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu iðnmeistaranám.
Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.
Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í viðburða- og skóladagatali hér á vefnum.
Kennsla í prentun fer fram Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Hvernig sæki ég um?