Grunnnámið er einnar annar nám sem þú byrjar á að klára ef þú ætlar að fara í nám í eftirtöldum iðngreinum.
Athugið að nemendur eldri en 20 ára eiga að sækja um beint á fagbraut.
Grunnnámsbrautin (GBM17) er fyrsta önnin í sérgreinum Byggingatækniskólans og í áfanganum verktækni grunnnáms (VGRT1GN04AB) fá fá nemendur kynningu á öllum byggingagreinunum. Nemendur eldri en 20 ára eiga að sækja um beint á fagbraut. Nám í byggingargreinum er sérnám sem leiðir til starfsréttinda og einnig er hægt að velja leiðir að háskólastigi. Sérnám í einstökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfstíma hjá meistara.
https://gogn.tskoli.is//files/eplicapdf/Byggingataekniskolinn-namsskipulag-grunnnam-byggingagreina.pdf
Undirbúingsbrautin (AN-BYG19) er fyrir þá nemendur sem ljúka grunnskóla og ná ekki þeim kröfum sem settar eru fyrir grunnnámsbrautina. Undirbúningsbrautin er grunnnámsbrautin tekin á tveimur önnum. Eingöngu er innritað á undirbúningsbraut á haustönn.
https://gogn.tskoli.is//files/eplicapdf/Byggingataekniskolinn-namsskipulag-undirbuningsbraut.pdf
Nemendur sem innritast í grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum auk þess að gefa nemendum undirstöðuþekkingu á námsþáttum svo sem og efnisfræði, vélum, áhöldum og öryggismálum.
Námið er að meðaltali ein önn í skóla og að því loknu velja nemendur að sérhæfa sig í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum eða veggfóðrun og dúklögnum.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.