Starfastræti Tækniskólans hefur þann tilgang að tengja saman nemendur og fyrirtæki þegar kemur að atvinnuleit og starfsnámi. Hér að neðan eru auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að leita að einstaklingum í sumarstörf eða önnur störf tengd faggreinum skólans.
Hér má einnig finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnuleit. Hvernig á að setja upp ferilskrá, skrifa kynningarbréf og hvernig er best að undirbúa atvinnuviðtal.
Fyrirtæki geta einnig haft samband við fulltrúa skólans ef áhugi er á sérstakri kynningu í Tækniskólanum. Sem dæmi geta fyrirtæki komið í Tækniskólann og haldið starfskynningar fyrir tiltekna námshópa í skólanum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, í gegnum netfangið [email protected]
Allar helstu upplýsingar um námssamninga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms.
Eimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt sumarstörf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.
Ístak ræður árlega til sín sumarstarfsfólk í störf tækninema. Við leitum að lærdómsfúsum einstaklingum sem hafa áhuga á að kynnast störfum tengdum þeirra námi í mannvirkjagerð. Umsóknafrestur er til og með 10. apríl.
Rio Tinto óskar eftir öflugu starfsfólki í sumarstörf.
Hjá BM Vallá eru fjölbreytt og spennandi sumarstörf í boði, þar á meðal söluráðgjöf, lagerstarf og afgreiðsla.
Hér má sjá sumarstörf í boði hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.
Hér má sjá ýmis störf í boði hjá Veitum.
Bakó Ísberg óskar eftir að ráða tæknimann til starfa. Í starfinu felst öll viðgerðavinna í sambandi við tæki sem notuð eru í stóreldhúsum eins og ofna, kæla osfrv.
Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjavík óskar eftir að bæta öflugum einstaklingum í liðið, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars.
Verkfæri ehf. óskar eftir starfsmanni/starfsmönnum með góða verklega færni og öguð vinnubrögð til að styðja við verkstæðisdeild fyrirtækisins í Kópavogi. Einnig er möguleiki á starfi á verkstæði félagsins á Akureyri.
Hér má sjá störf í boði hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.
Á vef Vinnumálastofnunar má sjá góð ráð varðandi gerð ferilskrár og kynningarbréfs.
Á vef Vinnumálastofnunar má sjá góð ráð varðandi undirbúning fyrir atvinnuviðtal.
Á vefsíðu Virk má finna góðar upplýsingar og ráð er tengjast atvinnuleit.
Í gagnabanka Tækniskólans má nálgast ýmsa gagnlega tengla sem nýtast í námi og starfi.
Nemendur Tækniskólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfsumsóknir.
Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er.
Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.
Á Störf.is er öll atvinna og störf auglýst á einum stað.
Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á einfaldan máta.
Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á einfaldan máta.
Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa samband við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verkefnastjóri vinnustaðanáms í Tækniskólanum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um rafræna ferilbók en hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.
Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Menntamálastofnunar má einnig finna svör við ýmsum spurningum um vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður fyrirtækjum – sem tengjast faggreinum skólans – til þess að halda starfskynningar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nemenda og atvinnulífs og um leið kynna þróun á vinnumarkaði fyrir framtíðar fagfólki.
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar.