fbpx
Menu

námsmat

Námsmat og próf

Hér má sjá upplýsingar um fyr­ir­komulag náms­mats og réttindi og skyldur nemenda varðandi próftöku.

Námsmat

Í ann­arlok fær nem­andi ein­kunn fyrir árangur sinn í sér­hverjum áfanga sem hann er skráður í. Fyr­ir­komulag náms­mats og vægi ein­stakra þátta í náms­matinu (verk­efna, vinnu­fram­lags, prófa) kemur fram í kennslu­áætlun. Gefnar eru ein­kunnir í heilum tölum frá 1 til 10. Til að standast námsmat í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í þeim næsta þarf lág­marks­ein­kunn 5. Þó er nem­anda heimilt að útskrifast með ein­kunnina 4 ef um er að ræða áfanga sem ekki er und­an­fari annars áfanga á braut­inni. Þetta á einnig við um loka­áfanga á skip- og vél­stjórn­ar­brautum B, C og D og 2., 3. og 4. stigi vél­stjórnar (hámark 3 ein­ingar á hverju stigi). Slíkir áfangar gefa ekki ein­ingar og þarf nem­andi að skila öðrum ein­ingum í staðinn.

Hverri önn lýkur með verkefna- og prófsýningardegi. Á þessum degi geta nemendur skoðað úrlausnir sínar og verkefni hjá kennara og eru allir hvattir til að koma og spjalla við kennara. Opnað er fyrir einkunnir í Innu kl. 9:00 sama dag.

 

Námsmat og próf

Í þessari samantekt er leitast við að svara algengustu spurningunum sem komið hafa upp varðandi námsmat.

Hvað er námsmat?

Námsmat felst í því að leggja mat á þekkingu, leikni og hæfni nemenda í afmörkuðum efnis­þætti ákveðinnar námsgreinar. Skólinn beitir fjölbreyttu námsmati til að gefa sem skýrasta mynd af þekkingu nemandans og hæfir efni og innihaldi hennar. Matsþættir eru að lágmarki fimm talsins með allt að 35% vægi hver í heildareinkunn.

Hvernig fer námsmat fram?

Námsmat getur verið skriflegt, munnlegt, verklegar æfingar eða handverk. Skriflegt námsmat getur verið allt frá litlum verkefnum upp í stór próf sem taka langan tíma, og allt þar á milli. Námsmat getur farið fram bæði án og með viðurkenndri yfirsetu (innan eða utan skólans) en alla jafna er gerð krafa um viðurkennda yfirsetu í a.m.k. einu námsmati í sérhverjum áfanga.

Hver framkvæmir námsmat?

Allt skipulag og framkvæmd námsmats er í höndum kennara, bæði í dagnámi og í dreifnámi (fjarnámi). Allar upplýsingar eru aðgengilegar í Innu um það námsmat sem framundan er, sést bæði í námsáætlun áfanga og á kennsluvef undir liðunum Verkefni eða Próf, ásamt vægi viðkomandi matsþáttar.

Hvar fer námsmat fram?

Þegar um munnleg/verkleg próf er að ræða, eða gerð er krafa um að námsmat fari fram með viðurkenndri yfirsetu (skrifleg/rafræn próf), er krafa um að nemendur mæti til prófs í skólan­um samkvæmt stundatöflu dagskólans. Nemendur í dreifnámi (fjarnámi) hafa þó heimild til að taka skrifleg/rafræn próf utan skólans á viðurkenndum próftökustöðum, óski þeir eftir því sér­staklega. Annað námsmat, s.s. almenn verkefna­skil eða rafræn verkefni án yfirsetukröfu, fer fram utan skólans (heimavinna) en svo er öllu skilað rafrænt í Innu.

Hvernig er próf tekið á viðurkenndum próftökustað?

Kennari getur gert kröfu um að próf skuli tekið í skólanum sjálfum eða á viðurkenndum próftökustað (með viðurkenndri yfirsetu). Nemandi getur óskað eftir því við kennara að taka prófið á slíkum viðurkenndum próftökustað (skólinn gefur út lista yfir viðurkennda prófstaði, sjá neðst). Fái hann heimild til þess hjá kennara þá snýr hann sér til prófstaðar með góðum fyrirvara og óskar eftir því að fá að taka próf á þeim degi og á þeim tíma sem prófið verður lagt fyrir. Vakin er athygli á því að kostnaður getur hlotist af slíkri próftöku og ber nemandi þann kostnað sjálfur. Próf sem tekin eru með þessum hætti eru lögð fyrir í Innu og nálgast nemandinn prófið þar og skilar að prófi loknu. Prófið er tekið undir eftirliti yfirsetuaðila á prófstað sem ber að tryggja að réttur próftaki sé á ferð (nemandi þarf að framvísa persónuskilríkjum) og að einungis leyfileg gögn séu notuð.

Verður nemandi að undirgangast námsmat?

Eðlilegt er að nemendur undirgangist sem flesta matsþætti viðkomandi áfanga, helst alla. Þegar nemandi getur af einhverjum ástæðum ekki undirgengist almennan matsþátt (nær ekki að skila verkefni eða getur ekki mætt í próf) hefur hann almennt ekki möguleika á að endurtaka matsþáttinn (skila verkefninu síðar eða fá prófið lagt sérstaklega fyrir sig). Nem­andi fær því ekkert fyrir viðkomandi matsþátt sem lækkar heildareinkunn áfangans. Undan­tekningar geta verið frá þessu, svo sem ef um lykilmatsþátt er að ræða (sem nemendur geta ekki sleppt), nemandi hefur vottuð veikindi eða tiltekið er í námsáætlun að heimilt sé að skila síðar og/eða fá að taka próf á ný að skilyrðum uppfylltum.

Hvað er lykilnámsmat?

Í mörgum áföngum eru lykilmatsþættir, einn eða fleiri, og eru þeir merktir sérstaklega (ætíð tilgreint í námsáætlun og sést yfirleitt líka í heiti verkefnis eða prófs á kennsluvef). Í lykil­matsþætti er verið að leggja mat á lykilatriði áfanga, þ.e. þau atriði sem áfangalýsing gerir skýrar kröfur um að nemandi hafi þekkingu á, leikni til að framkvæma eða hæfni til að bera á viðkomandi tímapunkti í náminu. Nemendum ber því skylda til að mæta í próf sem eru lykil­matsþættir og/eða skila lykilmatsverkefnum. Í lykilmatsþáttum verður nemandi einnig að sýna fram á ákveðna lágmarkskunnáttu til að standast matsþáttinn og þar með áfangann. Ef nemandi nær ekki lágmarkinu eða mætir ekki í próf af viðurkenndum ástæðum þá gefst honum eitt annað tækifæri til að vinna matsþáttinn. Nýti nemandinn ekki það tækifæri, eða nær ekki lágmarksárangri, þá hefur hann ekki staðist áfangann og verður að sitja hann aftur.

Hvað eru viðurkenndar ástæður til að fá að endurtaka matsþátt?

Veikindi eða slys geta hindrað eða truflað vinnslu matsþáttar. Þegar nemandi á rétt á öðru tækifæri til að vinna matsþátt sem hann missti af vegna veikinda/slyss (gildir um alla matsþætti), þá ber nemanda að tilkynna um veikindi sín samdægurs til skrifstofu skólans (eða yfirsetumanns ef veikindi koma upp í prófi) og um leið sækja um endurtöku matsþáttarins. Skila ber læknisvottorði dagsettu samdægurs innan þriggja daga til skrifstofu skólans. Sé reglum þessum ekki fylgt á nemandi ekki rétt á endurtöku á matsþætti. Önnur forföll sem hindra vinnslu matsþátta gefa ekki rétt til endurtöku, en ræða má slíkt við kennara fyrirfram sem vegur og metur sérhvert tilvik.

Hvaða reglur gilda í skriflegum prófum (á prófstað)?

Nemendur verða að mæta tímanlega á prófstað, lokað er 10 mínútum eftir að próf hefst. Próftaka er óheimilt að hafa á borði neitt annað en þau gögn sem leyfileg eru samkvæmt upplýsingum á forsíðu prófs. Heyrnartól eru óheimil (nema annað sé tekið fram), símar og önnur tæki skulu vera stillt á hljóðlaust, og ganga skal frá persónulegum munum á gólfi þannig að próftaki geti yfirgefið prófstað án mikillar truflunar fyrir aðra. Nemendur skulu í upphafi prófs ganga úr skugga um að prófgögn þeirra séu rétt. Ekki er heimilt að yfirgefa prófsal fyrr en eftir að hálftími er liðinn af próftíma og halda skal salernisferðum í algjöru lágmarki á meðan á próftöku stendur (en skilja þá alla persónulega muni eftir í prófsal, þar á meðal síma og önnur tæki, ef próftaki þarf að fara á salernið í prófi). Nemendum er óheimilt að ávarpa hvern annan í prófi og er ekki ætlast til að próftakar láti kalla til kennara (þó hann geti mögulega komið við í prófsal einu sinni eða svo). Í lok prófs skulu próftakar skila prófverkefni og öllum blöðum vel merktum til yfirsetuaðila og yfirgefa prófsalinn tafarlaust og með sem minnstri truflun fyrir aðra. Próftaki gæti þurft að framvísa skilríkjum í upphafi eða í lok prófs.

Hvaða reglur gilda í rafrænum prófum (próf tekin í tölvu á prófstað)?

Almenna reglan er sú að próf eru tekin á tölvu sem prófstaður útvegar, en þó getur verið heimilt að nemendur komi með sína eigin tölvu (kennari ákveður það). Að öðru leyti gilda sömu reglur og í skriflegu prófi.

 

Ágreiningur

Komi upp ágrein­ingur milli nem­anda og kennara um mat úrlausnar, sem þeir geta ekki leyst með milli­göngu fag- eða skóla­stjóra, skal skóla­meistari kveðja til próf­dómara til þess að fara yfir úrlausnina að höfðu samráði við fag- eða skóla­stjóra. Úrskurður próf­dómara skal gilda.

 

Stöðupróf

Í nokkrum náms­greinum getur skólinn heimilað nem­endum sínum að taka stöðupróf. Stöðuprófum er ætlað að kanna þekk­ingu eða hæfni nem­enda og ákvarða í hvaða áfanga þeir skuli hefja nám í skól­anum. Þeir sem gangast undir stöðupróf greiða sann­an­legan kostnað vegna próf­anna.

 

Lestrar- og skriftarörðugleikar

Nem­endur með lestrar- og skriftarörðugleika (dys­l­exíu) og aðrir nem­endur með skynj­unarörðugleika eiga rétt á að fá eftir því sem við á:

  • lengri próftíma
  • próf lesið fyrir sig
  • próf með stærra letri/eða annað sem samið hefur verið um

 

Um fall í einstökum áföngum

Falli nem­andi þrisvar í sama áfanga þarf nem­andi að sækja um undanþágu til skóla­stjóra ef hann vill halda námi áfram. Skóla­stjóri metur aðstæður nem­andans og heim­ilar frekari skóla­vist eða hafnar. Jafn­framt vísar skóla­stjóri nem­and­anum til námsráðgjafa.

 

Upptökupróf

Nem­andi á útskriftarönn sem getur ekki útskrifast vegna falls í einum eða tveim áföngum getur fengið heimild til að taka end­ur­töku­próf í áfang­anum eða áföng­unum ef hægt er að koma því við í samráði við viðkom­andi skóla­stjóra ef upp­töku­próf er fram­kvæm­an­legt vegna umfangs áfangans. Ef áfanginn er verk­legur þá er ekki fram­kvæm­an­legt að taka upp­töku­próf. Nem­andinn greiðir kostnað við að halda prófið. Ein­kunn fyrir úrlausn í upp­töku­prófi gildir sem loka­ein­kunn í áfang­anum.

 

Listi yfir viðurkennda prófstaði

Neðangreindir prófstaðir eru viðurkenndir prófstaðir. Nemendur verða að fá próftöku sína samþykkta með góðum fyrirvara (bæði hjá kennara og prófstaðnum), mæta svo á réttum tíma á prófstað, hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og greiða prófstaðnum fyrir þjónustuna.

Prófstaður Starfsstöð Ábyrgðarmaður Netfang
Stóru-Vogaskóli 190 Vogar Hálfdan Þorsteinsson [email protected]
Fisktækniskóli Íslands 240 Grindavík Þórdís Daníelsdóttir, Eydna Fossádal, Hildur Þórsdóttir [email protected];[email protected]
Grunnskólinn í Stykkishólmi 340 Stykkishólmur Guðmunda Ragnarsdóttir [email protected];[email protected]
Átthagastofa Snæfellsbæjar 365 Snæfellsbær Rebekka Unnarsdóttir [email protected]
Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) 365 Snæfellsbær Lilja Magnúsdóttir, Eydís Þórsdóttir [email protected];[email protected]
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði 400 Ísafjörður Sædís María Jónatansdóttir [email protected]
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Patreksfirði 450 Patreksfjörður Sædís María Jónatansdóttir [email protected]
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Hólmavík 510 Hólmavík Unnur Ólafsdóttir [email protected]
Þekkingarsetrið á Blönduósi 540 Blönduós Lee Ann Maginnis, K. Schneider [email protected]
Farskólinn, miðstöð símenntunar 550 Sauðárkrókur Jóhann Ingólfsson [email protected]
Símey, Akureyri 600 Akureyri Kristjana Friðriksdóttir [email protected]
Símey, Dalvík 620 Dalvík Sif Jóhannesdóttir [email protected]
Menntaskólinn á Tröllaskaga 625 Ólafsfjörður Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir [email protected]
Þekkingarnet Þingeyinga, Húsavík 640 Húsavík Guðrún Ósk Brynjarsdóttir [email protected]
Þekkingarnet Þingeyinga, Þórshöfn 680 Þórshöfn Heiðrún Óladóttir [email protected]
Austurbrú, Vopnafirði 690 Vopnafjörður Kristjana Louise Friðbjarnardóttir [email protected]
Austurbrú, Egilsstöðum 700 Egilsstaðir Arnar Úlfarsson [email protected]
Austurbrú, Seyðisfirði 710 Seyðisfjörður Ingvi Örn Þorsteinsson [email protected]
Austurbrú, Reyðarfirði 730 Reyðarfjörður Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir [email protected]
Austurbrú, Neskaupstað 740 Neskaupstaður Sigrún Víglundsdóttir
Austurbrú, Djúpavogi 765 Djúpivogur Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Nýheimar þekkingarsetur 780 Höfn Kristín Vala Þrastardóttir
Þjórsárskóli, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 801 Selfoss Bolette Höeg Koch [email protected]
Grunnskólinn í Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn Ólína Þorleifsdóttir [email protected]
Viska 900 Vestmannaeyjar Valgerður Guðjónsdóttir, Soffía Baldursdóttir, Sólrún Bergþórsdóttir [email protected]

Óski nemandi eftir próftöku á öðrum stað en hér er tilgreint verður hann að hafa tímanlega samband við skólastjóra og gefa þá upp prófstað (hverskonar prófstaður það, hvar á landinu og símanúmer), ásamt upplýsingum um fyrirhugaðan yfirsetuaðila (nafn, kennitölu, netfang og símanúmer).

 

Uppfært 2019-11-27