Stefna Tækniskólans er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi og ótilhlýðileg háttsemi í hvaða mynd sem er, sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt.
Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.
Dæmi um hegðun geranda, sem getur verið samnemandi, kennari eða annar starfsmaður skólans eða gestur á vegum skólans:
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir henni verður. Einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Dæmi:
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Dæmi:
Kynferðislegt ofbeldi eru kynferðislegar athafnir gagnvart einstaklingi sem ekki hefur gefið eða er ófær um að veita samþykki sitt. Kynferðislegt ofbeldi getur falið í sér:
Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga:
Getur meðal annars falist í lítilsvirðandi framkomu, klámfenginni háttsemi eða snertingu sem þykir nærgöngul eða óviðeigandi.
Ef þú verður fyrir einelti, áreitni og/eða ofbeldi innan skólans eða á viðburði á vegum skólans skalt þú leita til einhverra eftirtalinna aðila:
Þú getur hringt, sent tölvupóst eða farið og hitt viðkomandi.
Eins er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila vegna kynferðisbrota:
Alltaf er málið rannsakað og aflað eins mikilla upplýsinga og hægt er. Síðan fer það eftir alvarleika brotsins hvernig tekið er á málinu. Sem dæmi má nefna getur gerandi fengið áminningu skólameistara og brottvísun ef hann brýtur af sér aftur. Ef málsaðilar eru undir 18 ára er fundað með þeim og foreldrum. Þolandi fær stuðning og þá aðstoð sem hann þarf og fylgst er með hvort áreitni og/eða ofbeldið endurtekur sig.