fbpx
Menu

Námsbraut

Hársnyrtiiðn

Langar þig að verða hársnyrtir?
Í náminu öðlast þú þekkingu, leikni og hæfni sem er nauðsynleg í hársnyrtiiðn.
Hárgreiðsla, klipping, rakstur og litun - skapandi fag í líflegu starfsumhverfi.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir og 52 vikur starfsþjálfun

Innsýn í námið

Námið hefst á grunnbraut sem tekur að jafnaði þrjár annir. Þar eru allar almennar greinar kenndar auk grunnáfanga hársnyrtiiðnar. Næst tekur við framhaldsbraut hársnyrtiiðnar þar sem námið er verkefnabundið og þá fléttast saman nám í skóla og á vinnustað.

Geta og afköst stjórnað námstíma?

Heildarnámstími er að jafnaði 3-4 ár að grunnbraut meðtalinni. Nám og kennsla í hársnyrtiiðn miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð hársnyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á hársnyrtibraut þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða grunnskólaeinkunn B. Ef umsækjandi nær ekki að uppfylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.

Að loknu námi

Markmið námsins er að gera nemendur færa um að veita þá alhliða þjónustu sem er í boði á hársnyrtistofum á hverjum tíma. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Fullnuma hársnyrtir getur starfað á hársnyrtistofum hér á landi og erlendis, við fjölmiðla, leikhús, heildsölur og sýningar ýmiskonar. Einnig er möguleiki á framhalds- og viðbótarmenntun og sérhæfingu á ýmsum sviðum.

Verkefni nemenda

Halloween
hárgreiðslur

Hrekkjavökuhárgreiðslur á útskriftarsýningu í hársnyrtiiðn

Útskriftarnemendur í hársnyrtiiðn sýndu listir sínar í lokaverkefnum þar sem þau sóttu innblástur í hrekkjavökuna.

Trúðar, fantasía og stórkostlegt hár

Glæsilegar og listrænar hárgreiðslur á útskriftarsýningu í hársnyrtiiðn

Útskriftarnemendur sýndu frábært handverk og mikla sköpunargáfu.
Fjölmenni fylgdist með og sjá má stemminguna sem ríkti á sýningunni í myndagallerýinu.

Stofudagar

Allir velkomnir í hársnyrtingu á stofudögum:

Í viðburðadagatali er hægt að finna upplýsingar um þessa daga.

Hér er verðskrá.

Fyrstur kemur, fyrstur fær og afgreitt er eftir númerum.

Verið velkomin!

Sími á hársnyrtigangi er 514 9182

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Allir nemendur greiða skólagjöld – sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Einnig þurfa nemendur að kaupa sér verkfæri og tæki til að nota í verklegum tímum og getur kostnaður við það verið allt að 150.000 kr. í upphafi. Þessir hlutir nýtast gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og einstaka áhald.

Hér má sjá lista yfir nauðsynlega hluti.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á Hársnyrtibraut fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Já, þegar nemendur hefja nám á hársnyrtibraut þá þurfa þeir að festa kaup á áhöldum, bókum og hári fyrir verklegu áfangana. Þeir fá í hendur lista yfir þessa hluti og leiðbeiningar um hvar þeir fást. Mjög mikilvægt er að nemendur kaupi þessa hluti í fyrstu kennsluviku þar sem ekki er mögulegt að hefja námið án þess. Kostnaður fyrir verklegu áfangana getur orðið um 150.000kr.  í upphafi og nýtast þessir hlutir gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og einstaka áhald.

Hér má sjá lista yfir nauðsynlega hluti.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!