Nemandi yngri en 18 ára – Forráðamenn skrá veikindi beint inn í Innu. Ef ekki er hægt að skrá veikindi í Innu geta forráðamenn sent veikindatilkynningar á [email protected]
Nemendur, 18 ára og eldri, geta nú tilkynnt hefðbundin veikindi í Innu án þess að leggja fram læknisvottorð.
Það skal tekið fram að kennurum og öðru starfsfólki Tækniskólans er ekki heimilt að gefa nemendum leyfi í tímum.
Leiðbeiningar til að skrá veikindi
Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við náms- og starfsráðgjafa.
Íþróttir
Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár.
Hægt er að sækja um leyfi, gegn staðfestingu frá foreldrum vegna eftirfarandi:
Nemendum eru ekki reiknaðar fjarvistir vegna viðurkenndra ferða á vegum skólans
Kennarar veita ekki leyfi.
Öll leyfi eru háð samþykki aðstoðarskólameistara.
Uppfært 25. október 2022
Áfangastjórn