Á hverri önn eru í boði aukatímar og aðstoð innan margra brauta.
Upplýsingar um aukatíma og jafningjafræðslu eru á skjáum í skólahúsum og í viðburðadagatali á vefsíðu skólans.
Boðið er upp á jafningjafræðslu í stærðfræði í námsverinu á Skólavörðuholti á þriðjudögum kl. 10:30–12:30.
Vinnustofa í stærðfræði er í boði fyrir alla áfanga. Á vorönn 2022 verður hún á laugardögum kl. 12:00–14:00 í stofu 415 á Skólavörðuholti. Kennarar eru Ævar Rafn og Þorsteinn Kristjáns.
Vinnustofa fyrir alla íslenskuáfanga verður á laugardögum kl. 12:00–14:00 í stofu 402 á Skólavörðuholti. Íslenskukennarar sjá um vinnustofuna. Allir sem hafa dregist aftur úr af einhverjum ástæðum eru hvattir til að mæta.
Á vorönn 2022 verður Einar Darri með jafningjaaðstoð í tölvugreinum á bókasafninu á Háteigsvegi kl. 12:00–13:00 á miðvikudögum.
Laugardaginn 7. maí kl. 10:00–14:00 verður boðið upp á aukatíma í raftækni á Skólavörðuholti. Nemendur hafa þá tækifæri til að vinna í verkefnum og kennarar eru á staðnum til aðstoðar.
Boðið er upp á vinnustofu í hársnyrtigreinum alla fimmtudaga kl. 10:30–12:30 og 13:00–15:00. Í vinnustofu geta nemendur fengið aðstoð við að vinna upp verkefni og æft sig í verkþáttum sem þarfnast frekari þjálfunar. Nemendur verða að skrá sig í tíma með pósti á [email protected] þar sem það er takmarkaður fjöldi sem kemst að í hverjum tíma.
Vinnustofa í fataiðn verður í boði mánudaginn 9. maí kl. 8:10–10:10 í stofu 103 á Skólavörðuholti.