Menu

Starfastræti Tækniskólans hefur þann tilgang að tengja saman nemendur og fyrirtæki þegar kemur að atvinnuleit og starfsnámi. Hér að neðan eru auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að leita að einstaklingum í sumarstörf eða önnur störf tengd faggreinum skólans.

Hér má einnig finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnuleit. Hvernig á að setja upp ferilskrá, skrifa kynningarbréf og hvernig er best að undirbúa atvinnuviðtal.

Fyrirtæki geta einnig haft samband við fulltrúa skólans ef áhugi er á sérstakri kynningu í Tækniskólanum. Sem dæmi geta fyrirtæki komið í Tækniskólann og haldið starfskynningar fyrir tiltekna námshópa í skólanum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, í gegnum netfangið [email protected]

Allar helstu upplýsingar um námssamninga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms.

Background text

Sumarstörf

Esja Gæðafæði

Esja GæðafæðiEsja Gæðafæði leitar eftir duglegum starfsmanni í fullt starf á lager – tiltekt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið er lifandi, skemmtilegt og mikið um að vera þar sem fyrirtækið er ört vaxandi.

Sólvangur hjúkrunarheimili

Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og almenn dagdvöl. Sólvangur leitar að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði.

Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.

Helstu verkefni og ábyrgð: Meðal verkefna eru ýmis konar hreyfing, bæði inni og úti, aðstoð við athafnir daglegs lífs og þátttaka í fjölbreyttu hópastarfi.

Sólvangur hjúkrunarheimili

Dagar

Dagar leita eftir sumarstarfsfólki á hótel bæði í Reykjavík og Keflavík með möguleika á áframhaldandi vinnu eftir sumarið. Starfið felst í þrifum á herbergjum og almennum rýmum hótels. Vinnutími er frá 8-17.

Dagar hf.

Reykjanes Investment

Reykjanes InvestmentReykjanes Investment leitar að smið, verkamanni eða nema til starfa. Helstu verkefni eru klæðningar, uppsetning hurða, gifsveggir og ísetningar glugga.

Nordjobb

NordjobbMeð hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlöndunum.

Background text

Laus störf

Fastus

Ertu nýútskrifaður iðnnemi eða í námi og leitandi að spennandi tækifærum?

 

FastusVegna aukinna umsvifa leitar Expert og Frystikerfi, hluti af Fastus, að metnaðarfullum einstaklingum í fjölbreytt tæknistörf. Við viljum heyra frá þér, hvort sem þú ert nýútskrifaður iðnnemi, í námi eða með reynslu á sviðinu.

 

Við bjóðum upp á spennandi störf í ört vaxandi fyrirtæki með áralanga reynslu í faginu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur og samhentur hópur sérfræðinga sem deilir þekkingu og reynslu í því skyni að skapa framúrskarandi lausnir og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.

 

Ef þú ert lausnamiðaður, með áhuga á að þróast í öflugu starfsumhverfi, þá er þetta tækifæri fyrir þig!

 

Sendu okkur umsókn á [email protected] með kynningarbréfi og ferilskrá.

Eimskip

Eimskip lógóEimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.

Snikk

Vegna góðarar verkefnastöðu leitar Snikk að vönum smiðum, sveinum og meisturum. Fyrirtækið hefur einnig áhuga að taka smíðanema á samning.

G.Ó. pípulagnir

GÓ pípulagnirGÓ pípulagnir óskar eftir að ráða til sín pípulagningamann í fullt starf sem fyrst.

Húsasmiðjan

HúsasmiðjanHúsasmiðjan er ávallt í leit að hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu, þekkingu og menntun sem vill taka þátt í því að skapa drífandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi.

BAUHAUS

BauhausBAUHAUS hvetur einstaklinga með rétt viðhorf, þekkingu og viljan til þess að gera vel til að sækja um.

Garðaþjónusta Sigurjóns

Garðaþjónusta Sigurjóns ehfGarðaþjónusta Sigurjóns leitar af vélamanni/gröfumanni. Garðaþjónusta Sigurjóns sinnir ýmsum gröfu verkefnum; Snjómokstri / jarðvegsvinnu / jarðvegsskiptum og ýmsum öðrum verkefnum tengd.

 

Hraðfrystihúsið Gunnvör

Hraðfrystihúsið GunnvörHraðfrystihúsið Gunnvör óskar eftir að ráða 2 vélstjóra á frystitogarann Júlíus Geirmundsson ÍS 270.

Blikkás

Blikkás ehfBlikksmiður, vélvirki eða stálsmiður óskast. Blikkás leitar að öflugu, stundvísu og reglusömu fólki til starfa. Blikkás er byggt á rótgrónum grunni og leitar nú að góðu fólki sem getur þroskast og þróast í starfi í ört vaxandi fyrirtæki og innan um gott samstarfsfólk.

 

Orkuveita Reykjavíkur

OrkuveitanHér má sjá störf í boði hjá Orkuveitunni og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.

Þaktak

Þaktak ehfÞaktak leitar að öflugum starfsmönnum í fullt starf. Starfið felur aðallega í sér lagningu þakdúks og þakeinangrunar. Engrar fyrri reynslu af slíkum störfum er krafist og mun starfsmaður hljóta alhliða kennslu í lagningu þakdúks af reynslumiklum starfsmönnum.

BYKO

BykoHér finnur þú auglýst laus störf hjá BYKO. Einnig getur þú sent inn almenna umsókn ef þig langar að slást í hóp frábærs starfsfólks á skemmtilegum vinnustað.

Hafnarfjarðarbær

HafnarfjörðurÁ ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar getur þú skoðað laus störf í sveitarfélaginu.

Rio Tinto

logoRio Tinto óskar eftir öflugum nemum í rafvirkjun og vélvirkjun.

Marel

MarelJBT Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við rafsuðu og samsetningu á fjölbreyttum tækjabúnaði.

Xprent- hönnun og merkingar ehf

Xprent- hönnun og merkingar ehfXprent – hönnun og merkingar leitar að hönnuði. Um er að ræða 100% starf og erum að leitast eftir framtíðar starfskrafti.

 

Stálorka

Stálorka Stálorku vantar rennismið sem hefur reynslu af að vinna við Haas fræs og Heidenhain kerfi. Umsóknir sendast til [email protected]

N1

N1N1 leitar að krafmiklum og áreiðanlegum liðsfélaga með reynslu af smáviðgerðum og smurþjónustu á þjónustuverkstæði við Fellsmúla.

VHE

VHEVHE óskar eftir öflugum iðnnemum til starfa í vél- og málmtæknideildum fyrirtækisins á námssamning.

Aflvélar ehf.

Aflvélar ehf.Aflvélar ehf. leitar að starfsmanni á verkstæði. Starfið felst í viðgerðum og viðhaldi á ýmsum tækjabúnaði sem Aflvélar selja. Verkstæðið er staðsett í Garðabæ. Reynsla í bilanagreiningu og viðgerðum á rafmagnsbúnaði er mikill kostur.

Background text

Að sækja um starf

Atvinnuleit og undirbúningur

Hér eru nokkrur heilræði varðandi atvinnuleit og umsóknir:

Dæmi um ferilskrár

Ferilskrá fylgir með starfsumsókn og þar eiga að koma fram allar helstu upplýsingar um umsækjanda. 

 

Hér má nálgast nokkur einföld sniðmát fyrir ferilskrár:

Náms- og starfsráðgjöf

Nem­endur Tækniskólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfsumsóknir.

Atvinnuráðgjafar hjá Hinu húsinu

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf.

Gagnabanki Tækniskólans

Í gagnabanka Tækniskólans má finna tengla á ýmislegt varðandi atvinnuleit og vinnustaðanám.

Background text

Vinnumiðlun

Alfreð

Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er.

Starfatorg

Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

Störf.is

Á Störf.is má finna öll störf og atvinnutækifæri sem auglýst eru á Íslandi á einum stað.

Vísir

Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Mbl.is

Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Intellecta

Intellecta er ráðgjafarfyrirtæki sem auglýsir reglulega laus störf.

HH ráðgjöf

HH ráðgjöf auglýsir ýmis laus störf.

Background text

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa samband við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verkefnastjóri vinnustaðanáms í Tækniskólanum.

Ferilbók

Hér má sjá nánari upplýsingar um rafræna ferilbók en hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.

Spurt og svarað

Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Mennta­mála­stofn­unar má einnig finna svör við ýmsum spurn­ingum um vinnustaðanám og raf­rænar fer­il­bækur.

Fyrirtækjakynningar

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður fyrirtækjum – sem tengjast faggreinum skólans – til þess að halda starfskynningar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nemenda og atvinnulífs og um leið kynna þróun á vinnumarkaði fyrir framtíðar fagfólki.

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar.