Þú lærir m.a. viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa.
Stúdentsleið í boði.
Þú öðlast þekkingu, færni og hæfni til að annast uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Kunnátta sem krafist er til sveina í iðngreininni vélvirkjun.
Námið er verkefnatengt og bæði bóknám og verknámið er kennt í Hafnarfirði. Nemendur eru teknir inn í skólann bæði á haustönn og vorönn, og áfangaframboð er miðað við að nemendur hefji nám að hausti. Meðalnámstími í skóla er 6 annir.
Miðað er við að nemendur hafi náð lágmarkseinkunn C úr grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði (eða 5 í eldra kerfi). Nemendum sem þess þurfa er boðið upp á undirbúningsnám málm- og véltæknigreina á meðan lágmarksárangri í kjarnagreinum er náð.
Þú lýkur náminu með burtfararprófi og að lokinni starfsþjálfun geturðu tekið sveinspróf sem veitir þér rétt til að starfa í iðngreininni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Þeir sem valið hafa stúdentsleið ljúka jafnframt stúdentsprófi.
BrautarlýsingMálmsmíði og véltækni er vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.
Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."
Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.
Vélvirkjar starfa einkum í þjónustufyrirtækjum sem annast viðhald véla og vélbúnaðar, í framleiðslufyrirtækjum sem nýta vélar í starfsemi sinni, í verktakafyrirtækjum byggingastarfsemi og skipasmíða og í fyrirtækjum sem smíða vélar og vélbúnað.
IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar vefsíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.
Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.
Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um allt að fjórðung.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.