fbpx
Menu

Námsbraut

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Viltu starfa í byggingaiðnaðinum?
Undirbúningsbrautin veitir grunnnám og gefur þér heildarmynd af bygginga- og mannvirkjaiðnaðinum. Að því loknu velur þú sérnám.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 1 önn - undirbúningsnám
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Grunnnámið er einnar annar nám sem þú byrjar á að klára ef þú ætlar að fara í nám í eftirtöldum iðngreinum:

  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Málaraiðn
  • Múraraiðn
  • Pípulagnir
  • Veggfóðrun og dúklögn

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nemendur sem innritast í grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.

Að loknu námi

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum auk þess að gefa nemendum undirstöðuþekkingu á námsþáttum svo sem og efnisfræði, vélum, áhöldum og öryggismálum.

Námið er að meðaltali ein önn í skóla og að því loknu velja nemendur að sérhæfa sig í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum eða veggfóðrun og dúklögnum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!