fbpx
Menu

Aukatímar

Aukatímar

Á hverri önn eru í boði auka­tímar og aðstoð innan margra brauta.

Upp­lýs­ingar um auka­tíma og jafn­ingjafræðslu eru á skjáum í skóla­húsum og í viðburðadagatali á vefsíðu skólans.

Stærðfræði

Stærðfræði á krítartöflu.

Vinnustofa í stærðfræði er í boði fyrir alla áfanga. Á haustönn 2021 verður hún á laug­ar­dögum kl. 10:00–12:00 í stofu 415 á Skólavörðuholti. Kenn­arar eru Ævar Rafn og Þorsteinn Kristjáns.

Ekki verður kennt laug­ar­daginn 16. október og síðasti auka­tíminn er þann 11. des­ember.

Einnig er boðið upp á jafn­ingj­afræðslu í stærðfræði í nám­sverinu á Skólavörðuholti. Tím­arnir eru á þriðjudögum kl. 10:35–12:00 og á fimmtu­dögum kl. 13:10–15:15.

 

Grunnteikning

Boðið er upp á auka­tíma í grunn­teikn­ingu I (GRTE1GN04AB) og II (GRTE1GN04BB).

Á Skólavörðuholti eru tímar á miðviku­dögum kl. 15:20 til 17:20 í stofu S-143.

Í Hafnarfirði eru auka­tímar á fimmtu­dögum kl. 15:20 til 17:20  í stofu TH-303.

 

Rafmagnsgreinar

Boðið er upp á aðstoð í verk­legum raf­magns­greinum í rafmagnsdeildinni dagana 2., 9. og 16. október á milli kl. 9:00 og 13:00.

 

Tölvubraut og upplýsingatæknigreinar

Boðið er upp á jafningjafræðslu þar sem eldri nem­endur aðstoða nema í grunn­námi upp­lýs­inga- og fjölmiðlagreina og í grunn­námi á tölvu­braut.

Þeir Arnar Bjarki og Stefán Örn verða með jafn­ingjaaðstoð í tölvu­greinum á bóka­safninu á Háteigs­vegi kl. 12–13 á fimmtu­dögum.