fbpx
Menu

Námsbraut

Kjólasaumur og klæðskurður

Hefur þú áhuga á fatnaði og tísku? Dreymir þig um að geta saumað fullgerða flík frá grunni, breytt fötum og skapað ný? Þá gæti nám í kjólasaum eða klæðskurði gæti hentað þér. Hér skiptir máli að vera nákvæmur, skapandi, þolinmóður og útsjónarsamur.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 3 annir* og 16 vikur starfsþjálfun *undanfari fatatækni

Innsýn í námið

Í náminu öðlast þú þá þekkingu, leikni og hæfni sem sveinum í kjólasaumi og/eða klæðskurði er nauðsynleg.

Sérnámið tekur tvö ár, heildarnámstími að fatatækni meðtaldri eru að jafnaði fjögur ár. Eftir að hafa lokið annað hvort kjólasaumi eða klæðskurði þarf að bæta við einni önn til að ljúka hinni greininni að auki.

Brautarlýsing

Kjólasaumur og klæðskurður

Kjólasaumur er löggilt iðngrein þar sem áhersla er lögð á sérsaum, sniðagerð og aðra fagvinnu sem tengist sköpun og framleiðslu fatnaðar. Sveinar í þessari iðngrein taka að sér sérsaum á ýmsum fatnaði fyrir einstaklinga og hópa. Þeir annast sniðagerð, stærðabreytingar og annan undirbúning fyrir fataframleiðslu. Þeir vinna við hlið fatahönnuða í útfærslum og sniðagerð á fatnaði ásamt saumavinnu. Þá annast þeir búningagerð og starfa með leikmynda- og búningahönnuðum. Sveinn í kjólasaum sérsaumar kvenfatnað og annast viðeigandi vinnu sem því tengist.

Klæðskurður er löggilt iðngrein þar sem áhersla er lögð á sérsaum, sniðagerð og aðra fagvinnu sem tengist sköpun og framleiðslu fatnaðar. Sveinar í þessari iðngrein taka að sér sérsaum á ýmsum fatnaði fyrir einstaklinga og hópa. Þeir annast sniðagerð, stærðabreytingar og annan undirbúning fyrir fataframleiðslu. Þeir vinna við hlið fatahönnuða í útfærslum og sniðagerð á fatnaði ásamt saumavinnu. Þá annast þeir búningagerð og starfa með leikmynda- og búningahönnuðum. Klæðskeri sérsaumar herrafatnað og annast viðeigandi vinnu sem því tengist.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í kjólasaumi eða klæðaskurði þarf að hafa lokið fatatækni.

Að loknu námi

Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Eftir að hafa lokið námi í klæðskurði/kjólasaum eru spennandi möguleikar í boði til að vinna í sjálfstæðum atvinnurekstri, í störfum með öðrum skapandi og stórhuga sveinum, meisturum eða hönnuðum. Einnig er möguleiki á sérhæfingu ýmiskonar t.d. í tengslum við leikhús og kvikmyndir eða að afla sér viðbótarmenntunar til að fjölga möguleikunum enn frekar.

Verkefni nemenda

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Reynsla og einstakt tækifæri

Starfsnám í Skotlandi

Klæðskurður í gamalli borg

Útskriftarsýning klæðskera

Klæðskeranemar halda útskriftarsýningu

Elín Atim á fataiðnbraut Handverksskólans

Ferlið við að búa til flík er fjölbreytt.

Umsagnir

Birna Sigurjónsdóttir útskrifaðist sem klæðskeri vorið 2018

Kennararnir eru metnaðarfullir og með brennandi áhuga á því sem þeir og nemendur eru að vinna að. Ég mæli klárlega með náminu og sérstaklega fyrir eldri nemendur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekkingu í faginu. Með góða grunnþekkingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virkilega mikið út úr því.

Auður Ósk Einarsdóttir lærði klæðskurð

Ég mæli eindregið með fataiðnbrautinni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handavinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfsferil. Draumur minn er að sauma búninga fyrir leikhús og kvikmyndir, námið hefur undirbúið mig fyrir það.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í kjólasaum og klæðskurði fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um rafrænt og sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!