fbpx
en
Menu
en

Viðtalstími er tími í stunda­töflu nem­anda sem lítur út eins og hver önnur kennslu­stund. Þetta er viðtals­tími umsjón­ar­kennara og til hans getur nem­andinn leitað með allt er snýr að náminu.

Hægt er að hitta á umsjónarkennarann á þessum tilgreinda tíma í stundatöflunni eða senda honum tölvupóst. Netfang umsjónarkennarans eru upphafsstafir hans sem sjást á viðtalstímanum í stundatöflunni að viðbættu @tskoli.is.

 

Umsjónarkennari

Er talsmaður nemenda gagnvart skólayfirvöldum og öðrum kennurum.

Leggur sig fram um að ræða við nemanda og kemur spurningum hans eða athugasemdum á framfæri og fylgir þeim eftir, eftir eðli máls hverju sinni.

Fer yfir námsval umsjónarnemenda sinna og staðfestir valið í Innu.

Er umsjónarnemum sínum innan handar um mál er tengjast skólavist þeirra.

Fylgist með og heldur utanum upplýsingar varðandi ástundun, skólasókn og nám og kemur ábendingum um námsvanda eða slaka skólasókn, á framfæri við námsráðgjafa eða  aðstoðarskólameistara

Ræðir einslega við nemanda ef skólasókn og/eða ástundun er ábótavant

Getur vísað nemanda til námsráðgjafa og/eða notið annarrar þeirrar aðstoðar hans sem þörf reynist á, vegna vanda nemenda.

 

Samskipti umsjónarkennara við foreldra/forsjáraðila

Umsjónarkennari er með viðtalstíma vikulega og þá geta nemendur, foreldrar / forsjáraðilar haft samband við hann með erindi sín eða fyrirspurnir

Umsjónarkennari vísa foreldrum / forsjáraðilum til námsráðgjafa ef þörf krefur

Senda má umsjónarkennara fyrirspurnir í tölvupósti

Athugasemdir varðandi stöðu nemenda verða birtar í Innu (upplýsingakerfi skólans)

Umsjónarkennari hefur í samráði við námsráðgjafa samband við foreldra sérstaklega ef upp koma alvarleg vandamál varðandi námið, s.s.

  • skyndilegur afturkippur í námi og mætingu.
  • samskiptavandamál við kennara.
  • skilum á verkefnum ábótavant þrátt fyrir aðvaranir.
  • annað tilfallandi.