Í náminu öðlast þú skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði.
Kenndar eru aðferðir og verklag sem veita þér hæfni og þekkingu til að vinna sjálfstætt á sérsviðum greinarinnar.
Námið skilar þér færni í verkstæðis- og innréttingavinnu, úti- og innivinnu á byggingarstað og viðgerða- og breytingavinnu.
Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.
Húsasmiður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Húsasmiður getur mælt út fyrir byggingu og afsett hæðir, hannað og útfært einföld hús og húshluta, metið og valið aðferðir, verkferla, verkfæri og efni sem henta hverju sinni, metið eiginleika efnis og álagskrafta sem þeim tengjast, metið þörf fyrir viðhald húsa og húshluta og valið efni og aðferðir til viðhalds, leiðbeint húseigendum um val á efni til nýbygginga og viðhalds. Húsasmíði er löggilt iðngrein.
Inntökuskilyrði er grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina. Þegar nemandinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í húsasmíði. Umsækjendur eldri en 20 ára eða með stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.
Húsasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár með grunnnáminu, samtals fimm annir í skóla og vinnustaðanám samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar að hámarki 72 vikur.
Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar
Prófskírteini af fagbraut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.
Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnarhlífar sem þeir skulu ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans. Einnig skal árétta að nemendum er með öllu óheimilt að vinna við vélar í vélasal nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.
Nemendur sem lokið hafa grunnáföngum skulu verða sér út um neðangreind verkfæri og mæta með þau í verklega áfanga. Þessi verkfæri er hægt að kaupa í flestum byggingavöruverslunum og er áætlað verð frá 25.000–40.000 kr.
Nánari upplýsingar um verkfæri fá nemendur hjá kennurum í verklegum greinum.
Einnig er ætlast til að nemendur mæti í vinnufatnaði í verklegar greinar. Tækniskólinn tekur ekki ábyrgð á skemmdum á fatnaði.
Já, mikið hefur verið að gera í byggingariðnaði á Íslandi og nemar í byggingagreinum hafa auðveldlega fengið samning. Tækniskólinn veitir einnig nemendum aðstoð við að komast á samning ef þarf.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan í húsasmíði fer fram á Skólavörðuholti, Hafnarfirði og Skeljanesi 9.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.