Nám og kennsla í hársnyrtiiðn miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð hársnyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra.
Heildarnámstími er að jafnaði 3 1/2 ár. Síðustu tvær annir hársnyrtiiðnar er námið verkefnabundið og þá fléttast saman nám í skóla og á vinnustað.
Markmið námsins er að gera nemendur færa um að veita þá alhliða þjónustu sem er í boði á hársnyrtistofum á hverjum tíma. Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi.
Ath. Með tilkomu ferilbókar og breytingu á einingafjölda starfsnáms: Nemendur sem útskrifast af eldri braut með ferilbók og 60 eininga starfsþjálfun í stað eldri 80 eininga skv. eldri reglugerð, eru útskrifaðir af HG22 hársnyrtibraut í stað HG16.
Til að hefja nám á hársnyrtibraut þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða grunnskólaeinkunn B. Ef umsækjandi nær ekki að uppfylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.
Námið er samtals fimm annir í skóla og vinnustaðanám samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar að hámarki 52 vikur. Almennt er miðað við að nemendur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í lokaáföngum fagbrautar.
Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.
Hársnyrtiiðn er löggilt iðngrein.
Prófskírteini af fagbraut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.
Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Fullnuma hársnyrtir getur starfað á hársnyrtistofum hér á landi og erlendis, við fjölmiðla, leikhús, heildsölur og sýningar ýmiskonar. Einnig er möguleiki á framhalds- og viðbótarmenntun og sérhæfingu á ýmsum sviðum.
Hársnyrtideildin er reglulega með stofudaga á Skólavörðuholti.
Þá geta allir komið í klippingu, litun eða aðra hársnyrtingu gegn vægu gjaldi.
Fyrstur kemur, fyrstur fær og afgreitt er eftir númerum.
Verið velkomin!
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Einnig þurfa nemendur að kaupa sér verkfæri og tæki til að nota í verklegum tímum og getur kostnaður við það verið allt að 150.000 kr. í upphafi. Þessir hlutir nýtast gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og einstaka áhald.
Hér má sjá lista yfir nauðsynlega hluti.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan á Hársnyrtibraut fer fram á Skólavörðuholti.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, þegar nemendur hefja nám á hársnyrtibraut þá þurfa þeir að festa kaup á áhöldum, bókum og hári fyrir verklegu áfangana. Sjá má námsgagnalistann í Innu. Mjög mikilvægt er að nemendur kaupi þessa hluti í fyrstu kennsluviku þar sem ekki er mögulegt að hefja námið án þess. Kostnaður fyrir verklegu áfangana getur orðið um 150.000kr. í upphafi. Þessir hlutir nýtast gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og einstaka áhald.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.