fbpx
Menu

Veik­indi – vottorð

Stýrimannaskólinn

Nemandi yngri en 18 ára – Forráðamenn skrá veik­indi beint inn í InnuEf ekki er hægt að skrá veik­indi í Innu geta forráðamenn sent veik­inda­til­kynn­ingar á [email protected]

Nemendur, 18 ára og eldri, geta nú til­kynnt hefðbundin veik­indi í Innu án þess að leggja fram lækn­is­vottorð.

Það skal tekið fram að kenn­urum og öðru starfs­fólki Tækni­skólans er ekki heimilt að gefa nem­endum leyfi í tímum.

Leiðbeiningar til að skrá veikindi

 


Langvinn veikindi

Nem­endum sem eiga við lang­vinna eða þráláta sjúk­dóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skóla­göngu þeirra á önn­inni er bent á að ræða við náms- og starfsráðgjafa.

Íþróttir
Þeir nem­endur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhend­ingu stunda­skrár.

 


Leyfi

Hægt er að sækja um leyfi, gegn staðfest­ingu frá for­eldrum vegna eft­ir­far­andi:

  • Æfingar/leitir á vegum björgunarsveita
  • Fjarvera vegna dauðsfalla í nánustu fjölskyldu
  • Ferðir/æfingar á vegum landsliða/félagsliði í íþróttum og vegna tónlistarnáms
  • Námskeið/námsferðir t.d. á vegum skiptinemasamtaka
  • Tekið skal fram að ekki eru veitt leyfi vegna skemmtiferða

Nemendum eru ekki reiknaðar fjarvistir vegna viðurkenndra ferða á vegum skólans

Kenn­arar veita ekki leyfi.

Öll leyfi eru háð samþykki aðstoðarskóla­meistara.

 


 

Uppfært 25. október 2022
Áfangastjórn