fbpx
Menu

Innsýn í námið

Verknám og möguleiki á stúdentsprófi

Í námi í vélvirkjun öðlast nemendur þekkingu, færni og hæfni til að annast uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Kunnátta sem krafist er til sveina í iðngreininni vélvirkjun.

Námið er verkefnatengt og samanstendur af bóknámi og verknámi. Kennsla fer fram í Hafnarfirði og á Háteigsvegi. Nemendur eru teknir inn í skólann á haustönn og áfangaframboð er miðað við að nemendur hefji nám að hausti.

Nokkrir áfangar í málm- og vél­tækni­námi geta verið í boði sem nám með vinnu, bæði bók­legir og verk­legir áfangar (með staðlotum).

Sjá áfanga- og annarskipulag á námsskipulagssíðu.

Brautarlýsing

TH-VV23 Vélvirkjun

Vélvirki er lögverndað starfsheiti og vélvirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði og flutningakerfum í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum, skipulagningu fyrirbyggjandi viðhalds, eftirliti með ástandi vélbúnaðar og greiningu bilana. Námið samanstendur af bóklegu og verklegu námi í skóla ásamt starfsþjálfun í fyrirtækjum. Námið tekur að lágmarki þrjú heil ár og við lok þess staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði

Miðað er við að nemendur hafi náð lágmarkseinkunn C úr grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði (eða 5 í eldra kerfi). Nemendum sem þess þurfa er boðið upp á undirbúningsnám málm- og véltæknigreina á meðan lágmarksárangri í kjarnagreinum er náð.

 

Námsframvinda

Vélvirkjun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími eru samtals fimm annir í skóla og vinnustaðanám samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar að hámarki 60 vikur.

Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.

Að loknu námi

Prófskírteini af fagbraut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Umsagnir

Sigurður fór í nám í verkfræði í Háskólanum eftir nám í Véltækniskólanum.

„Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskólanum.“

Valdimar Árnason lauk námi í flugvirkjun

Í byrjun árs 2017 var komið að því, ég ætlaði að gera eitthvað meira en bara vinna. Mig langaði að gera eitthvað sem ég hafði virkilega áhuga á. Var búinn að velta þessu fyrir mér í kannski tvö ár og svo sá ég auglýsingu á Facebook fyrir flugvirkjanám Tækniskólans. Auglýsingin poppaði auðvitað upp á mínum skjá því ég hef haft brennandi áhuga á flugvélum síðan ég var 4 ára og er með fullt að flugvélatengdum síðum á Facebook.

Ég sé ekki eftir að hafa sótt um þetta sérnám því ég kynntist fólki frá öllum stéttum samfélagsins. Fólk sem hafði mismikinn áhuga en vildi gera það sama og ég, finna sér eitthvað sem væri öðruvísi en þau höfðu verið að vinna við. Gaman var að fylgjast með þeim öllum fá aukinn áhuga fyrir þessum tækjum háloftanna með mér.

Námið er skemmtilegt og mjög fjölbreytt en á köflum ansi strembið og voru flestir kennararnir mjög færir að einfalda efnið fyrir manni. Það sem ég tek úr þessu er auðvitað námið og kunnátta mín að leysa vandamál en þessi  tvö ár með bekkjarfélögunum stendur upp úr. Tveir mánuðir fyrir norðan á Akureyri í verklegu námi virkilega þéttu hópinn og er maður heppinn að hafa eignast svona marga vini.

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi í vélstjórn

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

FAQ

Spurt og svarað

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Hvar vinna útskrifaðir nemendur úr vélvirkjun?

Vélvirkjar starfa einkum í þjónustufyrirtækjum sem annast viðhald véla og vélbúnaðar, í framleiðslufyrirtækjum sem nýta vélar í starfsemi sinni, í verktakafyrirtækjum byggingastarfsemi og skipasmíða og í fyrirtækjum sem smíða vélar og vélbúnað.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur sér um námssamninga fyrir málm- og véltæknigreinar. Sjá einnig næsta skref um störf í greininni.

Ég er með stúdentspróf, fæ ég það metið og hvað er námið þá langt?

Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um allt að fjórðung.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um rafrænt og sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!