Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið.
Á vefsíðu Menntamálastofnunar má einnig finna svör við ýmsum spurningum um vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur.
Vinnustaðanám eða starfsþjálfun fer almennt fram á vinnustað undir handleiðslu meistara þar sem neminn þarf að öðlast hæfni sem skilgreind er í rafrænni ferilbók. Vinnustaðanám er hluti af námsbrautum sem veita rétt til sveinsprófs.
Rafræn ferilbók er skráning á námi nemanda á vinnustað. Nemandi hakar við einstaka þætti ferilbókar þegar hæfni er náð, auk iðnmeistara/ tilsjónarmanns fyrirtækis sem er með nemann. Umsjónarmaður skóla staðfestir hæfni í lokin. Ferilbók er því gott tæki fyrir nemann, meistarann/fyrirtækið og skólann til að fylgjast með námsframvindu. Hér er hægt að sjá rafrænar ferilbækur einstakra greina.
Almenna reglan er sú að nemendur sækja sjálfir um námssamning hjá þeim iðnmeisturum/fyrirtækjum/stofnunum sem mega taka nema í vinnustaðanám. Þannig hefur nemandinn áhrif á hvar hann tekur vinnustaðanámið. Hér er birtingaskrá sem er listi yfir þá sem mega taka nema. Kennarar og starfsfólk skólans búa einnig oft yfir upplýsingum um fyrirtæki/meistara sem eru til í að taka nema á samning.
Þá er næsta skref að sækja um á námssamning undir viðeigandi skóla. Þegar umsókn hefur verið samþykkt er opnuð rafræn ferilbók, samningur gerður rafrænt og sendur til undirritunar á nemann, meistarann og fulltrúa skólans.
Hæfni nemanda ræður tímalengd vinnustaðanáms. Hæfni nemanda er metin samkvæmt hæfnikröfum starfsins og hæfniþáttum í rafrænni ferilbók. Vinnustaðanám getur því verið mismunandi langt á milli einstakra nemenda. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en kemur fram í brautarlýsingu viðkomandi greinar.
Það er hægt ef fyrirtækið/meistarinn sem tekur nemann samþykkir slíkt. T.d. ef nemandi er þrjá daga í skólanum og tvo daga á vinnustaðnum.
Skólinn mun auglýsa reglulega námskeið fyrir nemendur einstakra undirskóla þar sem aðstoð verður veitt fyrir þá sem þurfa á því að halda. Einnig verður hægt er að fá aðstoð hjá verkefnastjóra vinnustaðanáms Tækniskólans eða hjá námsráðgjöfum s.s. aðstoð við gerð ferilskrár. Mörg fyrirtæki eru með staðlað form umsókna á vefsíðu. Á vef Vinnumálastofnunar er t.d. að finna góð ráð við gerð ferilskráa og sniðmát og Europass ferilskráin er þekktasta ferilskráarsniðið í Evrópu.
Birtingaskrá er listi yfir fyrirtæki sem mega taka nema á samning í viðkomandi iðngreinum. Þó fyrirtæki sé á birtingaskrá er ekki víst að það sé með laust pláss fyrir nema í augnablikinu.
Almenna reglan er sú að nemandi þarf að vera skráður í nám eða hafa verið skráður í nám á viðkomandi námsbraut í skólanum. Það er misjafnt eftir námsbrautum hvar í námsferlinu vinnustaðanám getur hafist. Því þarf að skoða reglur einstakra brauta um námsframvindu.
Útskrifaðir nemendur Tækniskólans sem hafa staðfest samningspláss og óska eftir að hefja vinnustaðanám samkvæmt rafrænni ferilbók sækja um á innritunarvef Tækniskólans.