fbpx
Menu

Starfastræti Tækniskólans hefur þann tilgang að tengja saman nemendur og fyrirtæki þegar kemur að atvinnuleit og starfsnámi. Hér að neðan eru auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að leita að einstaklingum í sumarstörf eða önnur störf tengd faggreinum skólans.

Hér má einnig finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnuleit. Hvernig á að setja upp ferilskrá, skrifa kynningarbréf og hvernig er best að undirbúa atvinnuviðtal.

Fyrirtæki geta einnig haft samband við fulltrúa skólans ef áhugi er á sérstakri kynningu í Tækniskólanum. Sem dæmi geta fyrirtæki komið í Tækniskólann og haldið starfskynningar fyrir tiltekna námshópa í skólanum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, í gegnum netfangið [email protected]

Allar helstu upplýsingar um námssamninga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms.

Background text

Sumarstörf

Norðurál

NorðurálNorðurál leitar að metnaðarfullu og ábyrgu fólki í fjölbreytt sumarstörf.

Eimskip

Eimskip lógóEimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.

RioTinto

Rio Tinto og Isal óska eftir öflugu starfsfólki í fjölbreytt störf í álverinu við Straumsvík.

Akureyri Whale Watching

Akureyri Whale Watching óska eftir vélstjóra.

Veitur

Hér má sjá ýmis sumarstörf í boði hjá Veitum.Veitur

Steypustöðin

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum vélamanni.

Isavia

IsaviaIsavia auglýsir eftir starfsfólki í fjölbreytt sumarstörf.

Reykjavíkurborg

ReykjavíkurborgLaus störf hjá Reykjavíkurborg í sumar.

Background text

Önnur störf

Eimskip

Eimskip lógóEimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.

Rafver

RafverRafver óskar eftir tæknimanni í fullt starf á verkstæði sitt í Reykjavík. Helstu verkefni eru bilanagreiningar og viðgerðir á raftækjum, loftpressum, bílaþvottastöðum o.fl.

Viðkomandi  þarf að vera með menntun í rafvirkjun, rafeindavirkjun eða vélvirkjun og/eða með reynslu af samskonar störfum. Einnig er gerð krafa um almenna tölvukunnáttu, bílpróf og góða kunnáttu í íslensku og ensku.

Umsóknir og nánari fyrirspurnir skulu berast á netfangið [email protected]

Vélsmiðjan Stálvík

Stálvík leitar að fagfólki á sviði málmiðnaðar inn í öflugan hóp fólks sem vinnur vel saman að lausn fjölbreyttra verkefna.

Veitur

VeiturHér má sjá ýmis störf í boði hjá Veitum.

Orkuveita Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur

Hér má sjá störf í boði hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.

Background text

Að sækja um starf

Ferilskrá og kynningarbréf

Á vef Vinnumálastofnunar má sjá góð ráð varðandi gerð ferilskrár og kynningarbréfs.

Atvinnuviðtal

Á vef Vinnumálastofnunar má sjá góð ráð varðandi undirbúning fyrir atvinnuviðtal.

Atvinnuleit og undirbúningur

Á vefsíðu Virk má finna góðar upplýsingar og ráð er tengjast atvinnuleit.

Atvinnuráðgjafar hjá Hinu húsinu

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf. Einnig býðst örnámskeiðið Vinnubrögð öllu ungu fólki í leit að sumarstarfi.

Gagnabanki Tækniskólans

Í gagnabanka Tækniskólans má nálgast ýmsa gagn­lega tengla sem nýtast í námi og starfi.

Náms- og starfsráðgjöf

Nem­endur Tækniskólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfsumsóknir.

Background text

Vinnumiðlun

Alfreð

Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er.

Starfatorg

Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

Störf.is

Á Störf.is er öll atvinna og störf auglýst á einum stað.

Vísir

Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Mbl.is

Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Background text

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa samband við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verkefnastjóri vinnustaðanáms í Tækniskólanum.

Ferilbók

Hér má sjá nánari upplýsingar um rafræna ferilbók en hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.

Spurt og svarað

Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Mennta­mála­stofn­unar má einnig finna svör við ýmsum spurn­ingum um vinnustaðanám og raf­rænar fer­il­bækur.

Fyrirtækjakynningar

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður fyrirtækjum – sem tengjast faggreinum skólans – til þess að halda starfskynningar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nemenda og atvinnulífs og um leið kynna þróun á vinnumarkaði fyrir framtíðar fagfólki.

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar.